Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2025 07:33 Tyrese Haliburton tapaði boltanum aldrei í nótt og átti algjöran stórleik. Getty/Gregory Shamus Það þarf ansi margt að ganga á til þess að það verði ekki Indiana Pacers og Oklahoma City Thunder sem spila um NBA-meistaratitilinn í ár. Bæði lið eru nú komin í 3-1 í einvígum sínum, í úrslitum austur- og vesturdeildar. Tyrese Haliburton fór fyrir Indiana í nótt þegar liðið vann sinn þriðja sigur gegn New York Knicks og átti sérstaklega magnaðan fyrri hálfleik. Lokatölur 130-121 í Gainbridge Fieldhouse í Indiana. TAKE A BOW, TYRESE HALIBURTON 👏🔥 32 PTS🔥 15 AST (0 TO)🔥 12 REB🔥 4 STL🔥 5 3PMHE HAS THE @Pacers ONE WIN AWAY FROM THE FINALS! pic.twitter.com/x3la65XvpG— NBA (@NBA) May 28, 2025 Haliburton skoraði 20 stig, átti tíu stoðsendingar og tók átta fráköst bara í fyrri hálfleiknum, og var því nálægt því að ná þrefaldri tvennu áður en leikurinn var hálfnaður. Hann var einnig öflugur í seinni hálfleiknum og endaði með 32 stig, 15 stoðsendingar og 12 fráköst, og það án þess að tapa boltanum einu sinni. Hann er þar með fyrsti leikmaðurinn til þess að ná 30-15-10-0 leik í úrslitakeppni NBA. Indiana getur núna tryggt sig inn í úrslitin í næsta leik en hann verður í Madison Square Garden annað kvöld. Indiana hefur ekki komist í úrslitin síðan árið 2000. 🏆 PLAYOFF BRACKET 🏆Pacers take a 3-1 series lead in East FinalsThe #NBAPlayoffs presented by Google continue Wednesday with Timberwolves (1-3) Thunder on ESPN at 8:30pm/et! pic.twitter.com/T115paOJbQ— NBA (@NBA) May 28, 2025 „Mér fannst ég bregðast liðinu í leik þrjú [106-100 tapi á heimavelli] svo mér fannst mikilvægt að koma inn í þennan leik og láta til mín taka,“ sagði Haliburton eftir sigurinn í nótt. „Strákarnir komu mér í stöður til að taka af skarið og spila minn leik. Þetta var stór sigur fyrir okkur,“ bætti hann við. Pascal Siakam skoraði 30 stig og Bennedict Mathurin kom með 20 stig af bekknum fyrir Indiana sem endaði í 4. sæti austurdeildarinnar. Jalen Brunson skoraði 31 stig fyrir New York en Karl-Anthony Towns, sem meiddist í vinstra hnénu annan leikinn í röð og var haltrandi í lokin, skoraði 24 stig og OG Anunoby 22. „Við skoruðum 120 stig en vörnin okkar var ekki nógu góð,“ sagði Tom Thibodeau, þjálfari Knicks. „Haliburton er frábær leikmaður. Það er ekki hægt að láta einstaklinga verjast frábærum leikmönnum í þessari deild. Allt liðið þarf að gera það. Og ef einn leikmaður er ekki að sinna sinni vinnu þá líta allir illa út,“ sagði þjálfarinn. NBA Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Tyrese Haliburton fór fyrir Indiana í nótt þegar liðið vann sinn þriðja sigur gegn New York Knicks og átti sérstaklega magnaðan fyrri hálfleik. Lokatölur 130-121 í Gainbridge Fieldhouse í Indiana. TAKE A BOW, TYRESE HALIBURTON 👏🔥 32 PTS🔥 15 AST (0 TO)🔥 12 REB🔥 4 STL🔥 5 3PMHE HAS THE @Pacers ONE WIN AWAY FROM THE FINALS! pic.twitter.com/x3la65XvpG— NBA (@NBA) May 28, 2025 Haliburton skoraði 20 stig, átti tíu stoðsendingar og tók átta fráköst bara í fyrri hálfleiknum, og var því nálægt því að ná þrefaldri tvennu áður en leikurinn var hálfnaður. Hann var einnig öflugur í seinni hálfleiknum og endaði með 32 stig, 15 stoðsendingar og 12 fráköst, og það án þess að tapa boltanum einu sinni. Hann er þar með fyrsti leikmaðurinn til þess að ná 30-15-10-0 leik í úrslitakeppni NBA. Indiana getur núna tryggt sig inn í úrslitin í næsta leik en hann verður í Madison Square Garden annað kvöld. Indiana hefur ekki komist í úrslitin síðan árið 2000. 🏆 PLAYOFF BRACKET 🏆Pacers take a 3-1 series lead in East FinalsThe #NBAPlayoffs presented by Google continue Wednesday with Timberwolves (1-3) Thunder on ESPN at 8:30pm/et! pic.twitter.com/T115paOJbQ— NBA (@NBA) May 28, 2025 „Mér fannst ég bregðast liðinu í leik þrjú [106-100 tapi á heimavelli] svo mér fannst mikilvægt að koma inn í þennan leik og láta til mín taka,“ sagði Haliburton eftir sigurinn í nótt. „Strákarnir komu mér í stöður til að taka af skarið og spila minn leik. Þetta var stór sigur fyrir okkur,“ bætti hann við. Pascal Siakam skoraði 30 stig og Bennedict Mathurin kom með 20 stig af bekknum fyrir Indiana sem endaði í 4. sæti austurdeildarinnar. Jalen Brunson skoraði 31 stig fyrir New York en Karl-Anthony Towns, sem meiddist í vinstra hnénu annan leikinn í röð og var haltrandi í lokin, skoraði 24 stig og OG Anunoby 22. „Við skoruðum 120 stig en vörnin okkar var ekki nógu góð,“ sagði Tom Thibodeau, þjálfari Knicks. „Haliburton er frábær leikmaður. Það er ekki hægt að láta einstaklinga verjast frábærum leikmönnum í þessari deild. Allt liðið þarf að gera það. Og ef einn leikmaður er ekki að sinna sinni vinnu þá líta allir illa út,“ sagði þjálfarinn.
NBA Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira