Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Steinunn Bragadóttir skrifa 28. maí 2025 10:00 Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Af þessu tilefni höfum við á ASÍ og BSRB tekið höndum saman um að birta tölfræði mánaðarlega sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni fjöllum við um tekjur kvenna og karla á ellilífeyrisaldri út frá gögnum Hagstofu Íslands. Í fyrri greinum höfum við m.a. talað um atvinnuþátttöku kvenna og karla, kynskiptan vinnumarkað og kynbundinn launamun. Þar kemur fram að barneignir hafa meiri áhrif á atvinnuþátttöku kvenna en karla og að kynjaskipting vinnumarkaðarins hefur áhrif á launastig kvenna vegna vanmats á kvennastörfum. Eftir að starfsævi lýkur viðheldur þessi kynbundni munur sér í tekjum fólks á ellilífeyrisaldri. Tæp 14% íbúa landsins eru 67 ára og eldri. Konur eru í meirihluta í þessum hópi eða um 52%, þær eru um 27.800 og karlar um 25.800. Þau yngri í hópnum eru yfirleitt með hærri tekjur en þau eldri því hluti þeirra er enn á vinnumarkaði. Í þessari grein erum við að mestu að fjalla um hópinn í heild sinni til að einfalda framsetningu og draga fram ólíka stöðu kynjanna á ellilífeyrisaldri. Á vef Hagstofunnar er hægt að nálgast upplýsingar um heildartekjur út frá skattframtölum vegna ársins 2023. Þær sýna að konur 67 ára og eldri eru að jafnaði með lægri tekjur en karlar í sama aldurshópi því þeir eru að meðaltali með mun hærri atvinnutekjur og fjármagnstekjur en konur, eiga meiri séreignarsparnað og það sama á við um réttindi í lífeyrissjóði sem taka mið af atvinnuþátttöku og launastigi yfir starfsævina. Mynd: Heildartekjur karla og kvenna 67 ára og eldri á mánuði árið 2023 – meðaltal og miðgildi Myndin sýnir mismun í tekjum kynjanna eftir skattframtölum árið 2023 reiknaðar niður á mánaðartekjur. Að meðaltali eru konur í aldurhópnum 67 ára og eldri með 80% af tekjum karla en ef litið er til miðgildisins eru þær með 88% af tekjum karla. Þessi tiltölulega mikli munur á meðaltali og miðgildi tekna endurspeglar einkum tvennt, að yngra fólkið í hópnum hífir meðaltalstekjurnar upp og að karlar í efri tekjutíundum eru með mun hærri tekjur en konur í efri tekjutíundum. Þannig er tekjumunur karla og kvenna með lægstu tekjurnar minnstur en þar eru konur með um 90% af tekjum karla en þegar ofar dregur í tekjustiganum eykst tekjumunurinn og konur eru aðeins með rúmlega 70% af tekjum karla í hæstu tekjuhópunum. Mynd: Hlutfall fólks á ellilífeyrisaldri sem fékk greiðslur frá lífeyrissjóðum og almannatryggingum í desember 2022 – eftir aldurshópum Á myndinni má sjá hlutfall karla og kvenna í þremur aldurshópum sem hafa hafið töku lífeyris. Um 15% karla í yngsta aldurhópnum, 67-69 ára, hafa ekki hafið töku lífeyris og eru að öllum líkindum enn á vinnumarkaði en innan við 10% kvennanna. Í hópunum 70 ára og eldri hafa um 98-99% hafið töku lífeyris óháð kyni. Þeim ellilífeyrisþegum sem hafa náð að safna lífeyrisréttindum í lífeyrissjóði fulla starfsævi fer fjölgandi ár frá ári. Á myndinni má sjá að þau sem fá eingöngu lífeyri frá lífeyrissjóðum eru hlutfallslega flest í yngsta aldurshópnum og mun fleiri karlar en konur eru í þeim hópi, óháð aldri. Langflest fá greiddan lífeyri bæði frá lífeyrissjóðum og almannatryggingum en innan við 3% lífeyrisþega, óháð aldri, reiða sig alfarið á almannatryggingar í ellinni. Konur eru þó fjölmennari í þeim hópi. Meirihluti lífeyrisþega fær greiðslur fá almannatryggingum og konur fá að jafnaði hærri greiðslur en karlar því þær eiga minni réttindi í lífeyrissjóði. Í janúar 2025 fengu um 38.500 ellilífeyrisþegar greiðslur frá almannatryggingum og voru konur í meirihluta eða 21.200 og karlar 17.300. Greiðslurnar til kvenna voru að meðaltali 251.000 kr. á mánuði en 236.000 kr. á mánuði til karlanna. Kynbundinn launamunur á vinnumarkaði endurspeglast í kynbundnum mun í tekjum á efri árum. Launamunur, umönnunarábyrgð og vanmat á störfum kvenna hafa áhrif á tekjur kvenna út ævina og leiða til minni lífeyrisréttinda, séreignarsparnaðar og lægri fjármagnstekna. Þegar breytingar eru gerðar á almannatryggingakerfinu eða réttindum í lífeyrissjóðum er mikilvægt að huga að því að þær leiði ekki til enn frekari tekjumunar karla og kvenna. Greinin er eftir Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur hagfræðing BSRB og Steinunni Bragadóttur hagfræðing hjá ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Kjaramál Jafnréttismál Stéttarfélög ASÍ Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Af þessu tilefni höfum við á ASÍ og BSRB tekið höndum saman um að birta tölfræði mánaðarlega sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni fjöllum við um tekjur kvenna og karla á ellilífeyrisaldri út frá gögnum Hagstofu Íslands. Í fyrri greinum höfum við m.a. talað um atvinnuþátttöku kvenna og karla, kynskiptan vinnumarkað og kynbundinn launamun. Þar kemur fram að barneignir hafa meiri áhrif á atvinnuþátttöku kvenna en karla og að kynjaskipting vinnumarkaðarins hefur áhrif á launastig kvenna vegna vanmats á kvennastörfum. Eftir að starfsævi lýkur viðheldur þessi kynbundni munur sér í tekjum fólks á ellilífeyrisaldri. Tæp 14% íbúa landsins eru 67 ára og eldri. Konur eru í meirihluta í þessum hópi eða um 52%, þær eru um 27.800 og karlar um 25.800. Þau yngri í hópnum eru yfirleitt með hærri tekjur en þau eldri því hluti þeirra er enn á vinnumarkaði. Í þessari grein erum við að mestu að fjalla um hópinn í heild sinni til að einfalda framsetningu og draga fram ólíka stöðu kynjanna á ellilífeyrisaldri. Á vef Hagstofunnar er hægt að nálgast upplýsingar um heildartekjur út frá skattframtölum vegna ársins 2023. Þær sýna að konur 67 ára og eldri eru að jafnaði með lægri tekjur en karlar í sama aldurshópi því þeir eru að meðaltali með mun hærri atvinnutekjur og fjármagnstekjur en konur, eiga meiri séreignarsparnað og það sama á við um réttindi í lífeyrissjóði sem taka mið af atvinnuþátttöku og launastigi yfir starfsævina. Mynd: Heildartekjur karla og kvenna 67 ára og eldri á mánuði árið 2023 – meðaltal og miðgildi Myndin sýnir mismun í tekjum kynjanna eftir skattframtölum árið 2023 reiknaðar niður á mánaðartekjur. Að meðaltali eru konur í aldurhópnum 67 ára og eldri með 80% af tekjum karla en ef litið er til miðgildisins eru þær með 88% af tekjum karla. Þessi tiltölulega mikli munur á meðaltali og miðgildi tekna endurspeglar einkum tvennt, að yngra fólkið í hópnum hífir meðaltalstekjurnar upp og að karlar í efri tekjutíundum eru með mun hærri tekjur en konur í efri tekjutíundum. Þannig er tekjumunur karla og kvenna með lægstu tekjurnar minnstur en þar eru konur með um 90% af tekjum karla en þegar ofar dregur í tekjustiganum eykst tekjumunurinn og konur eru aðeins með rúmlega 70% af tekjum karla í hæstu tekjuhópunum. Mynd: Hlutfall fólks á ellilífeyrisaldri sem fékk greiðslur frá lífeyrissjóðum og almannatryggingum í desember 2022 – eftir aldurshópum Á myndinni má sjá hlutfall karla og kvenna í þremur aldurshópum sem hafa hafið töku lífeyris. Um 15% karla í yngsta aldurhópnum, 67-69 ára, hafa ekki hafið töku lífeyris og eru að öllum líkindum enn á vinnumarkaði en innan við 10% kvennanna. Í hópunum 70 ára og eldri hafa um 98-99% hafið töku lífeyris óháð kyni. Þeim ellilífeyrisþegum sem hafa náð að safna lífeyrisréttindum í lífeyrissjóði fulla starfsævi fer fjölgandi ár frá ári. Á myndinni má sjá að þau sem fá eingöngu lífeyri frá lífeyrissjóðum eru hlutfallslega flest í yngsta aldurshópnum og mun fleiri karlar en konur eru í þeim hópi, óháð aldri. Langflest fá greiddan lífeyri bæði frá lífeyrissjóðum og almannatryggingum en innan við 3% lífeyrisþega, óháð aldri, reiða sig alfarið á almannatryggingar í ellinni. Konur eru þó fjölmennari í þeim hópi. Meirihluti lífeyrisþega fær greiðslur fá almannatryggingum og konur fá að jafnaði hærri greiðslur en karlar því þær eiga minni réttindi í lífeyrissjóði. Í janúar 2025 fengu um 38.500 ellilífeyrisþegar greiðslur frá almannatryggingum og voru konur í meirihluta eða 21.200 og karlar 17.300. Greiðslurnar til kvenna voru að meðaltali 251.000 kr. á mánuði en 236.000 kr. á mánuði til karlanna. Kynbundinn launamunur á vinnumarkaði endurspeglast í kynbundnum mun í tekjum á efri árum. Launamunur, umönnunarábyrgð og vanmat á störfum kvenna hafa áhrif á tekjur kvenna út ævina og leiða til minni lífeyrisréttinda, séreignarsparnaðar og lægri fjármagnstekna. Þegar breytingar eru gerðar á almannatryggingakerfinu eða réttindum í lífeyrissjóðum er mikilvægt að huga að því að þær leiði ekki til enn frekari tekjumunar karla og kvenna. Greinin er eftir Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur hagfræðing BSRB og Steinunni Bragadóttur hagfræðing hjá ASÍ.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun