Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Aron Guðmundsson skrifar 29. maí 2025 08:02 Kolbeinn Kristinsson er ríkjandi Baltic Boxing Union meistari. Hann er á meðal hundrað bestu þungavigtar boxara á heimsvísu og hefur ekki tapað bardaga á sínum atvinnumannaferli Mynd: Kristinn Gauti Kolbeinn Kristinsson, atvinnumaður í hnefaleikum stígur aftur inn í hringinn um komandi helgi. Það að vera ósigraður finnst honum ekki vera íþyngjandi og hann stefnir á að stöðva komandi andstæðing sinn snemma. Heimsmeistaratitill er undir. Kolbeinn mætir Þjóðverjanum ósigraða, Mike Lehnis í hnefaleikahringnum í Nurnberg á laugardaginn kemur og undir er GBU heimsmeistaratitillinn en fyrir er Kolbeinn Baltic Union meistari. „Ég er búinn að æfa rosa vel, er í rauninni búinn að vera æfa í fjóra mánuði fyrir þetta þannig að ég er bara til í þetta,“ segir Kolbeinn. Mike Lehnis ætlar að reyna stöðva Kolbein í hnefaleikahringnum um helgina. Er þetta hættulegur andstæðingur? „Já hann er mjög sprækur, sterkur og er örvhentur sem er viss áskorun fyrir mig. Ég þurfti að aðlaga allt hjá mér miðað við þá stöðu. Fá örvhenta æfingafélaga og æfa allt öðruvísi. Það er öðruvísi að berjast við örvhenta. Ef þeir eru rétthentir er svona nokkurn veginn sama hvernig þú berst nema að þeir séu með einhvern sér stíl. Örvhentir boxarar er bara allt annað dæmi. Það er allt speglað og þú þarft að berjast við þá á vissan hátt. Við þurftum að breyta öllu, breyttum því um leið og við fengum að vita að þessi bardagi myndi fara fram.“ Öflugir örvhentir æfingafélagar hafa komið hingað til lands til þess að hjálpa Kolbeini í undirbúningi hans. „Hann fór heim á laugardaginn síðasta, Finni sem er atvinnumaður og hefur unnið 21 bardaga, tapað þremur. Hann er örvhentur og var að æfa með mér í þrjár vikur, svo eru báðir þjálfararnir mínir örvhentir og það er mér því ekki í óhag að berjast við örvhentan boxara.“ Nokkrir bardagar í boði Kolbeinn hefur verið á miklu skriði og verður þetta fjórði bardaginn hans á innan við ári. „Ég held að ég hafi síðast náð fjórum bardögum á einu ári fyrst þegar að ég var að byrja. Það eru mörg ár síðan að ég náði svona bardögum á einu ári. Við vorum með nokkra bardaga í boði en sumir þeirra hefðu komið aðeins of snemma eða aðeins of seint. Þetta var andstæðingur sem við vorum búnir að horfa á og tímasetningin hentaði nokkuð vel. Við kýldum því bara á þetta.“ Getur enginn verið ósigraður að eilífu Kolbeinn er á sautján bardaga sigurgöngu, einn af hundrað bestu þungavigtar boxurum á heimsvísu og er líkt og andstæðingurinn á laugardaginn enn ósigraður á sínum atvinnumannaferli. Aðspurður hvort það verði meira íþyngjandi að hafa ekki tapað bardaga eftir því sem líður á ferilinn segist Kolbeinn ekki hugsa út í það. „Það getur enginn verið ósigraður að eilífu. Maður telur á einni hönd boxara sem hafa farið í gegnum ferilinn án þess að tapa. Ef það kemur þá kemur það bara en maður verður bara að halda áfram.“ Hvernig sérðu fyrir þér að bardaginn fari? „Ég sé fyrir mér að ég roti hann. Örugglega snemma.“ Box Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Sjá meira
Kolbeinn mætir Þjóðverjanum ósigraða, Mike Lehnis í hnefaleikahringnum í Nurnberg á laugardaginn kemur og undir er GBU heimsmeistaratitillinn en fyrir er Kolbeinn Baltic Union meistari. „Ég er búinn að æfa rosa vel, er í rauninni búinn að vera æfa í fjóra mánuði fyrir þetta þannig að ég er bara til í þetta,“ segir Kolbeinn. Mike Lehnis ætlar að reyna stöðva Kolbein í hnefaleikahringnum um helgina. Er þetta hættulegur andstæðingur? „Já hann er mjög sprækur, sterkur og er örvhentur sem er viss áskorun fyrir mig. Ég þurfti að aðlaga allt hjá mér miðað við þá stöðu. Fá örvhenta æfingafélaga og æfa allt öðruvísi. Það er öðruvísi að berjast við örvhenta. Ef þeir eru rétthentir er svona nokkurn veginn sama hvernig þú berst nema að þeir séu með einhvern sér stíl. Örvhentir boxarar er bara allt annað dæmi. Það er allt speglað og þú þarft að berjast við þá á vissan hátt. Við þurftum að breyta öllu, breyttum því um leið og við fengum að vita að þessi bardagi myndi fara fram.“ Öflugir örvhentir æfingafélagar hafa komið hingað til lands til þess að hjálpa Kolbeini í undirbúningi hans. „Hann fór heim á laugardaginn síðasta, Finni sem er atvinnumaður og hefur unnið 21 bardaga, tapað þremur. Hann er örvhentur og var að æfa með mér í þrjár vikur, svo eru báðir þjálfararnir mínir örvhentir og það er mér því ekki í óhag að berjast við örvhentan boxara.“ Nokkrir bardagar í boði Kolbeinn hefur verið á miklu skriði og verður þetta fjórði bardaginn hans á innan við ári. „Ég held að ég hafi síðast náð fjórum bardögum á einu ári fyrst þegar að ég var að byrja. Það eru mörg ár síðan að ég náði svona bardögum á einu ári. Við vorum með nokkra bardaga í boði en sumir þeirra hefðu komið aðeins of snemma eða aðeins of seint. Þetta var andstæðingur sem við vorum búnir að horfa á og tímasetningin hentaði nokkuð vel. Við kýldum því bara á þetta.“ Getur enginn verið ósigraður að eilífu Kolbeinn er á sautján bardaga sigurgöngu, einn af hundrað bestu þungavigtar boxurum á heimsvísu og er líkt og andstæðingurinn á laugardaginn enn ósigraður á sínum atvinnumannaferli. Aðspurður hvort það verði meira íþyngjandi að hafa ekki tapað bardaga eftir því sem líður á ferilinn segist Kolbeinn ekki hugsa út í það. „Það getur enginn verið ósigraður að eilífu. Maður telur á einni hönd boxara sem hafa farið í gegnum ferilinn án þess að tapa. Ef það kemur þá kemur það bara en maður verður bara að halda áfram.“ Hvernig sérðu fyrir þér að bardaginn fari? „Ég sé fyrir mér að ég roti hann. Örugglega snemma.“
Box Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Sjá meira