Reknir fyrir að vinna ekki nógu mikið Árni Sæberg skrifar 30. maí 2025 10:51 Flugumferðarstjórarnir virðast hafa gert eitthvað annað en að vinna einhverja tíma sem þeir skráðu á sig tíma. Vísir/Vilhelm Isavia ANS hefur sagt upp fimm flugumferðarstjórum og mun veita fimm öðrum áminningu vegna brota á reglum um skráningu á tímum um setu í vinnustöðu. Í stað þess að sitja við vinnu skráðu flugumferðarstjórar tíma á sig sem aðrir höfðu unnið. Í fréttatilkynningu frá Isavia segir að málið hafi verið tilkynnt Samgöngustofu og sé enn til rannsóknar hjá stofnuninni. Greint var frá því í vikunni að fimm flugumferðarstjórar hefðu verið sendir í leyfi vegna málsins. Í tilkynningu segir að Isavia ANS sinni flugleiðsögu á Íslandi og yfir Norður-Atlantshafi og hafi veitt þessa þjónustu um áratugaskeið. Öll frávik frá hefðbundinni starfsemi sem koma upp séu tekin alvarlega og fyrirtækið sé með ferla til að kanna þau og vinna að úrbótum. Mjög skýr lög og reglur gildi um flugleiðsögu og hæfi flugumferðarstjóra sem Samgöngustofa hafi eftirlit með. Allt miði þetta að því að tryggja öryggi flugleiðsögu og traust á henni. Aðrir unnu vinnuna sem þeir skráðu Við innri skoðun hjá Isavia ANS hafi komið í ljós að fimm flugumferðarstjórar voru með skráða tíma í vinnustöðu sem aðrir höfðu unnið. Af þessu hafi leitt að umræddir fimm flugumferðarstjórar höfðu í raun ekki uppfyllt skilyrði um lágmarkstímafjölda um setu í vinnustöðu og hafi því ekki verið með gild leyfi til að sinna flugumferðarstjórn. Isavia ANS líti á þetta sem alvarleg trúnaðarbrot í starfi og hafi gripið til viðeigandi aðgerða. Þeim fimm flugumferðarstjórum sem ekki uppfylltu kröfur um lágmarkstíma í vinnustöðu hafi verið sagt upp störfum og öðrum sem tóku þátt í brotunum með þeim verði ýmist veitt áminning eða alvarlegt tiltal eftir umfangi aðkomu þeirra að málinu. Fara í naflaskoðun Eftir ítarlega skoðun Isavia ANS á málinu sé ljóst að brotin ná eingöngu til afmarkaðs hóps flugumferðarstjóra, en hjá fyrirtækinu starfi hátt í 300 manns. Fyrirtækið muni ásamt starfsfólki horfa innávið, styrkja ferla, og koma í veg fyrir að sambærileg atvik geti endurtekið sig. Isavia Fréttir af flugi Vinnumarkaður Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Isavia segir að málið hafi verið tilkynnt Samgöngustofu og sé enn til rannsóknar hjá stofnuninni. Greint var frá því í vikunni að fimm flugumferðarstjórar hefðu verið sendir í leyfi vegna málsins. Í tilkynningu segir að Isavia ANS sinni flugleiðsögu á Íslandi og yfir Norður-Atlantshafi og hafi veitt þessa þjónustu um áratugaskeið. Öll frávik frá hefðbundinni starfsemi sem koma upp séu tekin alvarlega og fyrirtækið sé með ferla til að kanna þau og vinna að úrbótum. Mjög skýr lög og reglur gildi um flugleiðsögu og hæfi flugumferðarstjóra sem Samgöngustofa hafi eftirlit með. Allt miði þetta að því að tryggja öryggi flugleiðsögu og traust á henni. Aðrir unnu vinnuna sem þeir skráðu Við innri skoðun hjá Isavia ANS hafi komið í ljós að fimm flugumferðarstjórar voru með skráða tíma í vinnustöðu sem aðrir höfðu unnið. Af þessu hafi leitt að umræddir fimm flugumferðarstjórar höfðu í raun ekki uppfyllt skilyrði um lágmarkstímafjölda um setu í vinnustöðu og hafi því ekki verið með gild leyfi til að sinna flugumferðarstjórn. Isavia ANS líti á þetta sem alvarleg trúnaðarbrot í starfi og hafi gripið til viðeigandi aðgerða. Þeim fimm flugumferðarstjórum sem ekki uppfylltu kröfur um lágmarkstíma í vinnustöðu hafi verið sagt upp störfum og öðrum sem tóku þátt í brotunum með þeim verði ýmist veitt áminning eða alvarlegt tiltal eftir umfangi aðkomu þeirra að málinu. Fara í naflaskoðun Eftir ítarlega skoðun Isavia ANS á málinu sé ljóst að brotin ná eingöngu til afmarkaðs hóps flugumferðarstjóra, en hjá fyrirtækinu starfi hátt í 300 manns. Fyrirtækið muni ásamt starfsfólki horfa innávið, styrkja ferla, og koma í veg fyrir að sambærileg atvik geti endurtekið sig.
Isavia Fréttir af flugi Vinnumarkaður Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira