Tíundi hver með ágætiseinkunn í MR Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. maí 2025 13:49 Nýstúdentar Menntaskólans í Reykjavík voru kátir með tímamótin þegar skólanum var slitið í 179. sinn. Haraldur Guðjónsson Thors Menntaskólanum í Reykjavík var slitið í 179. sinn við hátíðlega athöfn í Háskólabíó í gær þar sem 194 stúdentar brautskráðust. Matthildur Bjarnadóttir dúxaði með einkunnina 9,65 og var tíundi hver nemandi með ágætiseinkunn. Af þeim 194 stúdentum sem voru brautskráðir komu 29 af máladeild, 40 af eðlisfræðideild og 125 af náttúrufræðideild. Hæstu einkunnir við brautskráningu hlutu Matthildur Bjarnadóttir í 6.M sem dúxaði með einkunnina 9,65 og var Líba Bragadóttir í 6.A semídúx með aðaleinkunn 9,49. Alls fengu um tíu prósent nýstúdenta ágætiseinkunn sem þykir eftirtektavert. Minning þriggja einstaklinga sem tengdust skólanum sterkum böndum og féllu frá á liðnu skólaári var heiðruð. Það voru þau Árni Indriðason, sögukennari til 44 ára, Ragnheiður Torfadóttir, fyrrum rektor og latínukennari, og Birgir Guðjónsson, stærðfræðikennari. Ákall um bót á húsnæðisvanda og málverk af Yngva rektor Sólveig Guðrún Hannesdóttir rektor lagði í ræðu sinni áherslu á að húsnæðisvanda MR yrði mætt sem fyrst og hvatti nemendur til að sýna dug, kjark og þor en vera einnig góð og blíð hvert við annað. „Þið eruð framtíðin okkar og eruð betur til þess fallin en við sem eldri erum að leysa vanda og aðlagast breyttum heimi sem blasir við ykkur, með nýjum áskorunum og tækifærum,“ sagði rektor í kveðjuorðum sínum til útskriftarnemenda. Sólveig Hannesdóttir rektor flutti ræðu á athöfninni.Haraldur Guðjónsson Thors Rektor þakkaði foreldrafélagi MR, afmælisstúdentum og Hollvinafélagi MR fyrir ómetanlegan stuðning við skólastarfið. Hollvinafélagið styrkti ritun fimmta bindis af Sögu Reykjavíkurskóla og kaup á sjónvarpsskjám í kennslustofur Gamla skóla. Þá var greint frá því að nýlega hefði málverk af Yngva Péturssyni, fyrrverandi rektor, verið afhjúpað í hátíðarsal skólans. Þar hanga málverk allra rektora skólans frá því að skólinn var settur í fyrsta sinn á núverandi stað 1846, allt til tíma Yngva. Skóla- og menntamál Tímamót Reykjavík Dúxar Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Af þeim 194 stúdentum sem voru brautskráðir komu 29 af máladeild, 40 af eðlisfræðideild og 125 af náttúrufræðideild. Hæstu einkunnir við brautskráningu hlutu Matthildur Bjarnadóttir í 6.M sem dúxaði með einkunnina 9,65 og var Líba Bragadóttir í 6.A semídúx með aðaleinkunn 9,49. Alls fengu um tíu prósent nýstúdenta ágætiseinkunn sem þykir eftirtektavert. Minning þriggja einstaklinga sem tengdust skólanum sterkum böndum og féllu frá á liðnu skólaári var heiðruð. Það voru þau Árni Indriðason, sögukennari til 44 ára, Ragnheiður Torfadóttir, fyrrum rektor og latínukennari, og Birgir Guðjónsson, stærðfræðikennari. Ákall um bót á húsnæðisvanda og málverk af Yngva rektor Sólveig Guðrún Hannesdóttir rektor lagði í ræðu sinni áherslu á að húsnæðisvanda MR yrði mætt sem fyrst og hvatti nemendur til að sýna dug, kjark og þor en vera einnig góð og blíð hvert við annað. „Þið eruð framtíðin okkar og eruð betur til þess fallin en við sem eldri erum að leysa vanda og aðlagast breyttum heimi sem blasir við ykkur, með nýjum áskorunum og tækifærum,“ sagði rektor í kveðjuorðum sínum til útskriftarnemenda. Sólveig Hannesdóttir rektor flutti ræðu á athöfninni.Haraldur Guðjónsson Thors Rektor þakkaði foreldrafélagi MR, afmælisstúdentum og Hollvinafélagi MR fyrir ómetanlegan stuðning við skólastarfið. Hollvinafélagið styrkti ritun fimmta bindis af Sögu Reykjavíkurskóla og kaup á sjónvarpsskjám í kennslustofur Gamla skóla. Þá var greint frá því að nýlega hefði málverk af Yngva Péturssyni, fyrrverandi rektor, verið afhjúpað í hátíðarsal skólans. Þar hanga málverk allra rektora skólans frá því að skólinn var settur í fyrsta sinn á núverandi stað 1846, allt til tíma Yngva.
Skóla- og menntamál Tímamót Reykjavík Dúxar Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira