Af hverju byggjum við innan gróinna hverfa? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 1. júní 2025 07:03 Verið er að byggja innan allra hverfa borgarinnar. Á árinu 2025 eru 251 íbúðir í byggingu í Vesturbæ, 538 í miðborginni, 331 í Hlíðum, 525 íbúðir í Laugardal, 272 í Háaleiti og Bústöðum, 158 í Grafarvogi, 533 á Ártúnshöfðanum, 85 í Árbænum, 14 íbúðir í Breiðholti, 159 íbúðir í Grafarholti og Úlfarsárdal og 1 íbúð á Kjalarnesi en þetta eru samtals 2867 íbúðir. Af hverju? Til að efla hverfin enn frekar og styðja við aðgengi að nærþjónustu Við viljum gera frábær hverfi enn betri, glæða almenningsrýmin enn meira lífi, stuðla að lýðfræðilegri blöndun og fjölbreytni þar sem hverfin hafa þróast þannig að meðalaldur fer hækkandi. Við viljum að verslun og þjónusta þrífist vel og styðja við lífsgæðin sem felast í aðgengi að þjónustu í nærumhverfi. Fjölgun íbúa innan eldri byggðar leiðir til þess að bakland verslunar og þjónustu eflist. Svo fleiri fái að njóta dásamlegra hverfa! Það er dýrmætt að nýjum íbúum sé veitt tækifæri til að njóta þeirra umhverfisgæða, þjónustustofnana og innviða sem eru til staðar í okkar frábæru fjölskylduvænu og grónu íbúðarhverfum. Til að mæta húsnæðiskrísunni Það vantar sárlega húsnæði í öllum hverfum og við þurfum að flýta uppbyggingu. Það hraðar uppbyggingu að byggja innan gróinna hverfa en það tekur langan tíma að gera nýjar lóðir byggingahæfar og byggja innviði, götur, skóla og lagnir. Við viljum fjölga íbúðum hratt vegna þess að fólk sem á ekki þak yfir höfuðið og vantar hentugt og öruggt húsnæði getur ekki beðið. Við eigum tilbúið hverfisskipulag í sumum hverfum sem getur líka flýtt fyrir skipulagsferlinu. Við þurfum að fara vel með fé og sýna ráðdeild Okkur er að fjölga og þjónustuþarfirnar að aukast og því skiptir miklu máli að sýna ráðdeild í rekstri borgarinnar og tryggja hagkvæma borgarþróun. Það kostar að byggja og reka nýja innviði og því mikilvægt að nýta innviðina vel. Sá kostnaður er hlutfallslega meiri þar sem eru færri íbúar á hverjum stað og þess vegna er hagkvæmara að fjölga íbúum innan gróinna hverfa þar sem innviðir eru þegar til staðar. Til að byggja á sjálfbæran hátt Við viljum fara vel með auðlindir, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og vernda líffræðilega fjölbreytni og bæta ferðavenjur til að stytta vegalengdir. Besta leiðin til þess er að byggja innan gróinna hverfa. Það skiptir máli að tryggja gæðin Að sjálfsögðu er ekki sama hvernig við byggjum innan hverfanna. Við verðum að tryggja gæðin, passa upp á birtuna og hljóðmengunina og tengsl fólks við náttúruna. Við getum bæði byggt innan hverfa og tryggt gæðin og víða hefur það gengið stórvel þó ég viti að það séu dæmi um verkefni sem hafi ekki heppnast nægilega vel og við erum að læra af því. Ég fagna mjög aukinni umræðu um gæði í uppbyggingu og það er mér hjartans mál að tryggja þau. Með borgarhönnunarstefnu ætlum við að setja skýrari ramma í kringum þetta og með umfangsmiklum skipulagsbreytingum sem eru nýlega samþykktar erum við að setja upp verkfærin til að innleiða okkar sýn um gæði í uppbyggingu á markvissan hátt. Með því að vanda okkur getur húsnæðisöryggi og gæði gengið hönd í hönd Áfram höldum við vinnunni. Bæði til að mæta þeirri brýnu þörf sem nú er fyrir fjölgun íbúða fyrir einstaklinga og fjölskyldur, en það er lykilatriði í því að stemma stigu við miklum hækkunum á húsnæðis- og leigumarkaði. En um leið með því að eiga gott samráð við íbúa, vinna verkefnin í sem mestri sátt við nærsamfélagið og tryggja gæðin svo öllum geti liðið sem allra best í borginni okkar. Höfundur er borgarfulltrúi og oddviti Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Píratar Mest lesið Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Verið er að byggja innan allra hverfa borgarinnar. Á árinu 2025 eru 251 íbúðir í byggingu í Vesturbæ, 538 í miðborginni, 331 í Hlíðum, 525 íbúðir í Laugardal, 272 í Háaleiti og Bústöðum, 158 í Grafarvogi, 533 á Ártúnshöfðanum, 85 í Árbænum, 14 íbúðir í Breiðholti, 159 íbúðir í Grafarholti og Úlfarsárdal og 1 íbúð á Kjalarnesi en þetta eru samtals 2867 íbúðir. Af hverju? Til að efla hverfin enn frekar og styðja við aðgengi að nærþjónustu Við viljum gera frábær hverfi enn betri, glæða almenningsrýmin enn meira lífi, stuðla að lýðfræðilegri blöndun og fjölbreytni þar sem hverfin hafa þróast þannig að meðalaldur fer hækkandi. Við viljum að verslun og þjónusta þrífist vel og styðja við lífsgæðin sem felast í aðgengi að þjónustu í nærumhverfi. Fjölgun íbúa innan eldri byggðar leiðir til þess að bakland verslunar og þjónustu eflist. Svo fleiri fái að njóta dásamlegra hverfa! Það er dýrmætt að nýjum íbúum sé veitt tækifæri til að njóta þeirra umhverfisgæða, þjónustustofnana og innviða sem eru til staðar í okkar frábæru fjölskylduvænu og grónu íbúðarhverfum. Til að mæta húsnæðiskrísunni Það vantar sárlega húsnæði í öllum hverfum og við þurfum að flýta uppbyggingu. Það hraðar uppbyggingu að byggja innan gróinna hverfa en það tekur langan tíma að gera nýjar lóðir byggingahæfar og byggja innviði, götur, skóla og lagnir. Við viljum fjölga íbúðum hratt vegna þess að fólk sem á ekki þak yfir höfuðið og vantar hentugt og öruggt húsnæði getur ekki beðið. Við eigum tilbúið hverfisskipulag í sumum hverfum sem getur líka flýtt fyrir skipulagsferlinu. Við þurfum að fara vel með fé og sýna ráðdeild Okkur er að fjölga og þjónustuþarfirnar að aukast og því skiptir miklu máli að sýna ráðdeild í rekstri borgarinnar og tryggja hagkvæma borgarþróun. Það kostar að byggja og reka nýja innviði og því mikilvægt að nýta innviðina vel. Sá kostnaður er hlutfallslega meiri þar sem eru færri íbúar á hverjum stað og þess vegna er hagkvæmara að fjölga íbúum innan gróinna hverfa þar sem innviðir eru þegar til staðar. Til að byggja á sjálfbæran hátt Við viljum fara vel með auðlindir, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og vernda líffræðilega fjölbreytni og bæta ferðavenjur til að stytta vegalengdir. Besta leiðin til þess er að byggja innan gróinna hverfa. Það skiptir máli að tryggja gæðin Að sjálfsögðu er ekki sama hvernig við byggjum innan hverfanna. Við verðum að tryggja gæðin, passa upp á birtuna og hljóðmengunina og tengsl fólks við náttúruna. Við getum bæði byggt innan hverfa og tryggt gæðin og víða hefur það gengið stórvel þó ég viti að það séu dæmi um verkefni sem hafi ekki heppnast nægilega vel og við erum að læra af því. Ég fagna mjög aukinni umræðu um gæði í uppbyggingu og það er mér hjartans mál að tryggja þau. Með borgarhönnunarstefnu ætlum við að setja skýrari ramma í kringum þetta og með umfangsmiklum skipulagsbreytingum sem eru nýlega samþykktar erum við að setja upp verkfærin til að innleiða okkar sýn um gæði í uppbyggingu á markvissan hátt. Með því að vanda okkur getur húsnæðisöryggi og gæði gengið hönd í hönd Áfram höldum við vinnunni. Bæði til að mæta þeirri brýnu þörf sem nú er fyrir fjölgun íbúða fyrir einstaklinga og fjölskyldur, en það er lykilatriði í því að stemma stigu við miklum hækkunum á húsnæðis- og leigumarkaði. En um leið með því að eiga gott samráð við íbúa, vinna verkefnin í sem mestri sátt við nærsamfélagið og tryggja gæðin svo öllum geti liðið sem allra best í borginni okkar. Höfundur er borgarfulltrúi og oddviti Pírata.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun