Fjárfestavernd sem gengur of langt? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar 4. júní 2025 08:31 Þann 1. janúar 2023 varð skylda fyrir sjóði að gera lykilupplýsingaskjöl (e. Key information document, skammtafað KID) í samræmi við PRIIPS reglugerð Evrópusambandsins fyrir almenna fjárfesta. Þessi reglugerð á að auka vernd fyrir almenna fjárfesta og auðvelda þeim að bera saman mismunandi sjóði. Eftir breytinguna geta almennir fjárfestar t.d. ekki lengur fjárfest í kauphallarsjóðum (ETFs) skráðum í Bandaríkjunum sem margir nýttu sér t.d. í gegnum Saxo Bank. Samkvæmt KID þurfa sjóðir að sýna hver niðurstaðan yrði samkvæmt fjórum sviðsmyndum sem almennt eru byggðar á tölum úr fortíð. Slík framsetning er vandkvæðum bundin fyrir bandaríska sjóði vegna reglna þarlendis. Ávöxtun í fortíð er ekki vísbending um ávöxtun í framtíð og því takmarkað gagn af þessum sviðsmyndum. Þessar kröfur í regluverkinu eru því miður vanhugsaðar. Krafan um íslensku Almennir fjárfestar geta fjárfest í kauphallarsjóðum sem birta KID skjal í samræmi við Evrópureglurnar og fylgja t.d. S&P500 vísitölunni. Mörg bandarísk sjóðastýringafyrirtæki eru með dótturfélög í Evrópu og falla undir Evrópureglurnar og geta þá sýnt þessar fjórar sviðsmyndir. Þau og evrópsku sjóðastýringafyrirtækin gera því mörg hver slíkt KID skjal fyrir almenna fjárfesta. Hins vegar kveða reglurnar á um að KID skjalið skuli vera á því tungumáli sem viðurkennt er í hverju landi fyrir sig. Erlendir kauphallarsjóðir hafa ekki gefið út KID skjöl á íslensku og því eru þeir nú lokaðir almennum fjárfestum á Íslandi. Ísland hefur ekki viðurkennt ensku sem tungumál í þessu samhengi en heimild er fyrir slíku í regluverkinu og hafa einhver lönd í Evrópu nýtt sér það. Flestir Íslendingar eru fullfærir um að skilja ensku nægilega vel til að geta kynnt sér upplýsingaefni um sjóði með fullnægjandi hætti á því tungumáli. Aðgengi að þessum sjóðum yrði hagfellt fyrir almenna fjárfesta og með því að viðurkenna ensku gætu stjórnvöld aukið aðgengi að þeim fyrir almenna fjárfesta á Íslandi. Til að setja hlutina í samhengi má geta þess að Alvotech birtir t.d. ekki ársreikning á íslensku en almennir fjárfestar mega kaupa hlutabréf í því fyrirtæki en geta í nafni verndar ekki keypt í S&P500 kauphallarsjóði sem er dreifður á um 500 fyrirtæki. Það að vernda almenna fjárfesta er í sjálfu sér rökrétt en útfærslan og afleiðingarnar af því skipta máli. Almennir fjárfestar geta óskað eftir því að flokkun þeirra sé breytt í fagfjárfesti ef þeir uppfylla ákveðin skilyrði en við það missa almennir fjárfestar ákveðna vernd. Þá gætu þeir fjárfest í Kauphallarsjóðum sem birta ekki KID en vegna skilyrða sem þarf að uppfylla er þessi leið torfær fyrir marga almenna fjárfesta. Höfundur er fjármálaráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldvin Ingi Sigurðsson Fjármál heimilisins Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 1. janúar 2023 varð skylda fyrir sjóði að gera lykilupplýsingaskjöl (e. Key information document, skammtafað KID) í samræmi við PRIIPS reglugerð Evrópusambandsins fyrir almenna fjárfesta. Þessi reglugerð á að auka vernd fyrir almenna fjárfesta og auðvelda þeim að bera saman mismunandi sjóði. Eftir breytinguna geta almennir fjárfestar t.d. ekki lengur fjárfest í kauphallarsjóðum (ETFs) skráðum í Bandaríkjunum sem margir nýttu sér t.d. í gegnum Saxo Bank. Samkvæmt KID þurfa sjóðir að sýna hver niðurstaðan yrði samkvæmt fjórum sviðsmyndum sem almennt eru byggðar á tölum úr fortíð. Slík framsetning er vandkvæðum bundin fyrir bandaríska sjóði vegna reglna þarlendis. Ávöxtun í fortíð er ekki vísbending um ávöxtun í framtíð og því takmarkað gagn af þessum sviðsmyndum. Þessar kröfur í regluverkinu eru því miður vanhugsaðar. Krafan um íslensku Almennir fjárfestar geta fjárfest í kauphallarsjóðum sem birta KID skjal í samræmi við Evrópureglurnar og fylgja t.d. S&P500 vísitölunni. Mörg bandarísk sjóðastýringafyrirtæki eru með dótturfélög í Evrópu og falla undir Evrópureglurnar og geta þá sýnt þessar fjórar sviðsmyndir. Þau og evrópsku sjóðastýringafyrirtækin gera því mörg hver slíkt KID skjal fyrir almenna fjárfesta. Hins vegar kveða reglurnar á um að KID skjalið skuli vera á því tungumáli sem viðurkennt er í hverju landi fyrir sig. Erlendir kauphallarsjóðir hafa ekki gefið út KID skjöl á íslensku og því eru þeir nú lokaðir almennum fjárfestum á Íslandi. Ísland hefur ekki viðurkennt ensku sem tungumál í þessu samhengi en heimild er fyrir slíku í regluverkinu og hafa einhver lönd í Evrópu nýtt sér það. Flestir Íslendingar eru fullfærir um að skilja ensku nægilega vel til að geta kynnt sér upplýsingaefni um sjóði með fullnægjandi hætti á því tungumáli. Aðgengi að þessum sjóðum yrði hagfellt fyrir almenna fjárfesta og með því að viðurkenna ensku gætu stjórnvöld aukið aðgengi að þeim fyrir almenna fjárfesta á Íslandi. Til að setja hlutina í samhengi má geta þess að Alvotech birtir t.d. ekki ársreikning á íslensku en almennir fjárfestar mega kaupa hlutabréf í því fyrirtæki en geta í nafni verndar ekki keypt í S&P500 kauphallarsjóði sem er dreifður á um 500 fyrirtæki. Það að vernda almenna fjárfesta er í sjálfu sér rökrétt en útfærslan og afleiðingarnar af því skipta máli. Almennir fjárfestar geta óskað eftir því að flokkun þeirra sé breytt í fagfjárfesti ef þeir uppfylla ákveðin skilyrði en við það missa almennir fjárfestar ákveðna vernd. Þá gætu þeir fjárfest í Kauphallarsjóðum sem birta ekki KID en vegna skilyrða sem þarf að uppfylla er þessi leið torfær fyrir marga almenna fjárfesta. Höfundur er fjármálaráðgjafi.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun