Horft til tillagna um að minni fyrirtæki verði undanskyld jafnlaunavottun Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. júní 2025 12:04 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra boðaði breytingarnar í maí. Vísir/Anton Brink Litið verður til hagræðingatillagna starfshóps forsætisráðherra um að létt verði á jafnlaunavottun og að stærðarmörk fyrirtækja til jafnlaunavottunar verði hækkuð í fyrirhuguðu frumvarpi dómsmálaráðherra til breytinga á lögum jafnlaunakerfi fyrirtækja og stofnana. Greint var frá því í síðasta mánuði að til standi að leggja fram frumvarp um að vinda ofan af jafnlaunavottun á Íslandi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra sagði frá áformunum eftir að Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi núverandi fyrirkomulag harðlega. Diljá hefur lengi gagnrýnt jafnlaunavottun og sagt gögn sanna að enginn munur sé á kynbundnum launamun með eða án hennar. Sjá einnig: Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Áform dómsmálaráðuneytisins um frumvarpið voru birt í samráðsgátt stjórnvalda á mánudag. Þar kemur fram að um ræði frumvörp til lagabreytinga á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og lögum um stjórnsýslu jafnréttismála. Skilvirkni og sparnaður Átta ár eru frá því að lög um jafnlaunavottun tóku gildi. Árið 2020 var jafnréttislögum breytt á þann hátt að minnstu fyrirtækin á hinum almenna markaði var gefinn kostur á að velja milli þess að fá jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu, sem er kostnaðarminni í framkvæmd. „Nú þegar nokkur ár eru liðin frá því að framangreind lög tóku gildi er ástæða til að endurskoða lög og reglur um jafnlaunakerfi fyrirtækja og stofnana með tilliti til reynslu af kerfinu og ábendinga sem fram hafa komið um framkvæmd þess. Einnig verður horft til tillagna starfshóps forsætisráðherra um hagræðingu í ríkisrekstri sem skilað var til ríkisstjórnar 4. mars um að létt verði á jafnlaunavottun og stærðarmörk hækkuð,“ segir í áformunum. Fram kemur að breytingar verði gerðar til að gera jafnlaunakerfið skilvirkara og draga úr kostnaði við framkvæmd þess. Nánari útfærsla á breytingunum liggi ekki fyrir. Úttekt á þriggja ára fresti Tillögur starfshópsins fela meðala annars í sér að fyrirtæki undir fimmtíu stöðugildum þurfi ekki að fá jafnlaunastaðfestingu, og að fyrirtæki og stofnanir með færri en 100 stöðugildi þurfi ekki að fá jafnlaunavottun. Einnig er lagt til að ytri úttekt vegna jafnlaunavottunar verði ekki árleg krafa heldur á þriggja ára fresti, en í áformum um frumvarpið er ekki minnst á þá tillögu. Áætlað hagræði fyrir hið opinbera samkvæmt starfshópnum er 1,5 milljarður króna á tímabilinu en stærsti hluti hagræðisins komi fram hjá atvinnulífinu. Jafnréttismál Kjaramál Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Jafnlaunavottun sé orðin að bissness Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hyggst leggja til breytingar á lögum um jafnlaunavottun þannig að hún verði valkvæð en ekki skylda líkt og í dag. Hún segir engan marktækan mun á kynbundnum launamun fyrirtækja með vottunina og þeirra sem séu án hennar. 28. febrúar 2024 08:45 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Greint var frá því í síðasta mánuði að til standi að leggja fram frumvarp um að vinda ofan af jafnlaunavottun á Íslandi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra sagði frá áformunum eftir að Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi núverandi fyrirkomulag harðlega. Diljá hefur lengi gagnrýnt jafnlaunavottun og sagt gögn sanna að enginn munur sé á kynbundnum launamun með eða án hennar. Sjá einnig: Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Áform dómsmálaráðuneytisins um frumvarpið voru birt í samráðsgátt stjórnvalda á mánudag. Þar kemur fram að um ræði frumvörp til lagabreytinga á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og lögum um stjórnsýslu jafnréttismála. Skilvirkni og sparnaður Átta ár eru frá því að lög um jafnlaunavottun tóku gildi. Árið 2020 var jafnréttislögum breytt á þann hátt að minnstu fyrirtækin á hinum almenna markaði var gefinn kostur á að velja milli þess að fá jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu, sem er kostnaðarminni í framkvæmd. „Nú þegar nokkur ár eru liðin frá því að framangreind lög tóku gildi er ástæða til að endurskoða lög og reglur um jafnlaunakerfi fyrirtækja og stofnana með tilliti til reynslu af kerfinu og ábendinga sem fram hafa komið um framkvæmd þess. Einnig verður horft til tillagna starfshóps forsætisráðherra um hagræðingu í ríkisrekstri sem skilað var til ríkisstjórnar 4. mars um að létt verði á jafnlaunavottun og stærðarmörk hækkuð,“ segir í áformunum. Fram kemur að breytingar verði gerðar til að gera jafnlaunakerfið skilvirkara og draga úr kostnaði við framkvæmd þess. Nánari útfærsla á breytingunum liggi ekki fyrir. Úttekt á þriggja ára fresti Tillögur starfshópsins fela meðala annars í sér að fyrirtæki undir fimmtíu stöðugildum þurfi ekki að fá jafnlaunastaðfestingu, og að fyrirtæki og stofnanir með færri en 100 stöðugildi þurfi ekki að fá jafnlaunavottun. Einnig er lagt til að ytri úttekt vegna jafnlaunavottunar verði ekki árleg krafa heldur á þriggja ára fresti, en í áformum um frumvarpið er ekki minnst á þá tillögu. Áætlað hagræði fyrir hið opinbera samkvæmt starfshópnum er 1,5 milljarður króna á tímabilinu en stærsti hluti hagræðisins komi fram hjá atvinnulífinu.
Jafnréttismál Kjaramál Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Jafnlaunavottun sé orðin að bissness Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hyggst leggja til breytingar á lögum um jafnlaunavottun þannig að hún verði valkvæð en ekki skylda líkt og í dag. Hún segir engan marktækan mun á kynbundnum launamun fyrirtækja með vottunina og þeirra sem séu án hennar. 28. febrúar 2024 08:45 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Jafnlaunavottun sé orðin að bissness Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hyggst leggja til breytingar á lögum um jafnlaunavottun þannig að hún verði valkvæð en ekki skylda líkt og í dag. Hún segir engan marktækan mun á kynbundnum launamun fyrirtækja með vottunina og þeirra sem séu án hennar. 28. febrúar 2024 08:45