Bílastæðið rifið upp með rótum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. júní 2025 13:53 Verið er að fjarlægja 256 bílastæði þar sem þorpið á að rísa. Í bakgrunni má sjá glænýttt gervigras landsliðsvallarins. Vísir/Anton Brink Á bílastæðinu við Laugardalsvöll er nú unnið að því að rífa upp malbik svo hægt sé að leggja grunn að nýju skólaþorpi. Áætlað er að tíu kennslustofur fyrir börn í Laugarnesskóla verði reiðubúnar til notkunar í haust. Á síðu Reykjavíkurborgar um framkvæmdirnar segir að skólaþorpið muni rísa í áföngum. Áætlað sé að fyrstu fjórar kennslustofur verði tilbúnar til úttekta og afhendingar í september eða október og næstu sex í október eða nóvember. Seinni áfangi framkvæmdanna geri ráð fyrir sex kennslustofum til viðbótar og 900 fermetra einingahús og sé áætlaður vorið 2026. Skólabyggingarnar verða að hámarki fimm metra háar og syðri innkeyrslu af Reykjavegi inn á bílastæðasvæði Laugardalsvallar verður lokað með framkvæmdunum. Þá verður göngustígur inn í Laugardal lítillega færður. Gert er ráð fyrir að gróðursvæði og stígakerfi muni umlykja svæðið á allar hliðar, en að einnig verði heimilt að afmarka leiksvæði með girðingu. Skólaþorpið er hugsað sem tímabundin lausn vegna fyrirhugaðra framkvæmda á grunnskólum í Laugardal. Fyrst verður ráðist í framkvæmdir á Laugarnesskóla og síðar Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Svona kemur skólaþorpið til með að líta út úr lofti. Reykjavíkurborg Í tillögu um breytingar á deiliskipulagi segir að óljóst sé hversu lengi skólaþorpið verði starfandi. Í tillögunni segir þó að líklegt sé að skólaþorpið muni verða starfrækt í „allmörg ár“, eða fimm til fimmtán ár. Fyrirhugað er að skólinn sinni allt að 450 grunnskólakrökkum, frá 1. til 10. bekk. Anton Brink, ljósmyndari Vísis, kom við á svæðinu og myndaði bílastæðið, sem bráðum verður að skólaþorpi. Vísir/Anton Brink Vísir/Anton Brink Verktakar hafa verk að vinna ef hér eiga að vera kennslustofur eftir örfáa mánuði. Vísir/Anton Brink Búið er að girða svæðið af.Vísir/Anton Brink Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Grunnskólar Skóla- og menntamál Bílastæði Laugardalsvöllur Tengdar fréttir „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar segir gagnrýni KSÍ varðandi áform um nýtt skólaþorp steinsnar frá Laugardalsvelli skiljanlega. Ekkert annað hafi þó verið í stöðunni enda neyðarástand í skólamálum. 12. maí 2025 11:43 Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Formaður KSÍ segir fyrirhugaða framkvæmd Reykjavíkurborgar að nýju skólaþorpi við Laugardalshöll vera vanhugsaða og illa skipulagða. Það blasi illa við sambandinu að troða eigi áformunum í gegnum kerfið. 9. maí 2025 23:32 Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Syðri innkeyrslu af Reykjavegi inn á bílastæðasvæði Laugardalsvallar verður lokað, göngustígur inn í Laugardal lítillega færður og hæð skólabygginganna verður að hámarki fimm metrar. Þetta er meðal þess sem segir í gögnum um uppbyggingu á tímabundnu skólaþorpi við suðurenda bílastæðasvæðisins. 8. maí 2025 21:07 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Á síðu Reykjavíkurborgar um framkvæmdirnar segir að skólaþorpið muni rísa í áföngum. Áætlað sé að fyrstu fjórar kennslustofur verði tilbúnar til úttekta og afhendingar í september eða október og næstu sex í október eða nóvember. Seinni áfangi framkvæmdanna geri ráð fyrir sex kennslustofum til viðbótar og 900 fermetra einingahús og sé áætlaður vorið 2026. Skólabyggingarnar verða að hámarki fimm metra háar og syðri innkeyrslu af Reykjavegi inn á bílastæðasvæði Laugardalsvallar verður lokað með framkvæmdunum. Þá verður göngustígur inn í Laugardal lítillega færður. Gert er ráð fyrir að gróðursvæði og stígakerfi muni umlykja svæðið á allar hliðar, en að einnig verði heimilt að afmarka leiksvæði með girðingu. Skólaþorpið er hugsað sem tímabundin lausn vegna fyrirhugaðra framkvæmda á grunnskólum í Laugardal. Fyrst verður ráðist í framkvæmdir á Laugarnesskóla og síðar Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Svona kemur skólaþorpið til með að líta út úr lofti. Reykjavíkurborg Í tillögu um breytingar á deiliskipulagi segir að óljóst sé hversu lengi skólaþorpið verði starfandi. Í tillögunni segir þó að líklegt sé að skólaþorpið muni verða starfrækt í „allmörg ár“, eða fimm til fimmtán ár. Fyrirhugað er að skólinn sinni allt að 450 grunnskólakrökkum, frá 1. til 10. bekk. Anton Brink, ljósmyndari Vísis, kom við á svæðinu og myndaði bílastæðið, sem bráðum verður að skólaþorpi. Vísir/Anton Brink Vísir/Anton Brink Verktakar hafa verk að vinna ef hér eiga að vera kennslustofur eftir örfáa mánuði. Vísir/Anton Brink Búið er að girða svæðið af.Vísir/Anton Brink
Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Grunnskólar Skóla- og menntamál Bílastæði Laugardalsvöllur Tengdar fréttir „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar segir gagnrýni KSÍ varðandi áform um nýtt skólaþorp steinsnar frá Laugardalsvelli skiljanlega. Ekkert annað hafi þó verið í stöðunni enda neyðarástand í skólamálum. 12. maí 2025 11:43 Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Formaður KSÍ segir fyrirhugaða framkvæmd Reykjavíkurborgar að nýju skólaþorpi við Laugardalshöll vera vanhugsaða og illa skipulagða. Það blasi illa við sambandinu að troða eigi áformunum í gegnum kerfið. 9. maí 2025 23:32 Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Syðri innkeyrslu af Reykjavegi inn á bílastæðasvæði Laugardalsvallar verður lokað, göngustígur inn í Laugardal lítillega færður og hæð skólabygginganna verður að hámarki fimm metrar. Þetta er meðal þess sem segir í gögnum um uppbyggingu á tímabundnu skólaþorpi við suðurenda bílastæðasvæðisins. 8. maí 2025 21:07 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
„Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar segir gagnrýni KSÍ varðandi áform um nýtt skólaþorp steinsnar frá Laugardalsvelli skiljanlega. Ekkert annað hafi þó verið í stöðunni enda neyðarástand í skólamálum. 12. maí 2025 11:43
Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Formaður KSÍ segir fyrirhugaða framkvæmd Reykjavíkurborgar að nýju skólaþorpi við Laugardalshöll vera vanhugsaða og illa skipulagða. Það blasi illa við sambandinu að troða eigi áformunum í gegnum kerfið. 9. maí 2025 23:32
Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Syðri innkeyrslu af Reykjavegi inn á bílastæðasvæði Laugardalsvallar verður lokað, göngustígur inn í Laugardal lítillega færður og hæð skólabygginganna verður að hámarki fimm metrar. Þetta er meðal þess sem segir í gögnum um uppbyggingu á tímabundnu skólaþorpi við suðurenda bílastæðasvæðisins. 8. maí 2025 21:07
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent