Grafalvarlegt ástand í LA: „Þetta eru einhverjar fasískar leikaðferðir“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 8. júní 2025 19:32 Bandaríkjaforseti hefur kallað út þjóðvarðarliðið. AP Grafalvarlegt ástand ríkir nú í Los Angeles þar sem þjóðvarðliðum, herþyrlum og táragasi er beitt gegn borgurum. Þetta segir íslensk kona búsett í borginni. Í gangi sé atlaga Trump-stjórnarinnar gegn innflytjendum og tilraunir til að bæla niður mótmæli bæði ólöglega og í anda fasisma. Mótmælt hefur verið í Los Angeles og nærliggjandi bæjum og hverfum síðan á föstudag gegn áhlaupum og handtökum útsendara Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna, ICE. Það kastaðist í kekki á milli fulltrúa valdstjórnarinnar og mótmælenda en Trump brást ókvæða við með því að senda þjóðvarðliða sem mættu til borgarinnar í dag. Dröfn Ösp Snorradóttir-Rozas er búsett í Los Angeles og hefur ekki farið varhluta af því sem er um að vera í borginni. „Við finnum fyrir þessu í nærumhverfi okkar. Við erum í svona nágrannatextaþræði og við erum alla vikuna, og allan mánuðinn að vera senda skilaboð á milli, ICE-liðar eru hérna, ICE-liðar eru þarna, ICE-liðar eru við skólann. Við erum öll að passa upp á hvort annað,“ segir Dröfn Ösp. „Þó að innflytjendamál séu erfiður málaflokkur og þurfi að tækla á mismunandi máti þá er bara verið að taka fólk af götunni án dóms og laga. Engar handtökuskipanir og þessir menn labba hérna um eins og einhverjar rolur með grímur.“ Sjálf hefur hún búið í borginni í sextán ár, og segist aldrei hafa upplifað neitt þessu líkt. „Auðvitað er ég hrædd fyrir fjölskyldu og vini mína sem eru ekki hvítir og ljóshærðir eins og ég. Auðvitað er meira en helmingurinn af borginni þannig. Þetta er alveg hræðilegt. Núna í dag höfum við séð myndbönd og fréttir af því að það er herþyrla niðri í miðbæ Los Angeles að afferma táragas og vopn til þess að undirbúa sig fyrir mótmæli sem eru klukkan tvö í dag,“ segir hún. Hún ítrekar einnig að Trump hafi ekki einu sinni heimild til að beita þjóðvarðliðinu, það heyri undir ríkisstjóra Kaliforníu. „Þetta er náttúrlega bara mjög skelfilegt, að sjá skriðdreka niðri í borg, í vestrænni borg þar sem lýðræðið á að vera. Það er alltaf verið að berja sér á bringu og vera svo stoltu af lýðræðinu en það get ég sagt þér, ef við tölum á mannamáli, að þetta eru bara einhverjar fasískar leikaðferðir sem að ég get ekki séð að hafi góðan endi,“ segir Dröfn. Bandaríkin Íslendingar erlendis Donald Trump Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Fleiri fréttir „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Sjá meira
Mótmælt hefur verið í Los Angeles og nærliggjandi bæjum og hverfum síðan á föstudag gegn áhlaupum og handtökum útsendara Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna, ICE. Það kastaðist í kekki á milli fulltrúa valdstjórnarinnar og mótmælenda en Trump brást ókvæða við með því að senda þjóðvarðliða sem mættu til borgarinnar í dag. Dröfn Ösp Snorradóttir-Rozas er búsett í Los Angeles og hefur ekki farið varhluta af því sem er um að vera í borginni. „Við finnum fyrir þessu í nærumhverfi okkar. Við erum í svona nágrannatextaþræði og við erum alla vikuna, og allan mánuðinn að vera senda skilaboð á milli, ICE-liðar eru hérna, ICE-liðar eru þarna, ICE-liðar eru við skólann. Við erum öll að passa upp á hvort annað,“ segir Dröfn Ösp. „Þó að innflytjendamál séu erfiður málaflokkur og þurfi að tækla á mismunandi máti þá er bara verið að taka fólk af götunni án dóms og laga. Engar handtökuskipanir og þessir menn labba hérna um eins og einhverjar rolur með grímur.“ Sjálf hefur hún búið í borginni í sextán ár, og segist aldrei hafa upplifað neitt þessu líkt. „Auðvitað er ég hrædd fyrir fjölskyldu og vini mína sem eru ekki hvítir og ljóshærðir eins og ég. Auðvitað er meira en helmingurinn af borginni þannig. Þetta er alveg hræðilegt. Núna í dag höfum við séð myndbönd og fréttir af því að það er herþyrla niðri í miðbæ Los Angeles að afferma táragas og vopn til þess að undirbúa sig fyrir mótmæli sem eru klukkan tvö í dag,“ segir hún. Hún ítrekar einnig að Trump hafi ekki einu sinni heimild til að beita þjóðvarðliðinu, það heyri undir ríkisstjóra Kaliforníu. „Þetta er náttúrlega bara mjög skelfilegt, að sjá skriðdreka niðri í borg, í vestrænni borg þar sem lýðræðið á að vera. Það er alltaf verið að berja sér á bringu og vera svo stoltu af lýðræðinu en það get ég sagt þér, ef við tölum á mannamáli, að þetta eru bara einhverjar fasískar leikaðferðir sem að ég get ekki séð að hafi góðan endi,“ segir Dröfn.
Bandaríkin Íslendingar erlendis Donald Trump Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Fleiri fréttir „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Sjá meira