Hefur ekki náð sér á strik síðan Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 10. júní 2025 07:31 Forysta Sjálfstæðisflokksins ákvað í janúar 2011 ásamt miklum meirihluta þingflokks hans að styðja frumvarp þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna vegna samnings við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi í Icesave-deilunni. Tugir þúsunda skoruðu á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta lýðveldisins, í undirskriftasöfnun að vísa málinu í þjóðaratkvæði sem hann gerði og var samningunum í kjölfarið hafnað með um 60% atkvæða í apríl sama ár. Miðað við skoðanakannanir voru flestir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins andvígir samningnum, sem fól eins og fyrri samningar í sér að Ísland bæri ábyrgð á skuldbindingum Landsbanka Íslands vegna innistæðna í Icesave-netbankanum, og voru þeir stór hluti þeirra sem höfnuðu honum í þjóðaratkvæðinu. Með dómi EFTA-dómstólsins í lok janúar 2013 var endanlega staðfest að ábyrgðin væri ekki Íslands og í kjölfarið hrundi fylgi Sjálfstæðisflokksins. Fram að því hafði Sjálfstæðisflokkurinn verið að mælast með í kringum 38% fylgi í könnunum nánast allt kjörtímabilið. Fór fylgið fyrst og fremst yfir á Framsóknarflokkinn, sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, núverandi formaður Miðflokksins, veitti þá forystu, og hafði beitt sér gegn öllum Icesave-samningunum. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki náð sér á strik síðan. Forysta flokksins ákvað enda að fara gegn flestum stuðningsmönnum hans í málinu. Við stöndum mögulega frammi fyrir hliðstæðum aðstæðum vegna frumvarps núverandi ríkisstjórnar um bókun 35 við EES-samninginn sem hafa mun í för með sér, verði það samþykkt, að innleitt regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum samninginn muni ganga framar almennum lögum sem eru íslenzk að uppruna eingöngu vegna þess að það kemur frá sambandinu. Forysta Sjálfstæðisflokksins virðist ætla að styðja málið í andstöðu við flesta kjósendur hans. Til dæmis vann Prósent skoðanakönnun síðasta haust fyrir Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, um afstöðu landsmanna til frumvarps um bókun 35 eins og þess sem nú liggur fyrir en samkvæmt niðurstöðum hennar reyndist mikill meirihluti stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, af þeim sem tóku afstöðu með eða á móti, andvígir slíku frumvarpi eða 72%. Sama átti við um stuðningsmenn Miðflokksins, Framsóknarflokksins og Flokks fólksins. Vert er að hafa í huga að bókun 35 er miklu stærra mál en Icesave-málið. Þó Icesave-málið hafi varðað mikla fjárhagslega hagsmuni snerist það eingöngu um eina tilskipun frá Evrópusambandinu, um innistæðutryggingar. Verði frumvarpið um bókunina samþykkt mun það gera allt regluverk frá sambandinu sem innleitt hefur verið í gegnum EES-samninginn og mun verða innleitt í framtíðinni æðra innlendri löggjöf. Þar á meðal um innistæðutryggingar. Haft var eftir Guðmundi Ara Sigurjónssyni, þingflokksformanni Samfylkingarinnar, á mbl.is um helgina að svo virtist sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði í hyggju að styðja frumvarp ríkisstjórnarinnar ásamt stjórnarflokkunum. Með öðrum orðum að rétta stjórninni hjálparhönd í máli sem ljóst er að mikil andstaða er við í röðum stuðningsmenn flokksins líkt og raunin var í janúar 2011. Það verður að teljast nokkuð sérkennileg leið til þess að stækka flokkinn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Evrópusambandið Bókun 35 Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Forysta Sjálfstæðisflokksins ákvað í janúar 2011 ásamt miklum meirihluta þingflokks hans að styðja frumvarp þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna vegna samnings við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi í Icesave-deilunni. Tugir þúsunda skoruðu á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta lýðveldisins, í undirskriftasöfnun að vísa málinu í þjóðaratkvæði sem hann gerði og var samningunum í kjölfarið hafnað með um 60% atkvæða í apríl sama ár. Miðað við skoðanakannanir voru flestir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins andvígir samningnum, sem fól eins og fyrri samningar í sér að Ísland bæri ábyrgð á skuldbindingum Landsbanka Íslands vegna innistæðna í Icesave-netbankanum, og voru þeir stór hluti þeirra sem höfnuðu honum í þjóðaratkvæðinu. Með dómi EFTA-dómstólsins í lok janúar 2013 var endanlega staðfest að ábyrgðin væri ekki Íslands og í kjölfarið hrundi fylgi Sjálfstæðisflokksins. Fram að því hafði Sjálfstæðisflokkurinn verið að mælast með í kringum 38% fylgi í könnunum nánast allt kjörtímabilið. Fór fylgið fyrst og fremst yfir á Framsóknarflokkinn, sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, núverandi formaður Miðflokksins, veitti þá forystu, og hafði beitt sér gegn öllum Icesave-samningunum. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki náð sér á strik síðan. Forysta flokksins ákvað enda að fara gegn flestum stuðningsmönnum hans í málinu. Við stöndum mögulega frammi fyrir hliðstæðum aðstæðum vegna frumvarps núverandi ríkisstjórnar um bókun 35 við EES-samninginn sem hafa mun í för með sér, verði það samþykkt, að innleitt regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum samninginn muni ganga framar almennum lögum sem eru íslenzk að uppruna eingöngu vegna þess að það kemur frá sambandinu. Forysta Sjálfstæðisflokksins virðist ætla að styðja málið í andstöðu við flesta kjósendur hans. Til dæmis vann Prósent skoðanakönnun síðasta haust fyrir Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, um afstöðu landsmanna til frumvarps um bókun 35 eins og þess sem nú liggur fyrir en samkvæmt niðurstöðum hennar reyndist mikill meirihluti stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, af þeim sem tóku afstöðu með eða á móti, andvígir slíku frumvarpi eða 72%. Sama átti við um stuðningsmenn Miðflokksins, Framsóknarflokksins og Flokks fólksins. Vert er að hafa í huga að bókun 35 er miklu stærra mál en Icesave-málið. Þó Icesave-málið hafi varðað mikla fjárhagslega hagsmuni snerist það eingöngu um eina tilskipun frá Evrópusambandinu, um innistæðutryggingar. Verði frumvarpið um bókunina samþykkt mun það gera allt regluverk frá sambandinu sem innleitt hefur verið í gegnum EES-samninginn og mun verða innleitt í framtíðinni æðra innlendri löggjöf. Þar á meðal um innistæðutryggingar. Haft var eftir Guðmundi Ara Sigurjónssyni, þingflokksformanni Samfylkingarinnar, á mbl.is um helgina að svo virtist sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði í hyggju að styðja frumvarp ríkisstjórnarinnar ásamt stjórnarflokkunum. Með öðrum orðum að rétta stjórninni hjálparhönd í máli sem ljóst er að mikil andstaða er við í röðum stuðningsmenn flokksins líkt og raunin var í janúar 2011. Það verður að teljast nokkuð sérkennileg leið til þess að stækka flokkinn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar