Þetta unga fólk getur bara haldið kjafti Jón Pétur Zimsen skrifar 10. júní 2025 08:32 Það er jákvætt þegar fólk afhjúpar sig. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, var margoft búinn að segja, með stuðningi Samfylkingar og Viðreisnar, að þetta unga fólk ætti ekkert erindi fyrir allsherjar- og menntamálanefnd. Það hefði ekkert að segja og væru leiksoppar minnihlutans. Sem betur fer álpaðist hún til að segja þetta í fjórða sinn en nú fyrir framan alþjóð, í ræðupúlti Alþingis og opinberaði viðhorf og þankagang Flokks fólksins sem er einn af ríkisstjórnarflokkunum. En það er meira sem fólk gerir sér kannski ekki alveg grein fyrir. Þessi sömu flokkar eru að festa í sessi að jafnræði er brotið á grunnskólanemendum stanslaust. Nú finna t.d. útskriftarnemendur og foreldrar þeirra fyrir því þegar nemendur fá útskriftareinkunnir sínar sem eru með engum hætti samanburðarhæfar sem eiga samt að vera í samfellu við aðalnámskrá framhaldsskólans. Réttlætið er ekkert og jafnræðinu, sem er stjórnarskrárbundið, sturtað niður í klósettið. Þetta eru ofangreindir flokkar að festa enn frekar í þessi. Litakóðar, bókstafir, lokið/ólokið, umsagnir og hæfni á góðri leið eru einungis hluti af námsmatsruglinu sem er í aðalnámskrá grunnskóla sem ekki var innleidd. Ekki einum kennara, skólastjórnanda, nemenda né foreldra fannst aðalnámskráin vel innleidd og létu það einnig flakka að hún væri illskiljanleg og flókin og markmiðum hennar væri alls ekki náð. Þetta eru ofangreindir flokkar að festa í sessi. Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur Fólksins hafa enga getu, áhuga eða metnað til að laga hrunið menntakerfi. Þessir flokkar hafa svo sannarlega sýnt úr hverju þeir eru gerðir. Þeir hafa forsmáð og smánað ungt fólk og fest í sessi brot á jafnræðisreglu og óskiljanlegt námsmatskerfi sem enginn vill. Þeir hafa einnig skorið niður í menntamálum þannig að undan svíður, gert framhaldsskólana einsleitari og hent sérstöðu hvers og eins í ruslið, dregið foreldra og nemendur á asnaeyrunum hvað meint gjaldfrjáls námsgögn varðar og reglu- og ferlavætt framhaldsskólann til að firra fullorðið fólk ábyrgð. Þetta er einungis hluti af þeim skaða sem ríkisstjórnin hefur valdið á bara á aðeins sex mánuðum við stýrið. Enginn geta eða áhugi er hjá þeim að svara fyrir skaðann enda bitnar þetta mest á ungu fólki. Verkstjórnin mikla má þó eiga það að hún lætur verkin tala og engu máli skiptir hvort skaðinn sé mikill eða alger, bara ef þetta unga fólk heldur sér saman. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Skóla- og menntamál Alþingi Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það er jákvætt þegar fólk afhjúpar sig. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, var margoft búinn að segja, með stuðningi Samfylkingar og Viðreisnar, að þetta unga fólk ætti ekkert erindi fyrir allsherjar- og menntamálanefnd. Það hefði ekkert að segja og væru leiksoppar minnihlutans. Sem betur fer álpaðist hún til að segja þetta í fjórða sinn en nú fyrir framan alþjóð, í ræðupúlti Alþingis og opinberaði viðhorf og þankagang Flokks fólksins sem er einn af ríkisstjórnarflokkunum. En það er meira sem fólk gerir sér kannski ekki alveg grein fyrir. Þessi sömu flokkar eru að festa í sessi að jafnræði er brotið á grunnskólanemendum stanslaust. Nú finna t.d. útskriftarnemendur og foreldrar þeirra fyrir því þegar nemendur fá útskriftareinkunnir sínar sem eru með engum hætti samanburðarhæfar sem eiga samt að vera í samfellu við aðalnámskrá framhaldsskólans. Réttlætið er ekkert og jafnræðinu, sem er stjórnarskrárbundið, sturtað niður í klósettið. Þetta eru ofangreindir flokkar að festa enn frekar í þessi. Litakóðar, bókstafir, lokið/ólokið, umsagnir og hæfni á góðri leið eru einungis hluti af námsmatsruglinu sem er í aðalnámskrá grunnskóla sem ekki var innleidd. Ekki einum kennara, skólastjórnanda, nemenda né foreldra fannst aðalnámskráin vel innleidd og létu það einnig flakka að hún væri illskiljanleg og flókin og markmiðum hennar væri alls ekki náð. Þetta eru ofangreindir flokkar að festa í sessi. Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur Fólksins hafa enga getu, áhuga eða metnað til að laga hrunið menntakerfi. Þessir flokkar hafa svo sannarlega sýnt úr hverju þeir eru gerðir. Þeir hafa forsmáð og smánað ungt fólk og fest í sessi brot á jafnræðisreglu og óskiljanlegt námsmatskerfi sem enginn vill. Þeir hafa einnig skorið niður í menntamálum þannig að undan svíður, gert framhaldsskólana einsleitari og hent sérstöðu hvers og eins í ruslið, dregið foreldra og nemendur á asnaeyrunum hvað meint gjaldfrjáls námsgögn varðar og reglu- og ferlavætt framhaldsskólann til að firra fullorðið fólk ábyrgð. Þetta er einungis hluti af þeim skaða sem ríkisstjórnin hefur valdið á bara á aðeins sex mánuðum við stýrið. Enginn geta eða áhugi er hjá þeim að svara fyrir skaðann enda bitnar þetta mest á ungu fólki. Verkstjórnin mikla má þó eiga það að hún lætur verkin tala og engu máli skiptir hvort skaðinn sé mikill eða alger, bara ef þetta unga fólk heldur sér saman. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar