Halla flytur hátíðarávarpið í stað Kristrúnar Árni Sæberg skrifar 11. júní 2025 11:46 Kristrún hefur boðið Höllu að flytja hátíðarávarpið á 17. júní. Vísir/Vilhelm Hátíðardagskrá á Austurvelli á 17. júní verður með breyttu sniði í ár þar sem Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur boðið Höllu Tómasdóttur forseta Íslands að flytja hátíðarávarpið, sem allt fram til þessa hefur verið í höndum forsætisráðherra. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að á þjóðhátíðardaginn fari fram hátíðarguðsþjónusta í Dómkirkjunni í Reykjavík og að henni lokinni hefst hátíðardagskrá á Austurvelli. Auk breytingar á flutningsmanni hátíðarávarpsins verði tilhögun nú með þeim hætti að athöfnin verður sýnilegri almenningi en áður. Íhaldsmaðurinn Bjarni vildi ekki víkja Guðni Th. Jóhannesson, forveri Höllu í embætti forseta, lagði til í kveðjuávarpi sínu til Alþingis síðasta sumar að forseti tæki við flutningi hátíðarávarpsins af forsætisráðherra. „Ekki hef ég viljað vekja máls á því opinberlega á meðan ég sit sjálfur á Bessastöðum en í ljósi hinnar einstöku stöðu forseta Íslands í stjórnskipun og samfélagi tel ég fara vel á því að sá eða sú sem því embætti gegnir flytji ávarp til þjóðarinnar á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn frekar en forsætisráðherra eins og venja hefur verið,“ sagði Guðni. Þar færi stjórnmálaleiðtogi sem talaði frá degi til dags fyrir hönd ríkisstjórnar eða síns flokks. Sá maður væri því í öðrum sporum en forseti hverju sinni. Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, tók ekki undir þessa hugmynd. „Ég er nú svona íhaldsmaður í grunninn og það er mjög löng hefð fyrir því á Íslandi að forsætisráðherra ávarpi þjóðina á 17. júní. Mér finnst kannski engin sérstök ástæða til að taka upp þá löngu hefð og endurhugsa hana,“ sagði Bjarni. Kristrún leggur þó blómsveiginn að minnisvarða Jóns Í tilkynningunni segir að hátíðarathöfnin á Austurvelli verði í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV og bein útvarpsútsending verði frá hátíðarguðsþjónustunni klukkan 10:15. Forsætisráðherra muni leggja blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og fjallkonan flytji ávarp, en venju samkvæmt hvíli leynd yfir því hver hún er þar til hún gengur út á völlinn. Að lokinni athöfn fari skrúðganga frá Austurvelli í Hólavallakirkjugarð. Frekari upplýsingar um hátíðarhöld og götulokanir í borginni megi nálgast á vefnum www.17juni.is. Dagskrá á Austurvelli á 17. júni, frá klukkan 11: Kórinn Graduale Nobili syngur Yfir voru ættarlandi Forsætisráðherra leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar Kór syngur þjóðsönginn Hátíðarræða forseta Íslands Kór syngur Hver á sér fegra föðurland Fjallkonan flytur ávarp Hornleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands leika Ég vil elska mitt land Skrúðganga frá Austurvelli í Hóllavallakirkjugarð við Suðurgötu kl. 11.50. Forseti Íslands Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur 17. júní Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Fleiri fréttir Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að á þjóðhátíðardaginn fari fram hátíðarguðsþjónusta í Dómkirkjunni í Reykjavík og að henni lokinni hefst hátíðardagskrá á Austurvelli. Auk breytingar á flutningsmanni hátíðarávarpsins verði tilhögun nú með þeim hætti að athöfnin verður sýnilegri almenningi en áður. Íhaldsmaðurinn Bjarni vildi ekki víkja Guðni Th. Jóhannesson, forveri Höllu í embætti forseta, lagði til í kveðjuávarpi sínu til Alþingis síðasta sumar að forseti tæki við flutningi hátíðarávarpsins af forsætisráðherra. „Ekki hef ég viljað vekja máls á því opinberlega á meðan ég sit sjálfur á Bessastöðum en í ljósi hinnar einstöku stöðu forseta Íslands í stjórnskipun og samfélagi tel ég fara vel á því að sá eða sú sem því embætti gegnir flytji ávarp til þjóðarinnar á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn frekar en forsætisráðherra eins og venja hefur verið,“ sagði Guðni. Þar færi stjórnmálaleiðtogi sem talaði frá degi til dags fyrir hönd ríkisstjórnar eða síns flokks. Sá maður væri því í öðrum sporum en forseti hverju sinni. Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, tók ekki undir þessa hugmynd. „Ég er nú svona íhaldsmaður í grunninn og það er mjög löng hefð fyrir því á Íslandi að forsætisráðherra ávarpi þjóðina á 17. júní. Mér finnst kannski engin sérstök ástæða til að taka upp þá löngu hefð og endurhugsa hana,“ sagði Bjarni. Kristrún leggur þó blómsveiginn að minnisvarða Jóns Í tilkynningunni segir að hátíðarathöfnin á Austurvelli verði í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV og bein útvarpsútsending verði frá hátíðarguðsþjónustunni klukkan 10:15. Forsætisráðherra muni leggja blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og fjallkonan flytji ávarp, en venju samkvæmt hvíli leynd yfir því hver hún er þar til hún gengur út á völlinn. Að lokinni athöfn fari skrúðganga frá Austurvelli í Hólavallakirkjugarð. Frekari upplýsingar um hátíðarhöld og götulokanir í borginni megi nálgast á vefnum www.17juni.is. Dagskrá á Austurvelli á 17. júni, frá klukkan 11: Kórinn Graduale Nobili syngur Yfir voru ættarlandi Forsætisráðherra leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar Kór syngur þjóðsönginn Hátíðarræða forseta Íslands Kór syngur Hver á sér fegra föðurland Fjallkonan flytur ávarp Hornleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands leika Ég vil elska mitt land Skrúðganga frá Austurvelli í Hóllavallakirkjugarð við Suðurgötu kl. 11.50.
Forseti Íslands Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur 17. júní Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Fleiri fréttir Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Sjá meira