Þetta eru börnin sem ég hef áhyggjur af í skólakerfinu Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 12. júní 2025 10:47 Ég hef ekki áhyggjur af þeim börnum sem hafa góðar fyrirmyndir sem hafa kennt þeim að sýna hugrekki og seiglu til að ná markmiðum sínum. Ég hef ekki áhyggjur af þeim börnum sem hafa tileinkað sér vaxandi hugarfar. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem tala sig sjálf niður og vaða yfir aðra með yfirgangi og skítkasti. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem sjá ekki tilganginn með því að læra það sem verið er að kenna þeim í skyldunáminu. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem segja að þau þurfi ekki að læra því þau ætli að verða Youtube-arar eða samfélagsmiðlastjörnur þegar þau verða stór. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem segjast ekki þurfa að vera í skóla því að foreldrar þeirra hafi það fínt þrátt fyrir að hafa enga menntun. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem búa í samfélagi sem þau vita ekkert um né hafa nokkurn áhuga á að kynnast. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem hafa hvorki góðan grunn í móðurmáli sínu né því tungumáli sem talað er í því landi sem þau búa í. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem koma hingað til landsins og segjast ekki ætla að læra íslensku því að þau ætli ekki að búa hér á landi þegar þau verða stór. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem ekki er talað við né lesið fyrir heima. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem eru fædd hér á landi eða eru aðflutt og hafa ekki orðaforða til að skilja það sem þau heyra. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem hafa ekki góðar fyrirmyndir í lífinu. Það er erfitt og oft á tíðum ógerlegt að kenna barni eða leiðbeina sem vill ekki læra eða taka leiðsögn. Allt of mörg börn fara í gegnum skyldunám sitt hér á landi með hangandi haus og ætla síðan að taka sig á í 10. bekk til að komast inn í rétta skólann en staðreyndin er sú að þú þjappar ekki tíu ára skólagöngu á eitt ár. Þeir kennarar sem ég hef starfað með og þekki til eru flestir boðnir og búnir til að finna leiðir sem henta þeirra nemendum til að ná sem mestum árangri. Margir þessir kennarar eru með hugann við starf sitt út fyrir hefðbundinn vinnutíma og eru tilbúnir að ganga skrefinu lengra til farsældar fyrir börn. En þrátt fyrir þessi auka skref þá gengur oft erfiðlega að ná til ákveðins hóps nemenda. Oft er sagt á tyllidögum að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn og eru það orð að sönnu. Það þarf hugrekki til að vera gott foreldri. Góð gildi þarf að kenna og mennskuna að næra. Vegferð hvers einstaklings byrjar við fæðingu og skiptir miklu máli að byggja sterkan grunn strax frá byrjun. Hlutverk foreldra er veigamikið og gott samstarf við þá sem eru inni í lífi hvers barns mikilvægt. Núna eru grunnskólanemendur farnir út í sumarið. Sum þeirra hafa gott og sterkt bakland en önnur ekki. Hjálpumst að við að byggja bjargir og finna verkfæri til að hjálpa þeim börnum sem standa höllum fæti. Keðjan er aldrei sterkari en veikasti hlekkur hennar. Gleðilegt barnvænt sumar, Rakel Linda Kristjánsdóttir sérkennari í grunnskóla og stjórnarmeðlimur í KFR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rakel Linda Kristjánsdóttir Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég hef ekki áhyggjur af þeim börnum sem hafa góðar fyrirmyndir sem hafa kennt þeim að sýna hugrekki og seiglu til að ná markmiðum sínum. Ég hef ekki áhyggjur af þeim börnum sem hafa tileinkað sér vaxandi hugarfar. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem tala sig sjálf niður og vaða yfir aðra með yfirgangi og skítkasti. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem sjá ekki tilganginn með því að læra það sem verið er að kenna þeim í skyldunáminu. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem segja að þau þurfi ekki að læra því þau ætli að verða Youtube-arar eða samfélagsmiðlastjörnur þegar þau verða stór. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem segjast ekki þurfa að vera í skóla því að foreldrar þeirra hafi það fínt þrátt fyrir að hafa enga menntun. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem búa í samfélagi sem þau vita ekkert um né hafa nokkurn áhuga á að kynnast. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem hafa hvorki góðan grunn í móðurmáli sínu né því tungumáli sem talað er í því landi sem þau búa í. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem koma hingað til landsins og segjast ekki ætla að læra íslensku því að þau ætli ekki að búa hér á landi þegar þau verða stór. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem ekki er talað við né lesið fyrir heima. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem eru fædd hér á landi eða eru aðflutt og hafa ekki orðaforða til að skilja það sem þau heyra. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem hafa ekki góðar fyrirmyndir í lífinu. Það er erfitt og oft á tíðum ógerlegt að kenna barni eða leiðbeina sem vill ekki læra eða taka leiðsögn. Allt of mörg börn fara í gegnum skyldunám sitt hér á landi með hangandi haus og ætla síðan að taka sig á í 10. bekk til að komast inn í rétta skólann en staðreyndin er sú að þú þjappar ekki tíu ára skólagöngu á eitt ár. Þeir kennarar sem ég hef starfað með og þekki til eru flestir boðnir og búnir til að finna leiðir sem henta þeirra nemendum til að ná sem mestum árangri. Margir þessir kennarar eru með hugann við starf sitt út fyrir hefðbundinn vinnutíma og eru tilbúnir að ganga skrefinu lengra til farsældar fyrir börn. En þrátt fyrir þessi auka skref þá gengur oft erfiðlega að ná til ákveðins hóps nemenda. Oft er sagt á tyllidögum að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn og eru það orð að sönnu. Það þarf hugrekki til að vera gott foreldri. Góð gildi þarf að kenna og mennskuna að næra. Vegferð hvers einstaklings byrjar við fæðingu og skiptir miklu máli að byggja sterkan grunn strax frá byrjun. Hlutverk foreldra er veigamikið og gott samstarf við þá sem eru inni í lífi hvers barns mikilvægt. Núna eru grunnskólanemendur farnir út í sumarið. Sum þeirra hafa gott og sterkt bakland en önnur ekki. Hjálpumst að við að byggja bjargir og finna verkfæri til að hjálpa þeim börnum sem standa höllum fæti. Keðjan er aldrei sterkari en veikasti hlekkur hennar. Gleðilegt barnvænt sumar, Rakel Linda Kristjánsdóttir sérkennari í grunnskóla og stjórnarmeðlimur í KFR
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun