Skuldin við jörðina: Kolefnisstjórnun skiptir sköpum Nótt Thorberg skrifar 12. júní 2025 11:15 Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráður á Celcíus. Vísindasamfélagið hefur sýnt fram á að fari hlýnunin yfir þennan þröskuld muni áhrif hennar á umhverfi og samfélag manna aukast bæði hratt og verulega. Til að ná þessu mikilvæga markmiði er hins vegar ekki nóg eitt og sér að draga úr losun. Við þurfum einnig að eiga við það kolefni sem nú þegar hefur safnast saman í andrúmsloftinu og jafnframt það sem mun áfram bætast við – allt fram að því að markmiðum verður náð. Til einföldunar getum við litið á málið eins og skuld. Þótt eyðslunni sé hætt þarf samt að borga skuldina. Kolefnið sem þegar er til staðar í lofthjúpnum hefur áhrif á loftslag jarðar og því er brýnt að minnka það með markvissum hætti, til dæmis með því að jafna það út, binda það varanlega eða endurnýta það í iðnaði. Þessar leiðir eru dæmi um svokallaða kolefnisstjórnun (e. Carbon Management) en hún er lykilþáttur í því að ná alþjóðlegum loftslagsmarkmiðum. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) hefur ítrekað bent á að lausnir sem fanga og binda kolefni séu ekki valkostir heldur bein nauðsyn til þess að stemma stigu við vandanum. Slíkar lausnir kallast alþjóðlega CCS (e. Carbon Capture and Storage) og CDR (e. Carbon Dioxide Removal). Þær fela í sér sér að kolefni sé ýmist fangað úr andrúmslofti eða frá iðnaðis og að það sé bundið varanlega í jarðlög þar sem það verður að steini. Þá er einnig horft til þess hvernig endurnýta megi kolefni (e. Carbon Capture, Storage and Utilization), meðal annars til framleiðslu rafeldsneytis og annarra vistvænna efna. Nýútkomin skýrsla DNV Energy Transition Outlook: CCS to 2050, sem birt var í vikunni, spáir því að þessar lausnir muni vaxa og ná að fanga 6% af losun kolefnis á heimsvísu árið 2050. Það er þó verulega minna en þarf til að ná kolefnishlutleysi. Þá er bent á nauðsyn þessara lausna fyrir atvinnugreinar sem eiga hvað erfiðast við að draga úr sinni losun. Íslenskt frumkvöðlastarf í fararbroddi Hér gegna því bæði náttúrulegar aðferðir, eins og binding kolefnis í skógi og jarðvegi, og hátæknilausir lykilhlutverki. Ísland hefur alla burði til þess að verða leiðandi í þróun hátæknilausna á þessu sviði. Hér fer fram frumkvöðlastarf á sviði föngunar, förgunar og nýtingar kolefnis sem vakið hefur athygli á heimsvísu. Verkefni á borð við Carbfix nýta sér jarðfræðilega þekkingu til þess að breyta kolefni í stein á öruggan og varanlegan hátt. Á Hellisheiði vinnur jafnframt fyrirtækið Climeworks að því að fanga kolefni úr andrúmsloftinu á sérstökum föngunarstöðvum sínum, Orca og Mammoth, sem eru þær fyrstu sinnar tegundar í heiminum. Þá er íslenska fyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) leiðandi í þróun og framleiðslu vistvænu metanóli með því að endurnýta fangað kolefni. Leiðin að kolefnishlutleysi verður löng og krefjandi. Til þess að ná settu markmiði þurfum við að gera róttækar breytingar á bæði því hvaða orkugjafa við styðjumst við og hvernig við nýtum þá. Á sama tíma er brýnt að stuðla að því að auðlindir séu nýttar á sjálfbæran hátt. En við þurfum einnig að vera nógu hugrökk til þess að horfast í augu við þá staðreynd að markmiðinu verður ekki náð án nýrrar tækni. Ísland hefur tækifæri til þess að vera í fararbroddi. Með því að fjárfesta og styðja við lausnir sem fanga, binda og nýta kolefni á ábyrgan hátt getum við lagt mikið af mörkum í baráttunni við að ná takmarki Parísarsáttmálans og snúa við þróun loftslagsbreytinga. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nótt Thorberg Mest lesið Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Sjá meira
Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráður á Celcíus. Vísindasamfélagið hefur sýnt fram á að fari hlýnunin yfir þennan þröskuld muni áhrif hennar á umhverfi og samfélag manna aukast bæði hratt og verulega. Til að ná þessu mikilvæga markmiði er hins vegar ekki nóg eitt og sér að draga úr losun. Við þurfum einnig að eiga við það kolefni sem nú þegar hefur safnast saman í andrúmsloftinu og jafnframt það sem mun áfram bætast við – allt fram að því að markmiðum verður náð. Til einföldunar getum við litið á málið eins og skuld. Þótt eyðslunni sé hætt þarf samt að borga skuldina. Kolefnið sem þegar er til staðar í lofthjúpnum hefur áhrif á loftslag jarðar og því er brýnt að minnka það með markvissum hætti, til dæmis með því að jafna það út, binda það varanlega eða endurnýta það í iðnaði. Þessar leiðir eru dæmi um svokallaða kolefnisstjórnun (e. Carbon Management) en hún er lykilþáttur í því að ná alþjóðlegum loftslagsmarkmiðum. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) hefur ítrekað bent á að lausnir sem fanga og binda kolefni séu ekki valkostir heldur bein nauðsyn til þess að stemma stigu við vandanum. Slíkar lausnir kallast alþjóðlega CCS (e. Carbon Capture and Storage) og CDR (e. Carbon Dioxide Removal). Þær fela í sér sér að kolefni sé ýmist fangað úr andrúmslofti eða frá iðnaðis og að það sé bundið varanlega í jarðlög þar sem það verður að steini. Þá er einnig horft til þess hvernig endurnýta megi kolefni (e. Carbon Capture, Storage and Utilization), meðal annars til framleiðslu rafeldsneytis og annarra vistvænna efna. Nýútkomin skýrsla DNV Energy Transition Outlook: CCS to 2050, sem birt var í vikunni, spáir því að þessar lausnir muni vaxa og ná að fanga 6% af losun kolefnis á heimsvísu árið 2050. Það er þó verulega minna en þarf til að ná kolefnishlutleysi. Þá er bent á nauðsyn þessara lausna fyrir atvinnugreinar sem eiga hvað erfiðast við að draga úr sinni losun. Íslenskt frumkvöðlastarf í fararbroddi Hér gegna því bæði náttúrulegar aðferðir, eins og binding kolefnis í skógi og jarðvegi, og hátæknilausir lykilhlutverki. Ísland hefur alla burði til þess að verða leiðandi í þróun hátæknilausna á þessu sviði. Hér fer fram frumkvöðlastarf á sviði föngunar, förgunar og nýtingar kolefnis sem vakið hefur athygli á heimsvísu. Verkefni á borð við Carbfix nýta sér jarðfræðilega þekkingu til þess að breyta kolefni í stein á öruggan og varanlegan hátt. Á Hellisheiði vinnur jafnframt fyrirtækið Climeworks að því að fanga kolefni úr andrúmsloftinu á sérstökum föngunarstöðvum sínum, Orca og Mammoth, sem eru þær fyrstu sinnar tegundar í heiminum. Þá er íslenska fyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) leiðandi í þróun og framleiðslu vistvænu metanóli með því að endurnýta fangað kolefni. Leiðin að kolefnishlutleysi verður löng og krefjandi. Til þess að ná settu markmiði þurfum við að gera róttækar breytingar á bæði því hvaða orkugjafa við styðjumst við og hvernig við nýtum þá. Á sama tíma er brýnt að stuðla að því að auðlindir séu nýttar á sjálfbæran hátt. En við þurfum einnig að vera nógu hugrökk til þess að horfast í augu við þá staðreynd að markmiðinu verður ekki náð án nýrrar tækni. Ísland hefur tækifæri til þess að vera í fararbroddi. Með því að fjárfesta og styðja við lausnir sem fanga, binda og nýta kolefni á ábyrgan hátt getum við lagt mikið af mörkum í baráttunni við að ná takmarki Parísarsáttmálans og snúa við þróun loftslagsbreytinga. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun