Skuldin við jörðina: Kolefnisstjórnun skiptir sköpum Nótt Thorberg skrifar 12. júní 2025 11:15 Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráður á Celcíus. Vísindasamfélagið hefur sýnt fram á að fari hlýnunin yfir þennan þröskuld muni áhrif hennar á umhverfi og samfélag manna aukast bæði hratt og verulega. Til að ná þessu mikilvæga markmiði er hins vegar ekki nóg eitt og sér að draga úr losun. Við þurfum einnig að eiga við það kolefni sem nú þegar hefur safnast saman í andrúmsloftinu og jafnframt það sem mun áfram bætast við – allt fram að því að markmiðum verður náð. Til einföldunar getum við litið á málið eins og skuld. Þótt eyðslunni sé hætt þarf samt að borga skuldina. Kolefnið sem þegar er til staðar í lofthjúpnum hefur áhrif á loftslag jarðar og því er brýnt að minnka það með markvissum hætti, til dæmis með því að jafna það út, binda það varanlega eða endurnýta það í iðnaði. Þessar leiðir eru dæmi um svokallaða kolefnisstjórnun (e. Carbon Management) en hún er lykilþáttur í því að ná alþjóðlegum loftslagsmarkmiðum. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) hefur ítrekað bent á að lausnir sem fanga og binda kolefni séu ekki valkostir heldur bein nauðsyn til þess að stemma stigu við vandanum. Slíkar lausnir kallast alþjóðlega CCS (e. Carbon Capture and Storage) og CDR (e. Carbon Dioxide Removal). Þær fela í sér sér að kolefni sé ýmist fangað úr andrúmslofti eða frá iðnaðis og að það sé bundið varanlega í jarðlög þar sem það verður að steini. Þá er einnig horft til þess hvernig endurnýta megi kolefni (e. Carbon Capture, Storage and Utilization), meðal annars til framleiðslu rafeldsneytis og annarra vistvænna efna. Nýútkomin skýrsla DNV Energy Transition Outlook: CCS to 2050, sem birt var í vikunni, spáir því að þessar lausnir muni vaxa og ná að fanga 6% af losun kolefnis á heimsvísu árið 2050. Það er þó verulega minna en þarf til að ná kolefnishlutleysi. Þá er bent á nauðsyn þessara lausna fyrir atvinnugreinar sem eiga hvað erfiðast við að draga úr sinni losun. Íslenskt frumkvöðlastarf í fararbroddi Hér gegna því bæði náttúrulegar aðferðir, eins og binding kolefnis í skógi og jarðvegi, og hátæknilausir lykilhlutverki. Ísland hefur alla burði til þess að verða leiðandi í þróun hátæknilausna á þessu sviði. Hér fer fram frumkvöðlastarf á sviði föngunar, förgunar og nýtingar kolefnis sem vakið hefur athygli á heimsvísu. Verkefni á borð við Carbfix nýta sér jarðfræðilega þekkingu til þess að breyta kolefni í stein á öruggan og varanlegan hátt. Á Hellisheiði vinnur jafnframt fyrirtækið Climeworks að því að fanga kolefni úr andrúmsloftinu á sérstökum föngunarstöðvum sínum, Orca og Mammoth, sem eru þær fyrstu sinnar tegundar í heiminum. Þá er íslenska fyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) leiðandi í þróun og framleiðslu vistvænu metanóli með því að endurnýta fangað kolefni. Leiðin að kolefnishlutleysi verður löng og krefjandi. Til þess að ná settu markmiði þurfum við að gera róttækar breytingar á bæði því hvaða orkugjafa við styðjumst við og hvernig við nýtum þá. Á sama tíma er brýnt að stuðla að því að auðlindir séu nýttar á sjálfbæran hátt. En við þurfum einnig að vera nógu hugrökk til þess að horfast í augu við þá staðreynd að markmiðinu verður ekki náð án nýrrar tækni. Ísland hefur tækifæri til þess að vera í fararbroddi. Með því að fjárfesta og styðja við lausnir sem fanga, binda og nýta kolefni á ábyrgan hátt getum við lagt mikið af mörkum í baráttunni við að ná takmarki Parísarsáttmálans og snúa við þróun loftslagsbreytinga. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nótt Thorberg Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráður á Celcíus. Vísindasamfélagið hefur sýnt fram á að fari hlýnunin yfir þennan þröskuld muni áhrif hennar á umhverfi og samfélag manna aukast bæði hratt og verulega. Til að ná þessu mikilvæga markmiði er hins vegar ekki nóg eitt og sér að draga úr losun. Við þurfum einnig að eiga við það kolefni sem nú þegar hefur safnast saman í andrúmsloftinu og jafnframt það sem mun áfram bætast við – allt fram að því að markmiðum verður náð. Til einföldunar getum við litið á málið eins og skuld. Þótt eyðslunni sé hætt þarf samt að borga skuldina. Kolefnið sem þegar er til staðar í lofthjúpnum hefur áhrif á loftslag jarðar og því er brýnt að minnka það með markvissum hætti, til dæmis með því að jafna það út, binda það varanlega eða endurnýta það í iðnaði. Þessar leiðir eru dæmi um svokallaða kolefnisstjórnun (e. Carbon Management) en hún er lykilþáttur í því að ná alþjóðlegum loftslagsmarkmiðum. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) hefur ítrekað bent á að lausnir sem fanga og binda kolefni séu ekki valkostir heldur bein nauðsyn til þess að stemma stigu við vandanum. Slíkar lausnir kallast alþjóðlega CCS (e. Carbon Capture and Storage) og CDR (e. Carbon Dioxide Removal). Þær fela í sér sér að kolefni sé ýmist fangað úr andrúmslofti eða frá iðnaðis og að það sé bundið varanlega í jarðlög þar sem það verður að steini. Þá er einnig horft til þess hvernig endurnýta megi kolefni (e. Carbon Capture, Storage and Utilization), meðal annars til framleiðslu rafeldsneytis og annarra vistvænna efna. Nýútkomin skýrsla DNV Energy Transition Outlook: CCS to 2050, sem birt var í vikunni, spáir því að þessar lausnir muni vaxa og ná að fanga 6% af losun kolefnis á heimsvísu árið 2050. Það er þó verulega minna en þarf til að ná kolefnishlutleysi. Þá er bent á nauðsyn þessara lausna fyrir atvinnugreinar sem eiga hvað erfiðast við að draga úr sinni losun. Íslenskt frumkvöðlastarf í fararbroddi Hér gegna því bæði náttúrulegar aðferðir, eins og binding kolefnis í skógi og jarðvegi, og hátæknilausir lykilhlutverki. Ísland hefur alla burði til þess að verða leiðandi í þróun hátæknilausna á þessu sviði. Hér fer fram frumkvöðlastarf á sviði föngunar, förgunar og nýtingar kolefnis sem vakið hefur athygli á heimsvísu. Verkefni á borð við Carbfix nýta sér jarðfræðilega þekkingu til þess að breyta kolefni í stein á öruggan og varanlegan hátt. Á Hellisheiði vinnur jafnframt fyrirtækið Climeworks að því að fanga kolefni úr andrúmsloftinu á sérstökum föngunarstöðvum sínum, Orca og Mammoth, sem eru þær fyrstu sinnar tegundar í heiminum. Þá er íslenska fyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) leiðandi í þróun og framleiðslu vistvænu metanóli með því að endurnýta fangað kolefni. Leiðin að kolefnishlutleysi verður löng og krefjandi. Til þess að ná settu markmiði þurfum við að gera róttækar breytingar á bæði því hvaða orkugjafa við styðjumst við og hvernig við nýtum þá. Á sama tíma er brýnt að stuðla að því að auðlindir séu nýttar á sjálfbæran hátt. En við þurfum einnig að vera nógu hugrökk til þess að horfast í augu við þá staðreynd að markmiðinu verður ekki náð án nýrrar tækni. Ísland hefur tækifæri til þess að vera í fararbroddi. Með því að fjárfesta og styðja við lausnir sem fanga, binda og nýta kolefni á ábyrgan hátt getum við lagt mikið af mörkum í baráttunni við að ná takmarki Parísarsáttmálans og snúa við þróun loftslagsbreytinga. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun