Boðinn flutningur en tekur ekki afstöðu fyrr en ákvörðun liggur fyrir Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. júní 2025 19:10 Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari. Vísir/Arnar Vararíkissaksóknari segir dómsmálaráðherra hafa boðið honum flutning í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra, embætti sem ekki hefur verið starfrækt í fimmtán ár. Hann segist ekki taka afstöðu til þess hvort hann taki embættinu fyrr en endanleg ákvörðun ráðherra liggur fyrir. Þetta staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari í samtali við fréttastofu. RÚV greindi fyrst frá. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra fundaði nýlega með Helga Magnúsi en kvaðst ekki geta tjáð sig um fundinn að öðru leyti en að hún hafi lagt fram tillögur um lausn á hans málum. Heimildir hermdu þá að honum hafi verið boðin staða vararíkislögreglustjóra. Þá sagðist hún eiga von á niðurstöðu á allra næstu dögum, en síðan þá eru liðnar rúmar tvær vikur. Málið má rekja aftur til ágúst 2024 þegar Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari óskaði eftir því að hann yrði leystur frá störfum vegna ummæla sem hann lét falla á netinu um hælisleitendur frá Mið-Austurlöndum. Guðrún Hafsteinsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra ákvað í september 2024 að hann skyldi ekki leystur úr störfum þótt ríkissaksóknari krefðist þess og þó hún teldi ummæli hans grafa undan embættinu. Helgi Magnús kom svo aftur til starfa í desember eftir að hafa verið frá störfum síðan síðasta sumar, fyrst að kröfu ríkissaksóknara og svo í skömmu veikindaleyfi. Eftir að Helgi sneri aftur segist hann ekki hafa fengið nein verkefni í hendurnar og honum sé ekki hleypt inn í tölvukerfi embættisins. Mál Helga hefur verið til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu undanfarna mánuði en ráðherra sagði í lok maí að það myndi leysast á næstu dögum. Tekur afstöðu í framhaldinu Helgi Magnús segir að honum hafi gefist kostur á að koma að athugasemdum vegna boðsins sem hann hafi gert. Ráðherra eigi þó enn eftir að taka lokaákvörðun, og hvenær hún liggur fyrir veit hann ekki. „Ég hef ekki tekið endanlega afstöðu til þess. Það er eitthvað sem kæmi eftir á ef ráðherra tekur ákvörðun um að flytja mig, þá tek ég afstöðu til þess í framhaldinu,“ segir Helgi Magnús. Hann segist ekki vita hvort verkefnalýsing hans sem aðstoðarríkislögreglustjóri yrði sú sama og þegar embættið var starfrækt fyrr á öldinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Tengdar fréttir „Mál að linni“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir gott að niðurstaða fáist í mál hans en að viðbrögð hans fari eftir því hver hún verður. Mál sé að linni. 25. maí 2025 19:29 Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er sögð hafa boðið Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara að taka við embætti vararíkislögreglustjóra, sem ekki hefur verið skipað í frá 2010. 27. maí 2025 06:45 Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Vararíkissaksóknari segist enn engin verkefni fá í vinnunni hjá embætti Ríkissaksóknara. Boltinn sé hjá dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra segir málið í vinnslu. 21. janúar 2025 15:27 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira
Þetta staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari í samtali við fréttastofu. RÚV greindi fyrst frá. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra fundaði nýlega með Helga Magnúsi en kvaðst ekki geta tjáð sig um fundinn að öðru leyti en að hún hafi lagt fram tillögur um lausn á hans málum. Heimildir hermdu þá að honum hafi verið boðin staða vararíkislögreglustjóra. Þá sagðist hún eiga von á niðurstöðu á allra næstu dögum, en síðan þá eru liðnar rúmar tvær vikur. Málið má rekja aftur til ágúst 2024 þegar Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari óskaði eftir því að hann yrði leystur frá störfum vegna ummæla sem hann lét falla á netinu um hælisleitendur frá Mið-Austurlöndum. Guðrún Hafsteinsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra ákvað í september 2024 að hann skyldi ekki leystur úr störfum þótt ríkissaksóknari krefðist þess og þó hún teldi ummæli hans grafa undan embættinu. Helgi Magnús kom svo aftur til starfa í desember eftir að hafa verið frá störfum síðan síðasta sumar, fyrst að kröfu ríkissaksóknara og svo í skömmu veikindaleyfi. Eftir að Helgi sneri aftur segist hann ekki hafa fengið nein verkefni í hendurnar og honum sé ekki hleypt inn í tölvukerfi embættisins. Mál Helga hefur verið til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu undanfarna mánuði en ráðherra sagði í lok maí að það myndi leysast á næstu dögum. Tekur afstöðu í framhaldinu Helgi Magnús segir að honum hafi gefist kostur á að koma að athugasemdum vegna boðsins sem hann hafi gert. Ráðherra eigi þó enn eftir að taka lokaákvörðun, og hvenær hún liggur fyrir veit hann ekki. „Ég hef ekki tekið endanlega afstöðu til þess. Það er eitthvað sem kæmi eftir á ef ráðherra tekur ákvörðun um að flytja mig, þá tek ég afstöðu til þess í framhaldinu,“ segir Helgi Magnús. Hann segist ekki vita hvort verkefnalýsing hans sem aðstoðarríkislögreglustjóri yrði sú sama og þegar embættið var starfrækt fyrr á öldinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Tengdar fréttir „Mál að linni“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir gott að niðurstaða fáist í mál hans en að viðbrögð hans fari eftir því hver hún verður. Mál sé að linni. 25. maí 2025 19:29 Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er sögð hafa boðið Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara að taka við embætti vararíkislögreglustjóra, sem ekki hefur verið skipað í frá 2010. 27. maí 2025 06:45 Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Vararíkissaksóknari segist enn engin verkefni fá í vinnunni hjá embætti Ríkissaksóknara. Boltinn sé hjá dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra segir málið í vinnslu. 21. janúar 2025 15:27 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira
„Mál að linni“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir gott að niðurstaða fáist í mál hans en að viðbrögð hans fari eftir því hver hún verður. Mál sé að linni. 25. maí 2025 19:29
Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er sögð hafa boðið Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara að taka við embætti vararíkislögreglustjóra, sem ekki hefur verið skipað í frá 2010. 27. maí 2025 06:45
Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Vararíkissaksóknari segist enn engin verkefni fá í vinnunni hjá embætti Ríkissaksóknara. Boltinn sé hjá dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra segir málið í vinnslu. 21. janúar 2025 15:27