Handhafar sannleikans og hið gagnslausa væl Helgi Héðinsson skrifar 15. júní 2025 14:03 Ríkisstjórnin þreytist ekki á að klappa sjálfri sér á bakið. Ítrekað hefur hún lýst yfir eigin ágæti, samstöðu, árangri og ábyrgð, en þegar grannt er skoðað eru verk hennar ansi langt frá þeim háleitu yfirlýsingum sem almenningi hefur verið boðið upp á. Stjórn sem lofaði stöðugleika og fagmennsku er nú komin í þá stöðu að þingstörf eru í molum og starfsáætlunin brostin – svo alvarlega að nú hefur verið boðað til þingfundar á sunnudegi, sem er afar fáheyrt og fordæmin í engu sambærileg þeim aðstæðum sem nú hafa skapast. Í þessum aðstæðum blasir við vanhæfni í verki. Þau mál sem ríkisstjórnin hefur lagt fram hafa hvað eftir annað verið gagnrýnd harðlega af sérfræðingum, almenningi og stjórnarandstöðu. Hvort heldur er verið að ræða fjármálaáætlun, hunda og ketti í fjölbýlishúsum, breytingar á veiðigjöldum eða nýtt örorkukerfi, þá hafa þessar tillögur mætt harðri og málefnalegri gagnrýni. Ekki síst vegna skorts á gögnum, greiningum, samráði og mati á áhrifum. Í stað þess að hlusta á slíka gagnrýni, bæta vinnubrögð sín og leita sátta og málamiðlana, kýs ríkisstjórnin fremur að loka eyrunum og keyra áfram með þrjósku sem veldur frekari upplausn og töfum. Þá hefur tíma þingsins verið ákaflega illa varið í sýndarmennsku við flutning þingmála sem aldrei stóð til að klára, svo sem frumvarp innviðaráðherra um leigubifreiðaakstur. Það er einfaldlega ólíðandi að nú, þegar þingi ætti samkvæmt starfsáætlun að vera lokið, sé allt á suðupunkti vegna skorts á lausnum, forystu og skýrum áherslum. Að kalla saman þingfund á sunnudegi er ekki bara táknrænt fyrir þá óreiðu sem ríkir innan stjórnarflokkanna heldur einnig áþreifanleg staðfesting á því að ríkisstjórnin hefur misst stjórn á eigin verkefnum. Virðingarleysi gagnvart ábyrgð Eitt furðulegasta einkenni þessarar ríkisstjórnar er endalaust væl hennar og ásakanir í garð fyrri ríkisstjórnar sem birtust nú síðast almenningi í pistli framkvæmdastjóra þingflokks Samfylkingarinnar á Vísi í morgun. Slík nálgun lýsir ekki aðeins taugaveiklun og skorti á sjálfstrausti heldur beinlínis fullkomnu ábyrgðarleysi og virðingarleysi fyrir verkefninu sem þeim hefur verið falið. Það er einfaldlega kominn tími til að þau beri ábyrgð á eigin verkum og þeim málum sem lögð eru fram. Önnur birtingarmynd eru taktlaus, yfirlætisfull og harkaleg viðbrögð við eðlilegum spurningum í þinginu sem líklega náðu hápunkti þegar dómsmálaráðherra spurði þingflokksformann Framsóknar að því „hvort hún kynni ekki að skammast sín“ í tvígagn í kjölfar eðlilegrar, mikilvægrar og málefnalegrar spurningar. Samvinna er lykillinn Framsókn hefur ætíð lagt áherslu á fagleg vinnubrögð, samvinnu og lausnamiðaða stjórnmálastefnu. Við sjáum stjórnmál sem vettvang þar sem menn finna lausnir í stað þess að leita sökudólga. Núverandi ríkisstjórn hefur hins vegar sýnt fram á algert metnaðarleysi þegar kemur að lausnum og meiri áhuga á því að benda fingrum heldur en að sinna skyldum sínum gagnvart almenningi. Það er kominn tími til að hætta þessu gagnslausa væli og horfast í augu við ábyrgðina sem fylgir því að fara með stjórn landsins. Þjóðin á betra skilið en stjórnmálaleiðtoga sem telja sig handhafa sannleikans en geta ekki staðið við orð sín, leitað lausna, gert málamiðlanir og viðurkennt mistök þegar það á við. Höfundur er framkvæmdastjóri Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Héðinsson Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin þreytist ekki á að klappa sjálfri sér á bakið. Ítrekað hefur hún lýst yfir eigin ágæti, samstöðu, árangri og ábyrgð, en þegar grannt er skoðað eru verk hennar ansi langt frá þeim háleitu yfirlýsingum sem almenningi hefur verið boðið upp á. Stjórn sem lofaði stöðugleika og fagmennsku er nú komin í þá stöðu að þingstörf eru í molum og starfsáætlunin brostin – svo alvarlega að nú hefur verið boðað til þingfundar á sunnudegi, sem er afar fáheyrt og fordæmin í engu sambærileg þeim aðstæðum sem nú hafa skapast. Í þessum aðstæðum blasir við vanhæfni í verki. Þau mál sem ríkisstjórnin hefur lagt fram hafa hvað eftir annað verið gagnrýnd harðlega af sérfræðingum, almenningi og stjórnarandstöðu. Hvort heldur er verið að ræða fjármálaáætlun, hunda og ketti í fjölbýlishúsum, breytingar á veiðigjöldum eða nýtt örorkukerfi, þá hafa þessar tillögur mætt harðri og málefnalegri gagnrýni. Ekki síst vegna skorts á gögnum, greiningum, samráði og mati á áhrifum. Í stað þess að hlusta á slíka gagnrýni, bæta vinnubrögð sín og leita sátta og málamiðlana, kýs ríkisstjórnin fremur að loka eyrunum og keyra áfram með þrjósku sem veldur frekari upplausn og töfum. Þá hefur tíma þingsins verið ákaflega illa varið í sýndarmennsku við flutning þingmála sem aldrei stóð til að klára, svo sem frumvarp innviðaráðherra um leigubifreiðaakstur. Það er einfaldlega ólíðandi að nú, þegar þingi ætti samkvæmt starfsáætlun að vera lokið, sé allt á suðupunkti vegna skorts á lausnum, forystu og skýrum áherslum. Að kalla saman þingfund á sunnudegi er ekki bara táknrænt fyrir þá óreiðu sem ríkir innan stjórnarflokkanna heldur einnig áþreifanleg staðfesting á því að ríkisstjórnin hefur misst stjórn á eigin verkefnum. Virðingarleysi gagnvart ábyrgð Eitt furðulegasta einkenni þessarar ríkisstjórnar er endalaust væl hennar og ásakanir í garð fyrri ríkisstjórnar sem birtust nú síðast almenningi í pistli framkvæmdastjóra þingflokks Samfylkingarinnar á Vísi í morgun. Slík nálgun lýsir ekki aðeins taugaveiklun og skorti á sjálfstrausti heldur beinlínis fullkomnu ábyrgðarleysi og virðingarleysi fyrir verkefninu sem þeim hefur verið falið. Það er einfaldlega kominn tími til að þau beri ábyrgð á eigin verkum og þeim málum sem lögð eru fram. Önnur birtingarmynd eru taktlaus, yfirlætisfull og harkaleg viðbrögð við eðlilegum spurningum í þinginu sem líklega náðu hápunkti þegar dómsmálaráðherra spurði þingflokksformann Framsóknar að því „hvort hún kynni ekki að skammast sín“ í tvígagn í kjölfar eðlilegrar, mikilvægrar og málefnalegrar spurningar. Samvinna er lykillinn Framsókn hefur ætíð lagt áherslu á fagleg vinnubrögð, samvinnu og lausnamiðaða stjórnmálastefnu. Við sjáum stjórnmál sem vettvang þar sem menn finna lausnir í stað þess að leita sökudólga. Núverandi ríkisstjórn hefur hins vegar sýnt fram á algert metnaðarleysi þegar kemur að lausnum og meiri áhuga á því að benda fingrum heldur en að sinna skyldum sínum gagnvart almenningi. Það er kominn tími til að hætta þessu gagnslausa væli og horfast í augu við ábyrgðina sem fylgir því að fara með stjórn landsins. Þjóðin á betra skilið en stjórnmálaleiðtoga sem telja sig handhafa sannleikans en geta ekki staðið við orð sín, leitað lausna, gert málamiðlanir og viðurkennt mistök þegar það á við. Höfundur er framkvæmdastjóri Framsóknar.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun