Sunnudagsblús ríkisstjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar 15. júní 2025 19:03 Þingfundur á sunnudegi er nánast óþekkt fyrirbæri í sögu Alþingis. Árið 1914 var þing kallað saman vegna upphafs fyrri heimstyrjaldarinnar. Hins vegar hefur það aðeins gerst tvisvar sinnum á lýðveldistímanum, og þá vegna losunar fjármagnshafta og aðdraganda þess. Í dag boðaði forseti Alþingis til sunnudagsfundar, í þriðja skiptið í sögunni – án þess að brýn nauðsyn hafi staðið til, án samráðs við þingflokka og til þess eins að ræða bókun 35. Þessar fordæmalausu vendingar sýna glöggt stjórnleysi ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Þetta sýnir ekki ábyrgð í verki heldur flótta frá vönduðum vinnubrögðum. Þetta er ekki smávægilegt frávik frá reglum, hefðum og venjum – hér er þingsköpum og lýðræðislegu ferli fótum troðið. Það er meiri hlutinn sem fer með dagskrárvald á Alþingi, ekki stjórnarandstaðan. Það eru ríkisstjórnarflokkarnir sem bera ábyrgð á framgangi mála og þeirri ringulreið sem nú ríkir við þinglok. Það er forseta að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin – með samtali, ekki einhliða ákvörðunum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins kveinka sér ekki yfir helgarvinnu, þvert á móti. Þingmenn flokksins vinna sem næst allar helgar og sinna skyldum sínum af heilum hug. Okkur þingmönnum flokksins þykir hins vegar of langt gengið þegar þess er krafist að setið sé undir vanhæfni annarra – á fundi sem þjónar ekki þjóðarhagsmunum heldur aðeins eiginhagsmunum ríkisstjórnar sem hefur misst tökin á eigin erindi og er komin í algjört öngstræti. Stjórnarandstaðan hefur ítrekað gagnrýnt vinnubrögð ríkisstjórnarinnar, enda eru ófá málin sem lögð hafa verið fram of seint og illa undirbúin, án samráðs eða áhrifamats. Til þess að bregðast við þeirri sjálfbökuðu stöðu hefur ríkisstjórnin gripið til sýndarráðstafana eins og þessarar, að boða þing á sunnudegi, í þeirri von að umræðan snúist um eitthvað allt annað en kjarna máls; sín eigin slælegu vinnubrögð. Boðun sunnudagsfundar, án raunverulegrar nauðsynjar og í trássi við hefðir og þingsköp er ekkert annað en birtingarmynd þess hvernig ríkisstjórn sem hefur misst tökin og grípur til þeirra örþrifaráða að sýna vald sitt í verki með því að kasta virðingu Alþingis og lýðræðislegum vinnubrögðum á glæ. Það látum við þingmenn Sjálfstæðisflokksins ekki viðgangast óátalið. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Norðausturkjördæmis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jens Garðar Helgason Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Þingfundur á sunnudegi er nánast óþekkt fyrirbæri í sögu Alþingis. Árið 1914 var þing kallað saman vegna upphafs fyrri heimstyrjaldarinnar. Hins vegar hefur það aðeins gerst tvisvar sinnum á lýðveldistímanum, og þá vegna losunar fjármagnshafta og aðdraganda þess. Í dag boðaði forseti Alþingis til sunnudagsfundar, í þriðja skiptið í sögunni – án þess að brýn nauðsyn hafi staðið til, án samráðs við þingflokka og til þess eins að ræða bókun 35. Þessar fordæmalausu vendingar sýna glöggt stjórnleysi ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Þetta sýnir ekki ábyrgð í verki heldur flótta frá vönduðum vinnubrögðum. Þetta er ekki smávægilegt frávik frá reglum, hefðum og venjum – hér er þingsköpum og lýðræðislegu ferli fótum troðið. Það er meiri hlutinn sem fer með dagskrárvald á Alþingi, ekki stjórnarandstaðan. Það eru ríkisstjórnarflokkarnir sem bera ábyrgð á framgangi mála og þeirri ringulreið sem nú ríkir við þinglok. Það er forseta að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin – með samtali, ekki einhliða ákvörðunum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins kveinka sér ekki yfir helgarvinnu, þvert á móti. Þingmenn flokksins vinna sem næst allar helgar og sinna skyldum sínum af heilum hug. Okkur þingmönnum flokksins þykir hins vegar of langt gengið þegar þess er krafist að setið sé undir vanhæfni annarra – á fundi sem þjónar ekki þjóðarhagsmunum heldur aðeins eiginhagsmunum ríkisstjórnar sem hefur misst tökin á eigin erindi og er komin í algjört öngstræti. Stjórnarandstaðan hefur ítrekað gagnrýnt vinnubrögð ríkisstjórnarinnar, enda eru ófá málin sem lögð hafa verið fram of seint og illa undirbúin, án samráðs eða áhrifamats. Til þess að bregðast við þeirri sjálfbökuðu stöðu hefur ríkisstjórnin gripið til sýndarráðstafana eins og þessarar, að boða þing á sunnudegi, í þeirri von að umræðan snúist um eitthvað allt annað en kjarna máls; sín eigin slælegu vinnubrögð. Boðun sunnudagsfundar, án raunverulegrar nauðsynjar og í trássi við hefðir og þingsköp er ekkert annað en birtingarmynd þess hvernig ríkisstjórn sem hefur misst tökin og grípur til þeirra örþrifaráða að sýna vald sitt í verki með því að kasta virðingu Alþingis og lýðræðislegum vinnubrögðum á glæ. Það látum við þingmenn Sjálfstæðisflokksins ekki viðgangast óátalið. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Norðausturkjördæmis
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun