Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason skrifar 16. júní 2025 10:30 Veitingastaðir og Samtök ferðaþjónustunnar hafa lengi vel bent á seinagang og flækjustig við leyfisveitingaferli þegar kemur að opnum veitingastaða. Þá hefur verið bent á að einfalt væri að gera rekstur veitingastaða skráningarskyldan í stað starfsleyfisskyldu. Sérstaklega hefur verið á þetta bent eftir að lögð var á auglýsingaskylda við útgáfu, endurskoðun og breytingu starfleyfa í að lágmarki fjórar vikur. Slíkur biðtími á útgáfu starfsleyfis hjá veitingastöðum og öðrum einföldum atvinnurekstri er bæði kostnaðarsamur og óþarfur. Áðurnefnd auglýsingaskylda getur verið skiljanleg þegar umfangsmikill iðnaður er fyrirhugaður í t.d. íbúðarhverfi sem breytir ásýnd hverfisins. Það á hins vegar ekki við þegar kaffihús eða veitingastaður opnar í húsnæði sem þegar er skilgreint sem atvinnuhúsnæði og þá sérstaklega þegar skipt er um nafn á leyfishafa veitingastaðar eða þegar nýr veitingastaður opnar í sama húsnæði eldri veitingastaðar. Það á ekki að vera keppikefli stjórnvalda að leggja sem mestar hindranir í götu atvinnulífsins. Nóg hefur verið um yfirlýsingar um mikilvægi hins gagnstæða frá stjórnmálamönnum síðustu ár, en því miður með takmörkuðum efndum. Nýr tónn hjá umhverfisráðherra SAF vilja því að gefnu tilefni hampa því sem vel er gert og fagna nýlegum breytingum umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra á starfsumhverfi veitingastaða. Í byrjun mánaðarins var gerð breyting á rekstrarumhverfi veitingastaða þegar ráðherra afnam auglýsingaregluna þegar eingöngu er um að ræða nafnabreytingu á starfsleyfinu. Nýr rekstraraðili sem tekur við veitingastað í fullum rekstri þarf því ekki lengur að fara í auglýsingu í 4 vikur. Það er mikil bót. Í samráðsgátt stjórnvalda boðar ráðherra nú enn frekari breytingar til einföldunar fyrir veitingastaði þegar hann leggur til að veitingastaðir verði eingöngu skráningarskyldir en ekki starfsleyfisskyldir. Skráningin er ekki háð auglýsingatíma og því er ráðherra alfarið að afnema óþarfa biðtíma. Það þarf eftir sem áður að gefa út starfsleyfi samkvæmt matvælalöggjöfinni en þar er hins vegar engin kvöð um auglýsingarskyldu. Með þessu er verið að einfalda regluverkið og gera hlutina skilvirkari og því ber að hrósa. En það er hægt að gera meira. Ráðherra þarf að halda áfram Núverandi eftirlit með veitingastöðum er framkvæmt af níu mismunandi heilbrigðiseftirlitum víðs vegar um landið. Eftirlitið á sveitarstjórnarstiginu lýtur engu boðvaldi og er ekki samræmt á milli eftirlitssvæða. Það eru því ekki sömu aðilar sem framkvæma eftirlit hjá veitingastöðum í Reykjavík og Kópavogi. Reynslan er að heilbrigðiseftirlitin viðhafa jafnvel mismunandi verklagsreglur og eftirlitsskýrslur hjá sama rekstraraðila sem starfar á tveimur mismunandi eftirlitssvæðum. Það á ekki að skipta máli hvort viðskiptavinur borðar í Reykjavík eða Kópavogi. Veitingastaður sem er staðsettur í tveimur mismunandi sveitarfélögum á að vera undir sömu stöðlum og eftirliti. Samtök ferðaþjónustunnar hafa lagt til, í samræmi við fjölmargar skýrslur stjórnvalda, að eftirlitið verði samræmt og fært frá sveitarfélögum yfir til ríkisins. Samtökin vona að þessi tónn ráðherra sé kominn til að vera og hann haldi áfram að einfalda rekstrarumhverfi fyrirtækja. SAF telja framtak ráðherra virðingarvert og hvetja hann áfram á vegferð einföldunar. Nú er lag að samræma eftirlit með veitingastöðum og færa það allt til stofnana ríkisins. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Ferðaþjónusta Veitingastaðir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Veitingastaðir og Samtök ferðaþjónustunnar hafa lengi vel bent á seinagang og flækjustig við leyfisveitingaferli þegar kemur að opnum veitingastaða. Þá hefur verið bent á að einfalt væri að gera rekstur veitingastaða skráningarskyldan í stað starfsleyfisskyldu. Sérstaklega hefur verið á þetta bent eftir að lögð var á auglýsingaskylda við útgáfu, endurskoðun og breytingu starfleyfa í að lágmarki fjórar vikur. Slíkur biðtími á útgáfu starfsleyfis hjá veitingastöðum og öðrum einföldum atvinnurekstri er bæði kostnaðarsamur og óþarfur. Áðurnefnd auglýsingaskylda getur verið skiljanleg þegar umfangsmikill iðnaður er fyrirhugaður í t.d. íbúðarhverfi sem breytir ásýnd hverfisins. Það á hins vegar ekki við þegar kaffihús eða veitingastaður opnar í húsnæði sem þegar er skilgreint sem atvinnuhúsnæði og þá sérstaklega þegar skipt er um nafn á leyfishafa veitingastaðar eða þegar nýr veitingastaður opnar í sama húsnæði eldri veitingastaðar. Það á ekki að vera keppikefli stjórnvalda að leggja sem mestar hindranir í götu atvinnulífsins. Nóg hefur verið um yfirlýsingar um mikilvægi hins gagnstæða frá stjórnmálamönnum síðustu ár, en því miður með takmörkuðum efndum. Nýr tónn hjá umhverfisráðherra SAF vilja því að gefnu tilefni hampa því sem vel er gert og fagna nýlegum breytingum umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra á starfsumhverfi veitingastaða. Í byrjun mánaðarins var gerð breyting á rekstrarumhverfi veitingastaða þegar ráðherra afnam auglýsingaregluna þegar eingöngu er um að ræða nafnabreytingu á starfsleyfinu. Nýr rekstraraðili sem tekur við veitingastað í fullum rekstri þarf því ekki lengur að fara í auglýsingu í 4 vikur. Það er mikil bót. Í samráðsgátt stjórnvalda boðar ráðherra nú enn frekari breytingar til einföldunar fyrir veitingastaði þegar hann leggur til að veitingastaðir verði eingöngu skráningarskyldir en ekki starfsleyfisskyldir. Skráningin er ekki háð auglýsingatíma og því er ráðherra alfarið að afnema óþarfa biðtíma. Það þarf eftir sem áður að gefa út starfsleyfi samkvæmt matvælalöggjöfinni en þar er hins vegar engin kvöð um auglýsingarskyldu. Með þessu er verið að einfalda regluverkið og gera hlutina skilvirkari og því ber að hrósa. En það er hægt að gera meira. Ráðherra þarf að halda áfram Núverandi eftirlit með veitingastöðum er framkvæmt af níu mismunandi heilbrigðiseftirlitum víðs vegar um landið. Eftirlitið á sveitarstjórnarstiginu lýtur engu boðvaldi og er ekki samræmt á milli eftirlitssvæða. Það eru því ekki sömu aðilar sem framkvæma eftirlit hjá veitingastöðum í Reykjavík og Kópavogi. Reynslan er að heilbrigðiseftirlitin viðhafa jafnvel mismunandi verklagsreglur og eftirlitsskýrslur hjá sama rekstraraðila sem starfar á tveimur mismunandi eftirlitssvæðum. Það á ekki að skipta máli hvort viðskiptavinur borðar í Reykjavík eða Kópavogi. Veitingastaður sem er staðsettur í tveimur mismunandi sveitarfélögum á að vera undir sömu stöðlum og eftirliti. Samtök ferðaþjónustunnar hafa lagt til, í samræmi við fjölmargar skýrslur stjórnvalda, að eftirlitið verði samræmt og fært frá sveitarfélögum yfir til ríkisins. Samtökin vona að þessi tónn ráðherra sé kominn til að vera og hann haldi áfram að einfalda rekstrarumhverfi fyrirtækja. SAF telja framtak ráðherra virðingarvert og hvetja hann áfram á vegferð einföldunar. Nú er lag að samræma eftirlit með veitingastöðum og færa það allt til stofnana ríkisins. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun