Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason skrifar 16. júní 2025 10:30 Veitingastaðir og Samtök ferðaþjónustunnar hafa lengi vel bent á seinagang og flækjustig við leyfisveitingaferli þegar kemur að opnum veitingastaða. Þá hefur verið bent á að einfalt væri að gera rekstur veitingastaða skráningarskyldan í stað starfsleyfisskyldu. Sérstaklega hefur verið á þetta bent eftir að lögð var á auglýsingaskylda við útgáfu, endurskoðun og breytingu starfleyfa í að lágmarki fjórar vikur. Slíkur biðtími á útgáfu starfsleyfis hjá veitingastöðum og öðrum einföldum atvinnurekstri er bæði kostnaðarsamur og óþarfur. Áðurnefnd auglýsingaskylda getur verið skiljanleg þegar umfangsmikill iðnaður er fyrirhugaður í t.d. íbúðarhverfi sem breytir ásýnd hverfisins. Það á hins vegar ekki við þegar kaffihús eða veitingastaður opnar í húsnæði sem þegar er skilgreint sem atvinnuhúsnæði og þá sérstaklega þegar skipt er um nafn á leyfishafa veitingastaðar eða þegar nýr veitingastaður opnar í sama húsnæði eldri veitingastaðar. Það á ekki að vera keppikefli stjórnvalda að leggja sem mestar hindranir í götu atvinnulífsins. Nóg hefur verið um yfirlýsingar um mikilvægi hins gagnstæða frá stjórnmálamönnum síðustu ár, en því miður með takmörkuðum efndum. Nýr tónn hjá umhverfisráðherra SAF vilja því að gefnu tilefni hampa því sem vel er gert og fagna nýlegum breytingum umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra á starfsumhverfi veitingastaða. Í byrjun mánaðarins var gerð breyting á rekstrarumhverfi veitingastaða þegar ráðherra afnam auglýsingaregluna þegar eingöngu er um að ræða nafnabreytingu á starfsleyfinu. Nýr rekstraraðili sem tekur við veitingastað í fullum rekstri þarf því ekki lengur að fara í auglýsingu í 4 vikur. Það er mikil bót. Í samráðsgátt stjórnvalda boðar ráðherra nú enn frekari breytingar til einföldunar fyrir veitingastaði þegar hann leggur til að veitingastaðir verði eingöngu skráningarskyldir en ekki starfsleyfisskyldir. Skráningin er ekki háð auglýsingatíma og því er ráðherra alfarið að afnema óþarfa biðtíma. Það þarf eftir sem áður að gefa út starfsleyfi samkvæmt matvælalöggjöfinni en þar er hins vegar engin kvöð um auglýsingarskyldu. Með þessu er verið að einfalda regluverkið og gera hlutina skilvirkari og því ber að hrósa. En það er hægt að gera meira. Ráðherra þarf að halda áfram Núverandi eftirlit með veitingastöðum er framkvæmt af níu mismunandi heilbrigðiseftirlitum víðs vegar um landið. Eftirlitið á sveitarstjórnarstiginu lýtur engu boðvaldi og er ekki samræmt á milli eftirlitssvæða. Það eru því ekki sömu aðilar sem framkvæma eftirlit hjá veitingastöðum í Reykjavík og Kópavogi. Reynslan er að heilbrigðiseftirlitin viðhafa jafnvel mismunandi verklagsreglur og eftirlitsskýrslur hjá sama rekstraraðila sem starfar á tveimur mismunandi eftirlitssvæðum. Það á ekki að skipta máli hvort viðskiptavinur borðar í Reykjavík eða Kópavogi. Veitingastaður sem er staðsettur í tveimur mismunandi sveitarfélögum á að vera undir sömu stöðlum og eftirliti. Samtök ferðaþjónustunnar hafa lagt til, í samræmi við fjölmargar skýrslur stjórnvalda, að eftirlitið verði samræmt og fært frá sveitarfélögum yfir til ríkisins. Samtökin vona að þessi tónn ráðherra sé kominn til að vera og hann haldi áfram að einfalda rekstrarumhverfi fyrirtækja. SAF telja framtak ráðherra virðingarvert og hvetja hann áfram á vegferð einföldunar. Nú er lag að samræma eftirlit með veitingastöðum og færa það allt til stofnana ríkisins. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Ferðaþjónusta Veitingastaðir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Veitingastaðir og Samtök ferðaþjónustunnar hafa lengi vel bent á seinagang og flækjustig við leyfisveitingaferli þegar kemur að opnum veitingastaða. Þá hefur verið bent á að einfalt væri að gera rekstur veitingastaða skráningarskyldan í stað starfsleyfisskyldu. Sérstaklega hefur verið á þetta bent eftir að lögð var á auglýsingaskylda við útgáfu, endurskoðun og breytingu starfleyfa í að lágmarki fjórar vikur. Slíkur biðtími á útgáfu starfsleyfis hjá veitingastöðum og öðrum einföldum atvinnurekstri er bæði kostnaðarsamur og óþarfur. Áðurnefnd auglýsingaskylda getur verið skiljanleg þegar umfangsmikill iðnaður er fyrirhugaður í t.d. íbúðarhverfi sem breytir ásýnd hverfisins. Það á hins vegar ekki við þegar kaffihús eða veitingastaður opnar í húsnæði sem þegar er skilgreint sem atvinnuhúsnæði og þá sérstaklega þegar skipt er um nafn á leyfishafa veitingastaðar eða þegar nýr veitingastaður opnar í sama húsnæði eldri veitingastaðar. Það á ekki að vera keppikefli stjórnvalda að leggja sem mestar hindranir í götu atvinnulífsins. Nóg hefur verið um yfirlýsingar um mikilvægi hins gagnstæða frá stjórnmálamönnum síðustu ár, en því miður með takmörkuðum efndum. Nýr tónn hjá umhverfisráðherra SAF vilja því að gefnu tilefni hampa því sem vel er gert og fagna nýlegum breytingum umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra á starfsumhverfi veitingastaða. Í byrjun mánaðarins var gerð breyting á rekstrarumhverfi veitingastaða þegar ráðherra afnam auglýsingaregluna þegar eingöngu er um að ræða nafnabreytingu á starfsleyfinu. Nýr rekstraraðili sem tekur við veitingastað í fullum rekstri þarf því ekki lengur að fara í auglýsingu í 4 vikur. Það er mikil bót. Í samráðsgátt stjórnvalda boðar ráðherra nú enn frekari breytingar til einföldunar fyrir veitingastaði þegar hann leggur til að veitingastaðir verði eingöngu skráningarskyldir en ekki starfsleyfisskyldir. Skráningin er ekki háð auglýsingatíma og því er ráðherra alfarið að afnema óþarfa biðtíma. Það þarf eftir sem áður að gefa út starfsleyfi samkvæmt matvælalöggjöfinni en þar er hins vegar engin kvöð um auglýsingarskyldu. Með þessu er verið að einfalda regluverkið og gera hlutina skilvirkari og því ber að hrósa. En það er hægt að gera meira. Ráðherra þarf að halda áfram Núverandi eftirlit með veitingastöðum er framkvæmt af níu mismunandi heilbrigðiseftirlitum víðs vegar um landið. Eftirlitið á sveitarstjórnarstiginu lýtur engu boðvaldi og er ekki samræmt á milli eftirlitssvæða. Það eru því ekki sömu aðilar sem framkvæma eftirlit hjá veitingastöðum í Reykjavík og Kópavogi. Reynslan er að heilbrigðiseftirlitin viðhafa jafnvel mismunandi verklagsreglur og eftirlitsskýrslur hjá sama rekstraraðila sem starfar á tveimur mismunandi eftirlitssvæðum. Það á ekki að skipta máli hvort viðskiptavinur borðar í Reykjavík eða Kópavogi. Veitingastaður sem er staðsettur í tveimur mismunandi sveitarfélögum á að vera undir sömu stöðlum og eftirliti. Samtök ferðaþjónustunnar hafa lagt til, í samræmi við fjölmargar skýrslur stjórnvalda, að eftirlitið verði samræmt og fært frá sveitarfélögum yfir til ríkisins. Samtökin vona að þessi tónn ráðherra sé kominn til að vera og hann haldi áfram að einfalda rekstrarumhverfi fyrirtækja. SAF telja framtak ráðherra virðingarvert og hvetja hann áfram á vegferð einföldunar. Nú er lag að samræma eftirlit með veitingastöðum og færa það allt til stofnana ríkisins. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun