Opið bréf til ráðherra Flokks fólksins, vegna vanda söngnáms Aileen Soffía Svensdóttir skrifar 17. júní 2025 07:02 Vorið 2023 útskrifaðist ég með burtfararpróf frá Söngskóla Sigurðar Demetz. Þar fékk ég tækifæri til að stunda söngnám, sem mig hafði alltaf langað til, á mínum forsendum án þess þó að slegið væri af námskröfum. Þetta hefur reynst mér afar dýrmætt þar sem ég bý við fötlun sem lýsir sér i kvíðaröskun og einbeitingarskorti. Að sigrast á öllu þeim þröskuldum sem fólust í náminu hefur nýst mér beint og óbeint við að takast á við önnur verkefni. Að frétta nú af því að Söngskóli Sigurðar Demetz þurfi að selja flygil skólans til þess að eiga fyrir sumarlaunum kennara er alveg fáránlegt. Skólinn festi kaup á þessu flygli árið 2018, en hann hafði áður verið eigu Jórunnar Viðar tónskálds. Að ríkið komi ekki til móts við skólann til þess að standa undir umsömdum hækkunum á launum kennara við síðustu kjarasamninga stuðlar hægt og bítandi að því að starfsemi hans hætti. Það er vanvirðing við kennara og skólastjórnendur sem hafa helgað sér þennan starfsvettvang að þurfa að búa við síendurtekið óöryggi um það hvernig eigi að fjármagna skólann. Svarið er ekki að hækka skólagjöld endalaust til að mæta kostnaði. Með því er sér í lagi fólki með einhverfu, ADHD og aðrar raskanir svipt möguleikum á að þroska sína hæfileika eins og mér auðnaðist. Það eiga allir að eiga jöfn tækifæri til þess að stunda það nám sem hugur þeirra stendur til. Nú er líka í umræðunni að stofna Þjóðaróperu, en hvert er þá hugsað að sækja söngvara ef söngskólarnir sem eru grasrótin að slíkri starfsemi eru sveltir. Ég skora á menntamálaráðherra og félagsmálaráðherra úr Flokki fólksins, þeim flokki sem vill stuðla á jafnræði, að svara neyðarkalli Söngskóla Sigurðar Demetz svo flygillinn fái að vera þar sem hann a heima. Höfundur er félagsliði og annar stjórnandi hlaðvarpsins Mannréttindi fatlaðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Skóla- og menntamál Tónlistarnám Flokkur fólksins Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Sjá meira
Vorið 2023 útskrifaðist ég með burtfararpróf frá Söngskóla Sigurðar Demetz. Þar fékk ég tækifæri til að stunda söngnám, sem mig hafði alltaf langað til, á mínum forsendum án þess þó að slegið væri af námskröfum. Þetta hefur reynst mér afar dýrmætt þar sem ég bý við fötlun sem lýsir sér i kvíðaröskun og einbeitingarskorti. Að sigrast á öllu þeim þröskuldum sem fólust í náminu hefur nýst mér beint og óbeint við að takast á við önnur verkefni. Að frétta nú af því að Söngskóli Sigurðar Demetz þurfi að selja flygil skólans til þess að eiga fyrir sumarlaunum kennara er alveg fáránlegt. Skólinn festi kaup á þessu flygli árið 2018, en hann hafði áður verið eigu Jórunnar Viðar tónskálds. Að ríkið komi ekki til móts við skólann til þess að standa undir umsömdum hækkunum á launum kennara við síðustu kjarasamninga stuðlar hægt og bítandi að því að starfsemi hans hætti. Það er vanvirðing við kennara og skólastjórnendur sem hafa helgað sér þennan starfsvettvang að þurfa að búa við síendurtekið óöryggi um það hvernig eigi að fjármagna skólann. Svarið er ekki að hækka skólagjöld endalaust til að mæta kostnaði. Með því er sér í lagi fólki með einhverfu, ADHD og aðrar raskanir svipt möguleikum á að þroska sína hæfileika eins og mér auðnaðist. Það eiga allir að eiga jöfn tækifæri til þess að stunda það nám sem hugur þeirra stendur til. Nú er líka í umræðunni að stofna Þjóðaróperu, en hvert er þá hugsað að sækja söngvara ef söngskólarnir sem eru grasrótin að slíkri starfsemi eru sveltir. Ég skora á menntamálaráðherra og félagsmálaráðherra úr Flokki fólksins, þeim flokki sem vill stuðla á jafnræði, að svara neyðarkalli Söngskóla Sigurðar Demetz svo flygillinn fái að vera þar sem hann a heima. Höfundur er félagsliði og annar stjórnandi hlaðvarpsins Mannréttindi fatlaðra.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar