Dóttirin talar íslensku: Í úrslitum NBA og meira tengd Íslandi en áður Aron Guðmundsson skrifar 17. júní 2025 12:00 Jenny, sem varð Íslandsmeistari á sínum tíma með Keflavík, stendur nú í ströngu með liði Indiana Pacers í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar. Vísir/Samsett mynd Íslandsmeistari með kvennaliði Keflavíkur í körfubolta árið 1998 stendur þessa dagana í ströngu með liði sínu í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar vestanhafs og er tveimur sigurleikjum frá NBA meistaratitlinum. Hún segir tengingu sína við Ísland sterkari en nokkru sinni áður. Jenny Boucek endaði sinn feril sem leikmaður með liði Keflavíkur vorið 1998 en með Jenny innanborðs varð Keflavík bæði Íslands- og bikarmeistari. Síðan þá hefur hún fetað veg þjálfarans, meðal annars í sterkustu kvennadeild í heimi, WNBA deildinni og svo í NBA deildinni sem aðstoðarþjálfari liða á borð við Sacramento Kings, Dallas Mavericks og nú Indiana Pacers undir stjórn Rick Carlisle en Indiana er nú aðeins tveimur leikjum frá NBA meistaratitlinum. Tenging Jenny við Ísland hefur haldist sterk síðan að hún lék hér á landi og þá einkum í gegnum keflvísku goðsagnirnar og hjónin Fal Harðarson og Margréti Sturlaugsdóttur sem og dætur þeirra, tenging sem dóttir Jenny nýtur góðs af. „Ég er meira tengd Íslandi núna en nokkru sinni áður. Þetta er mitt annað heimaland. Ég held haldið sambandi og vinaböndum með meirihluta minna fyrrverandi liðsfélaga,“ segir Jenny í viðtali við Hörð Unnsteinsson hjá íþróttadeild Sýnar sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Íslandsmeistari í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar „Dóttir mín hefur lært Íslensku frá því að hún var mánaðargömul eða frá því að dætur Fals og Margrétar komu til okkar og dvöldu hjá okkur um tíma. Hún lærði öll íslensku barnalögin, horfði á íslenskt barnaefni. Hún lítur á Íslendinga sem sína fjölskyldu. „Ég hef meira að segja hýst Íslendinga sem koma til Indiana og ég hafði ekkert þekkt fyrir. Ef þú ert frá Íslandi þá lít ég á þig sem mína fjölskyldu.“ Lið Indiana Pacers stendur í ströngu í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar gegn Oklahoma City Thunder. Oklahoma leiðir einvígið 3-2 eftir leik næturinnar og getur með sigri í næsta leik tryggt sér meistaratitilinn. NBA Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Jenny Boucek endaði sinn feril sem leikmaður með liði Keflavíkur vorið 1998 en með Jenny innanborðs varð Keflavík bæði Íslands- og bikarmeistari. Síðan þá hefur hún fetað veg þjálfarans, meðal annars í sterkustu kvennadeild í heimi, WNBA deildinni og svo í NBA deildinni sem aðstoðarþjálfari liða á borð við Sacramento Kings, Dallas Mavericks og nú Indiana Pacers undir stjórn Rick Carlisle en Indiana er nú aðeins tveimur leikjum frá NBA meistaratitlinum. Tenging Jenny við Ísland hefur haldist sterk síðan að hún lék hér á landi og þá einkum í gegnum keflvísku goðsagnirnar og hjónin Fal Harðarson og Margréti Sturlaugsdóttur sem og dætur þeirra, tenging sem dóttir Jenny nýtur góðs af. „Ég er meira tengd Íslandi núna en nokkru sinni áður. Þetta er mitt annað heimaland. Ég held haldið sambandi og vinaböndum með meirihluta minna fyrrverandi liðsfélaga,“ segir Jenny í viðtali við Hörð Unnsteinsson hjá íþróttadeild Sýnar sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Íslandsmeistari í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar „Dóttir mín hefur lært Íslensku frá því að hún var mánaðargömul eða frá því að dætur Fals og Margrétar komu til okkar og dvöldu hjá okkur um tíma. Hún lærði öll íslensku barnalögin, horfði á íslenskt barnaefni. Hún lítur á Íslendinga sem sína fjölskyldu. „Ég hef meira að segja hýst Íslendinga sem koma til Indiana og ég hafði ekkert þekkt fyrir. Ef þú ert frá Íslandi þá lít ég á þig sem mína fjölskyldu.“ Lið Indiana Pacers stendur í ströngu í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar gegn Oklahoma City Thunder. Oklahoma leiðir einvígið 3-2 eftir leik næturinnar og getur með sigri í næsta leik tryggt sér meistaratitilinn.
NBA Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira