„Þetta var ekki gert til að flækja, alls ekki“ Agnar Már Másson skrifar 17. júní 2025 15:01 Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi umhverfisráðherra. Vísir/Einar Það var alls ekki markmiðið að flækja veitingu starfsleyfa þegar ný reglugerð var sett á síðasta kjörtímabili, að sögn fyrrverandi umhverfisráðherra, heldur þvert á móti að „einfalda, einfada, einfalda.“ Hann segir að sú staða sem nú er komin upp sé annað hvort vegna mistúlkunar á regluverkinu eða mistaka við innleiðingu þess. Eins og fram hefur komið í fréttum síðustu vikuna hefur regluverk sem sett var af síðustu ríkisstjórn leikið veitingamenn grátt en það kveður á um fjögurra vikna auglýsinga- og umsagnarskyldu til að fá starfsleyfi. Jóhann Páll Jóhansson umhverfisráðherra sagði við fréttastofu í dag að breytingar á því regluverki tækju gildi í vikunni. Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi umhverfisráðherra, setti reglugerðina árið 2024 en hann segir að þær breytingar hafi verið gerðar með einföldun að leiðarljósi. „Þetta var ekki gert til að flækja, alls ekki,“ segir Guðlaugur Þór, sem er í dag þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við fréttastofu. Þarna sé annað hvort um að ræða sérstaka túlkun heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á reglugerðinni, sem tók gildi 2022, eða að mistök hafi verið gerð við innleiðingu hennar. „Markmið var alltaf að einfalda, einfalda, einfalda.“ Vinna sem hafi þegar verið hafin Nýlega hafa veitingamenn kvartað undan hollustuháttareglugerð sem tók gildi í ágúst 2024 þar sem kveðið er á um fjögurra vikna auglýsingaskyldu fyrir allan starfsleyfisskyldan rekstur auk fjögurra vikna úrvinnslutíma. Reglugerðin tók gildi rúmlega tveimur árum eftir að hún var lögð fram í samráðsgátt 2022. Guðlaugur segir að sú vinna sem standi yfir í ráðuneytinu í dag um að einfalda regluverk sé framhald af vinnu sem hafi hafist þegar hann var umhverfisráðherra og segist fagna því að því sé haldið áfram. Í því samhengi nefnir ráðherrann fyrrverandi að hann hafi skrifað undir reglugerð sem gerði 47 atvinnugreinar skráningaskyldar frekar en starfsleyfisskyldar, þar á meðal bifreiðaverksætði og steypustöðvar. Sú breyting náði þó ekki til veitingareksturs en nú hyggst arftaki hans, Jóhann Páll, gera 23 atvinnugreinar til viðbótar skráningarskyldar frekar en starfsleyfisskyldar. Vöruðu við breytingunm Heilbrigðiseftirlitsstofnanir vöruðu við því í umsögnum sínum um heilsuháttarreglugerð 2022 að regluverkið myndi flækja fyrir hollustuháttafyrirtækjum með því að gera þeim skylt að bíða í fjórar vikru eftir að auglýsingatími rynni út. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur taldi breytingarnar „óþarfa flækjustigi“ og taldi enga ástæðu fyrir að auglýsa stafsleyfi enda ættu þau öll að standast kröfur reglugerðarinnar sem og kröfur í gildandi skipulagi og hafa samþykkar teikningar hjá viðkomandi byggingarfulltrúa. Hins vegar mætti skoða hvort viss starfsleyfi fyrirtækja samkvæmt áhættumati ættu ekki að vera auglýsingaskyld, til að mynda vissar heilbrigðisstofnanir og jafnvel fyrirtæki í eða við íbúðabyggð sem eru líkleg til að valda ónæði, sum sé skemmtistaðir. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands sagði benti á að mögulega væri verð að tefja afgreiðslu mála að óþörfu með því að setja inn auglýsingaskyldu á hollustuháttafyrirtækjum „sem hafa fram að þessu verið undanþegin kynningu – er ekki nóg að búið sé að afla samþykkis skipulags- og byggingafulltrúa og gera úttekt áður en leyfið er veitt?“ spurði eftirlitið. „Þetta er hreinasti óþarfi.“ Veitingastaðir Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Eins og fram hefur komið í fréttum síðustu vikuna hefur regluverk sem sett var af síðustu ríkisstjórn leikið veitingamenn grátt en það kveður á um fjögurra vikna auglýsinga- og umsagnarskyldu til að fá starfsleyfi. Jóhann Páll Jóhansson umhverfisráðherra sagði við fréttastofu í dag að breytingar á því regluverki tækju gildi í vikunni. Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi umhverfisráðherra, setti reglugerðina árið 2024 en hann segir að þær breytingar hafi verið gerðar með einföldun að leiðarljósi. „Þetta var ekki gert til að flækja, alls ekki,“ segir Guðlaugur Þór, sem er í dag þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við fréttastofu. Þarna sé annað hvort um að ræða sérstaka túlkun heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á reglugerðinni, sem tók gildi 2022, eða að mistök hafi verið gerð við innleiðingu hennar. „Markmið var alltaf að einfalda, einfalda, einfalda.“ Vinna sem hafi þegar verið hafin Nýlega hafa veitingamenn kvartað undan hollustuháttareglugerð sem tók gildi í ágúst 2024 þar sem kveðið er á um fjögurra vikna auglýsingaskyldu fyrir allan starfsleyfisskyldan rekstur auk fjögurra vikna úrvinnslutíma. Reglugerðin tók gildi rúmlega tveimur árum eftir að hún var lögð fram í samráðsgátt 2022. Guðlaugur segir að sú vinna sem standi yfir í ráðuneytinu í dag um að einfalda regluverk sé framhald af vinnu sem hafi hafist þegar hann var umhverfisráðherra og segist fagna því að því sé haldið áfram. Í því samhengi nefnir ráðherrann fyrrverandi að hann hafi skrifað undir reglugerð sem gerði 47 atvinnugreinar skráningaskyldar frekar en starfsleyfisskyldar, þar á meðal bifreiðaverksætði og steypustöðvar. Sú breyting náði þó ekki til veitingareksturs en nú hyggst arftaki hans, Jóhann Páll, gera 23 atvinnugreinar til viðbótar skráningarskyldar frekar en starfsleyfisskyldar. Vöruðu við breytingunm Heilbrigðiseftirlitsstofnanir vöruðu við því í umsögnum sínum um heilsuháttarreglugerð 2022 að regluverkið myndi flækja fyrir hollustuháttafyrirtækjum með því að gera þeim skylt að bíða í fjórar vikru eftir að auglýsingatími rynni út. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur taldi breytingarnar „óþarfa flækjustigi“ og taldi enga ástæðu fyrir að auglýsa stafsleyfi enda ættu þau öll að standast kröfur reglugerðarinnar sem og kröfur í gildandi skipulagi og hafa samþykkar teikningar hjá viðkomandi byggingarfulltrúa. Hins vegar mætti skoða hvort viss starfsleyfi fyrirtækja samkvæmt áhættumati ættu ekki að vera auglýsingaskyld, til að mynda vissar heilbrigðisstofnanir og jafnvel fyrirtæki í eða við íbúðabyggð sem eru líkleg til að valda ónæði, sum sé skemmtistaðir. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands sagði benti á að mögulega væri verð að tefja afgreiðslu mála að óþörfu með því að setja inn auglýsingaskyldu á hollustuháttafyrirtækjum „sem hafa fram að þessu verið undanþegin kynningu – er ekki nóg að búið sé að afla samþykkis skipulags- og byggingafulltrúa og gera úttekt áður en leyfið er veitt?“ spurði eftirlitið. „Þetta er hreinasti óþarfi.“
Veitingastaðir Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira