Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson skrifar 18. júní 2025 09:00 Leyfisveitingar heilbrigðiseftirlitsins hafa komið til tals í fjölmiðlum undanfarna daga vegna óeðlilegra tafa fyrir veitingarekstur í Reykjavík. Umræðan hefur hvað helst beinst að flækjustigi í regluverkinu og þeim heilbrigðisfulltrúum sem starfa í framlínu íslenska kerfisins sem tryggja á almenningi heilnæm lífsskilyrði. Ýmsar tillögur og skoðanir hafa komið fram, sem eiga það sameiginlegt að sýna fram á vilja til að bæta og einfalda heilbrigðiseftirlitskerfið. Í því samtali er mikilvægt að hafa þekkingu á kerfinu sjálfu, enda hefur heilbrigðiseftirlit á Íslandi þróast í 124 ár og er samofið stofnanakerfi landsins á ýmsa vegu, s.s. í tengslum við hlutverk Landlæknis, Sóttvarnalæknis, sýslumanna, lögreglu, slökkviliðs, sveitarfélaga, byggingarfulltrúa og ýmissa annarra stofnanna bæði ríkis og sveitarfélaga. Eitt helsta verkfæri heilbrigðiseftirlitsins, sem alla tíð hefur verið til staðar, er leyfisskylda þeirra aðila sem reka starfsemi sem með teljandi hætti getur haft áhrif á heilnæmi umhverfis, t.d. í tengslum við matvæli, mengun, sótt- eða slysavarnir og fleira. Þessi krafa er eðli málsins samkvæmt íþyngjandi fyrir rekstraraðila en er jafnframt nauðsynleg ráðstöfun til að tryggja aðkomu heilbrigðiseftirlitsins að starfsemi sem mögulega gæti haft heilsuspillandi áhrif á almenning, nánar til tekið áður en starfsemin hefst. Tilraunin með skráningarskylduna Svo hægt sé að skilja betur þann vanda sem veitingamenn hafa staðið frammi fyrir þá er nauðsynlegt að fjalla stuttlega um lagabreytingu nr. 66/2017. Yfirlýst markmið þessarar lagabreytingar var m.a. að umbylta leyfisveitingum heilbrigðiseftirlits í nafni einföldunar með svokallaðri skráningarskyldu. Líkt og nafnið gefur til kynna þá var grunnhugsunin á bak við skráningarskylduna sú að starfsemi ætti að getað hafist án þess að fá fyrst eftirlit og samþykki heilbrigðiseftirlitsins. Þessi áform um að draga úr hinni aldargömlu leyfisskyldu fengu þó heldur dræmar viðtökur á Alþingi og var því verulega dregið úr áformunum. Niðurstaðan var engu að síður sú að þótt almennt væri gerð krafa um starfsleyfi heilbrigðiseftirlitsins þá mætti fella suma starfsemisflokka undir skráningarskylduna. Þannig var leyfiskerfi heilbrigðiseftirlitsins orðið tvöfalt – í nafni einföldunar. Leyfi undir öðru nafni - „staðfesting skráningar“ Þegar skráningarskyldan var innleidd með reglugerð nr. 830/2022 kom þó í ljós að óskhyggjan um undanþágu frá leyfisskyldunni stóðst einfaldlega ekki meginreglur stjórnsýslunnar. Niðurstaðan varð því sú, sem betur fer fyrir almenning á Íslandi, að skráningarskyld starfsemi má ekki hefjast fyrr en heilbrigðiseftirlitið hefur tekið út starfsemina og staðfest skráninguna, þ.e. veitt leyfi fyrir starfseminni. Skráningarskyldan var gullhúðun Líkt og sjá má á frumvarpi laga nr. 66/2017 var megintilgangur þess að innleiða Evróputilskipun um losun í mengandi iðnaði, sem tilgreinir lágmarkskröfur í tengslum við loftmengun. Skráningarskyldan, sem var bætt við innleiðingarfrumvarpið og snerist eingöngu um að draga úr umfangi heilbrigðiseftirlits, hafði þ.a.l. enga tengingu við markmið tilskipunarinnar. Mistök við lagasetningu? En hvers vegna varð skylt að auglýsa starfsleyfi fyrir veitingastaði og fjölmarga aðra starfsemi? Ástæðan er sú að þótt tilskipuninni geri kröfu um að sum starfsleyfi séu auglýst opinberlega, þ.e. í tengslum við mengandi iðnað yfir ákveðnum stærðarmörkum, þá tilgreindu lög nr. 66/2017 að öll starfsleyfi skyldi auglýsa. Þess vegna þarf nú að auglýsa öll starfsleyfi heilbrigðiseftirlitsins, jafnvel þótt aðeins sum þeirra tengist mengandi iðnaði. Skammtímalausn fyrir tvöfalt kerfi Umhverfisráðherra hefur nú kynnt þá skammtímalausn að veitingastaðir og sum önnur starfsemi þurfi einungis skráningu í stað starfsleyfis – en leysir það raunverulega vandann? Eru leyfisveitingar heilbrigðiseftirlitsins orðnar einfaldar og skilvirkar? Svarið er því miður nei, því þökk sé gullhúðun skráningarskyldunnar er leyfisveitingakerfi heilbrigðiseftirlitsins tvöfalt í stað þess að vera einfalt líkt og það hafði alltaf verið. Vinda þarf ofan af gullhúðuninni Einfaldasta lausnin á þessum vanda er auðvitað að afmarka auglýsingarskylduna við þau starfsleyfi sem Evróputilskipunin kveður á um, ásamt því að afnema skráningarskylduna sem hefur gert fátt annað en að rugla rekstraraðila í ríminu og torvelda stjórnsýslu heilbrigðiseftirlitsins. Efling heilbrigðiseftirlits til framtíðar Þetta mál er gott dæmi um mikilvægi þess að stjórnsýsluumbætur séu vandlega ígrundaðar og gerðar í nánu samstarfi m.a. við þá sem starfa úti á vettvangi, í þessu tilfelli sjálft heilbrigðiseftirlitið. Einnig er nauðsynlegt að hlusta á þá sem hafa upplifað vandamál í tengslum við heilbrigðiseftirlit til að fá betri mynd af því sem megi betur fara og greina hvernig best sé að ná fram frekar umbótum. Með þessu hætti getur samfélagið tryggt sér gott heilbrigðiseftirlit til framtíðar. Höfundur er heilbrigðisfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðiseftirlit Stjórnsýsla Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Leyfisveitingar heilbrigðiseftirlitsins hafa komið til tals í fjölmiðlum undanfarna daga vegna óeðlilegra tafa fyrir veitingarekstur í Reykjavík. Umræðan hefur hvað helst beinst að flækjustigi í regluverkinu og þeim heilbrigðisfulltrúum sem starfa í framlínu íslenska kerfisins sem tryggja á almenningi heilnæm lífsskilyrði. Ýmsar tillögur og skoðanir hafa komið fram, sem eiga það sameiginlegt að sýna fram á vilja til að bæta og einfalda heilbrigðiseftirlitskerfið. Í því samtali er mikilvægt að hafa þekkingu á kerfinu sjálfu, enda hefur heilbrigðiseftirlit á Íslandi þróast í 124 ár og er samofið stofnanakerfi landsins á ýmsa vegu, s.s. í tengslum við hlutverk Landlæknis, Sóttvarnalæknis, sýslumanna, lögreglu, slökkviliðs, sveitarfélaga, byggingarfulltrúa og ýmissa annarra stofnanna bæði ríkis og sveitarfélaga. Eitt helsta verkfæri heilbrigðiseftirlitsins, sem alla tíð hefur verið til staðar, er leyfisskylda þeirra aðila sem reka starfsemi sem með teljandi hætti getur haft áhrif á heilnæmi umhverfis, t.d. í tengslum við matvæli, mengun, sótt- eða slysavarnir og fleira. Þessi krafa er eðli málsins samkvæmt íþyngjandi fyrir rekstraraðila en er jafnframt nauðsynleg ráðstöfun til að tryggja aðkomu heilbrigðiseftirlitsins að starfsemi sem mögulega gæti haft heilsuspillandi áhrif á almenning, nánar til tekið áður en starfsemin hefst. Tilraunin með skráningarskylduna Svo hægt sé að skilja betur þann vanda sem veitingamenn hafa staðið frammi fyrir þá er nauðsynlegt að fjalla stuttlega um lagabreytingu nr. 66/2017. Yfirlýst markmið þessarar lagabreytingar var m.a. að umbylta leyfisveitingum heilbrigðiseftirlits í nafni einföldunar með svokallaðri skráningarskyldu. Líkt og nafnið gefur til kynna þá var grunnhugsunin á bak við skráningarskylduna sú að starfsemi ætti að getað hafist án þess að fá fyrst eftirlit og samþykki heilbrigðiseftirlitsins. Þessi áform um að draga úr hinni aldargömlu leyfisskyldu fengu þó heldur dræmar viðtökur á Alþingi og var því verulega dregið úr áformunum. Niðurstaðan var engu að síður sú að þótt almennt væri gerð krafa um starfsleyfi heilbrigðiseftirlitsins þá mætti fella suma starfsemisflokka undir skráningarskylduna. Þannig var leyfiskerfi heilbrigðiseftirlitsins orðið tvöfalt – í nafni einföldunar. Leyfi undir öðru nafni - „staðfesting skráningar“ Þegar skráningarskyldan var innleidd með reglugerð nr. 830/2022 kom þó í ljós að óskhyggjan um undanþágu frá leyfisskyldunni stóðst einfaldlega ekki meginreglur stjórnsýslunnar. Niðurstaðan varð því sú, sem betur fer fyrir almenning á Íslandi, að skráningarskyld starfsemi má ekki hefjast fyrr en heilbrigðiseftirlitið hefur tekið út starfsemina og staðfest skráninguna, þ.e. veitt leyfi fyrir starfseminni. Skráningarskyldan var gullhúðun Líkt og sjá má á frumvarpi laga nr. 66/2017 var megintilgangur þess að innleiða Evróputilskipun um losun í mengandi iðnaði, sem tilgreinir lágmarkskröfur í tengslum við loftmengun. Skráningarskyldan, sem var bætt við innleiðingarfrumvarpið og snerist eingöngu um að draga úr umfangi heilbrigðiseftirlits, hafði þ.a.l. enga tengingu við markmið tilskipunarinnar. Mistök við lagasetningu? En hvers vegna varð skylt að auglýsa starfsleyfi fyrir veitingastaði og fjölmarga aðra starfsemi? Ástæðan er sú að þótt tilskipuninni geri kröfu um að sum starfsleyfi séu auglýst opinberlega, þ.e. í tengslum við mengandi iðnað yfir ákveðnum stærðarmörkum, þá tilgreindu lög nr. 66/2017 að öll starfsleyfi skyldi auglýsa. Þess vegna þarf nú að auglýsa öll starfsleyfi heilbrigðiseftirlitsins, jafnvel þótt aðeins sum þeirra tengist mengandi iðnaði. Skammtímalausn fyrir tvöfalt kerfi Umhverfisráðherra hefur nú kynnt þá skammtímalausn að veitingastaðir og sum önnur starfsemi þurfi einungis skráningu í stað starfsleyfis – en leysir það raunverulega vandann? Eru leyfisveitingar heilbrigðiseftirlitsins orðnar einfaldar og skilvirkar? Svarið er því miður nei, því þökk sé gullhúðun skráningarskyldunnar er leyfisveitingakerfi heilbrigðiseftirlitsins tvöfalt í stað þess að vera einfalt líkt og það hafði alltaf verið. Vinda þarf ofan af gullhúðuninni Einfaldasta lausnin á þessum vanda er auðvitað að afmarka auglýsingarskylduna við þau starfsleyfi sem Evróputilskipunin kveður á um, ásamt því að afnema skráningarskylduna sem hefur gert fátt annað en að rugla rekstraraðila í ríminu og torvelda stjórnsýslu heilbrigðiseftirlitsins. Efling heilbrigðiseftirlits til framtíðar Þetta mál er gott dæmi um mikilvægi þess að stjórnsýsluumbætur séu vandlega ígrundaðar og gerðar í nánu samstarfi m.a. við þá sem starfa úti á vettvangi, í þessu tilfelli sjálft heilbrigðiseftirlitið. Einnig er nauðsynlegt að hlusta á þá sem hafa upplifað vandamál í tengslum við heilbrigðiseftirlit til að fá betri mynd af því sem megi betur fara og greina hvernig best sé að ná fram frekar umbótum. Með þessu hætti getur samfélagið tryggt sér gott heilbrigðiseftirlit til framtíðar. Höfundur er heilbrigðisfulltrúi.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun