Ríkisstjórnarflokkarnir fylgja Landsvirkjun – gegn Þjórsárverum Svandís Svavarsdóttir og Álfheiður Ingadóttir skrifa 19. júní 2025 11:00 Baráttan fyrir verndun Þjórsárvera er ein sú merkasta í íslenskri náttúruverndarsögu. Hún hefur staðið í áratugi og markað dýrmæt fordæmi um hvernig náttúruverndarhagsmunir geta vegið þungt gegn áformum um virkjanir og aðrar framkvæmdir. Þegar Norðlingaölduveita var sett í verndarflokk á árinu 2013, að undangenginni harðri og yfirgripsmikilli baráttu, innan sem utan Alþingis, leit margt út fyrir að þeirri glímu væri lokið. En þráðurinn var tekinn upp og til varð önnur tillaga á borði Landsvirkjunar undir heitinu Kjalölduveita. Kjalölduveita er ekki nýr virkjunarkostur heldur endurútgáfa af sömu gömlu hugmyndinni um Norðlingaölduveitu – með óverulegum breytingum að formi, en ekki efni. Það hefur legið fyrir ítrekað, í áliti faghópa og verkefnisstjórna á öllum stigum rammaáætlunar, að Kjalölduveita skarast á við Norðlingaölduveitu – bæði í áhrifum og í staðsetningu. Áformin, hvaða nafni sem Landsvirkjun kann aað gefa þeim, snerta Þjórsárver, sem eru viðurkennd alþjóðleg náttúruverndarperla, votlendi sem er einstakt á heimsvísu og eitt fárra Ramsar-svæða á landinu. Við þekkjum þessa baráttu Við höfum báðar staðið í þessari baráttu. Önnur okkar sat í stjórn Landsvirkjunar í meira en áratug og lagði þar ítrekað fram tillögur um að hætt yrði við áformin um veitur við Norðlingaöldu og Kjalöldu – án árangurs. Hin er núverandi formaður VG, flokks sem frá upphafi hefur staðið með verndun Þjórsárvera og gegn blekkingum sem felast í endurpakkaðri stóriðjustefnu, og var umhverfisráðherra þegar Norðlingaölduveita var afgreidd í verndarflokk á árinu 2013. Það var svo Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra Bjartrar framtíðar sem stækkaði friðlandið í Þjórsárverum árið 2017 og friðlýsti þar með svæðið gegn virkjun við Norðlingaöldu. Það veldur því bæði vonbrigðum og áhyggjum að sjá afgreiðslu meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, þar sem tillögu verkefnisstjórnar rammaáætlunar um að flokka Kjalölduveitu í vernd var breytt. Í stað þess leggur nefndin nú til að halda kostinum áfram „til skoðunar“, líkt og um óútkljáð mál væri að ræða. Málið er ekki óútkljáð. Allt sem máli skiptir hefur verið skoðað – og niðurstöðurnar liggja fyrir. Niðurstöðurnar liggja fyrir Faghópar 1 og 2 í Rammaáætlun hafa ítrekað metið það svo að breytingar á Norðlingaölduveitu með tilkomu hugmyndar um Kjalölduveitu séu ekki þess eðlis að þær breyti forsendum þess að setja þessa einstöku náttúruperlu í verndarflokk. Verkefnisstjórn 3. áfanga komst að þeirri niðurstöðu að Kjalölduveita væri einfaldlega nýtt nafn á eldri áformum. Í 5. áfanga var málsmeðferðin lögfræðilega staðfest og endurmat fór fram – með sömu niðurstöðu. Í fylgiskjali 7 með skýrslu verkefnisstjórnar 5. áfanga er að finna rækilega samantekt á þessu öllu – allt frá lagalegum forsendum til landfræðilegrar skörunar. Afgreiðsla rammaáætlunar árið 2022, þar sem Kjalölduveita var sett í biðflokk, snerist einmitt um að kveða þessa rakalausu umræðu endanlega í kútinn. Áherslan á þeim tíma var á að fá úr því skorið með óyggjandi hætti að Kjalölduveita væri ekki nýr virkjunarkostur, heldur nýtt nafn á Norðlingaölduveitu. Sú niðurstaða liggur nú fyrir, bæði frá verkefnisstjórn og ráðuneyti. Ráðherra gegn eigin kerfi Í því ljósi er sérstaklega alvarlegt að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skuli í umræðu á Alþingi styðja þá breytingu sem meirihluti nefndarinnar leggur til – gegn faglegum niðurstöðum og eigin ráðuneyti. Þannig verður ekki betur séð en að ríkisstjórnarflokkarnir fylgi Landsvirkjun í því að halda þessum gamalkunna virkjunarkosti á lífi. Það er dapurlegt. Og varðar miklu. Það er ömurlegt að Landsvirkjun, með stuðningi ráðherra og þingsins, skuli fá að draga þessa sögu endalaust á langinn með því að halda gömlu hugmyndunum á lífi undir nýjum nöfnum. Þjórsárver eru ekki vettvangur tilraunastarfsemi, heldur friðlýst svæði með óumdeilt alþjóðlegt verndargildi, m.a. sem fjölbreyttasta, stærsta og samfelldasta gróðurvin hálendisins og mikilvægt búsvæði dýra og plantna og var við friðlýsingu svæðisins höfð hliðsjón af alþjóðlegum samningum á borð við Bernarsamninginn, Ramsarsamninginn og Samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni. Stöndum með Þjórsárverum Við hvetjum Alþingi til að virða niðurstöður faglegra og lýðræðislegra ferla. Verkefnisstjórn rammaáætlunar starfar ekki í pólitísku tómarúmi – hún byggir á lögum og faglegu mati. Stöndum með Þjórsárverum. Hættum að vega að þessu ósnortna landi í nafni framfara sem standast ekki gagnrýna skoðun. Íslensk náttúra á rétt á virðingu – og vernd. Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænnaÁlfheiður Ingadóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í Landsvirkjun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Vinstri græn Orkumál Ásahreppur Landsvirkjun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Baráttan fyrir verndun Þjórsárvera er ein sú merkasta í íslenskri náttúruverndarsögu. Hún hefur staðið í áratugi og markað dýrmæt fordæmi um hvernig náttúruverndarhagsmunir geta vegið þungt gegn áformum um virkjanir og aðrar framkvæmdir. Þegar Norðlingaölduveita var sett í verndarflokk á árinu 2013, að undangenginni harðri og yfirgripsmikilli baráttu, innan sem utan Alþingis, leit margt út fyrir að þeirri glímu væri lokið. En þráðurinn var tekinn upp og til varð önnur tillaga á borði Landsvirkjunar undir heitinu Kjalölduveita. Kjalölduveita er ekki nýr virkjunarkostur heldur endurútgáfa af sömu gömlu hugmyndinni um Norðlingaölduveitu – með óverulegum breytingum að formi, en ekki efni. Það hefur legið fyrir ítrekað, í áliti faghópa og verkefnisstjórna á öllum stigum rammaáætlunar, að Kjalölduveita skarast á við Norðlingaölduveitu – bæði í áhrifum og í staðsetningu. Áformin, hvaða nafni sem Landsvirkjun kann aað gefa þeim, snerta Þjórsárver, sem eru viðurkennd alþjóðleg náttúruverndarperla, votlendi sem er einstakt á heimsvísu og eitt fárra Ramsar-svæða á landinu. Við þekkjum þessa baráttu Við höfum báðar staðið í þessari baráttu. Önnur okkar sat í stjórn Landsvirkjunar í meira en áratug og lagði þar ítrekað fram tillögur um að hætt yrði við áformin um veitur við Norðlingaöldu og Kjalöldu – án árangurs. Hin er núverandi formaður VG, flokks sem frá upphafi hefur staðið með verndun Þjórsárvera og gegn blekkingum sem felast í endurpakkaðri stóriðjustefnu, og var umhverfisráðherra þegar Norðlingaölduveita var afgreidd í verndarflokk á árinu 2013. Það var svo Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra Bjartrar framtíðar sem stækkaði friðlandið í Þjórsárverum árið 2017 og friðlýsti þar með svæðið gegn virkjun við Norðlingaöldu. Það veldur því bæði vonbrigðum og áhyggjum að sjá afgreiðslu meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, þar sem tillögu verkefnisstjórnar rammaáætlunar um að flokka Kjalölduveitu í vernd var breytt. Í stað þess leggur nefndin nú til að halda kostinum áfram „til skoðunar“, líkt og um óútkljáð mál væri að ræða. Málið er ekki óútkljáð. Allt sem máli skiptir hefur verið skoðað – og niðurstöðurnar liggja fyrir. Niðurstöðurnar liggja fyrir Faghópar 1 og 2 í Rammaáætlun hafa ítrekað metið það svo að breytingar á Norðlingaölduveitu með tilkomu hugmyndar um Kjalölduveitu séu ekki þess eðlis að þær breyti forsendum þess að setja þessa einstöku náttúruperlu í verndarflokk. Verkefnisstjórn 3. áfanga komst að þeirri niðurstöðu að Kjalölduveita væri einfaldlega nýtt nafn á eldri áformum. Í 5. áfanga var málsmeðferðin lögfræðilega staðfest og endurmat fór fram – með sömu niðurstöðu. Í fylgiskjali 7 með skýrslu verkefnisstjórnar 5. áfanga er að finna rækilega samantekt á þessu öllu – allt frá lagalegum forsendum til landfræðilegrar skörunar. Afgreiðsla rammaáætlunar árið 2022, þar sem Kjalölduveita var sett í biðflokk, snerist einmitt um að kveða þessa rakalausu umræðu endanlega í kútinn. Áherslan á þeim tíma var á að fá úr því skorið með óyggjandi hætti að Kjalölduveita væri ekki nýr virkjunarkostur, heldur nýtt nafn á Norðlingaölduveitu. Sú niðurstaða liggur nú fyrir, bæði frá verkefnisstjórn og ráðuneyti. Ráðherra gegn eigin kerfi Í því ljósi er sérstaklega alvarlegt að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skuli í umræðu á Alþingi styðja þá breytingu sem meirihluti nefndarinnar leggur til – gegn faglegum niðurstöðum og eigin ráðuneyti. Þannig verður ekki betur séð en að ríkisstjórnarflokkarnir fylgi Landsvirkjun í því að halda þessum gamalkunna virkjunarkosti á lífi. Það er dapurlegt. Og varðar miklu. Það er ömurlegt að Landsvirkjun, með stuðningi ráðherra og þingsins, skuli fá að draga þessa sögu endalaust á langinn með því að halda gömlu hugmyndunum á lífi undir nýjum nöfnum. Þjórsárver eru ekki vettvangur tilraunastarfsemi, heldur friðlýst svæði með óumdeilt alþjóðlegt verndargildi, m.a. sem fjölbreyttasta, stærsta og samfelldasta gróðurvin hálendisins og mikilvægt búsvæði dýra og plantna og var við friðlýsingu svæðisins höfð hliðsjón af alþjóðlegum samningum á borð við Bernarsamninginn, Ramsarsamninginn og Samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni. Stöndum með Þjórsárverum Við hvetjum Alþingi til að virða niðurstöður faglegra og lýðræðislegra ferla. Verkefnisstjórn rammaáætlunar starfar ekki í pólitísku tómarúmi – hún byggir á lögum og faglegu mati. Stöndum með Þjórsárverum. Hættum að vega að þessu ósnortna landi í nafni framfara sem standast ekki gagnrýna skoðun. Íslensk náttúra á rétt á virðingu – og vernd. Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænnaÁlfheiður Ingadóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í Landsvirkjun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun