Vill banna nikótínvörur með bragði og gera umbúðirnar ljótar Árni Sæberg skrifar 19. júní 2025 12:00 Alma Möller vill hafa nikótínpúða bragðlausa og í ljótum umbúðum. Vísir/Ívar Fannar/Egill Heilbrigðisráðherra hefur birt áform um lagasetningu sem miðar að því að setja eina heildstæða löggjöf fyrir bæði tóbaks- og nikótínvörur. Meðal þess sem felst í áformunum er að banna sölu nikótínvörur með bragðefnum „sem höfða til barna“. Í samráðsgátt stjórnvalda kynnir Alma Möller heilbrigðisráðherra til umsagnar áform um frumvarp til laga um varnir gegn tóbaki og nikótíni. Áformin geri ráð fyrir frumvarpi til heildarlaga um varnir gegn tóbaki og nikótíni. Með frumvarpinu sé lagt til að sameina ákvæði laga um tóbaksvarnir og ákvæði laga um nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur í eina heildarlöggjöf um varnir gegn tóbaks- og nikótínvörum. Núgildandi reglur hafi dugað skammt „Tóbaks- og nikótínvörur eru unnar úr tóbaksplöntunni þó að nikótínvörur innihaldi ekki tóbak en sitthvor löggjöfin gildir annars vegar um tóbaksvörur og hins vegar nikótínvörur, eins og nikótínpúða og rafrettur.“ Þörf sé á að setja tóbaks- og nikótínvörur undir sömu löggjöf þar sem sömu eða sambærilegar reglur gilda. Í ljósi þess hversu notkunin sé útbreidd og að um sé að ræða vörur sem séu ávanabindandi og skaðlegar heilsu sé brýn þörf á frekari aðgerðum og ljóst miðað við notkun ungmenna að ákvæði laga um aldurstakmörk, sýnileikabann, auglýsingabann og fleira hafi dugað skammt. Bragðlaust nikótín Með frumvarpinu sé stefnt að því markmiði að draga úr notkun tóbaks- og nikótínvara, sérstaklega meðal ungmenna. Auk þess að sameina núgildandi ákvæði laga um tóbaksvarnir og nikótínvörur sé í frumvarpinu lagt til að efla verulega varnir gegn tóbaks- og nikótínvörum. Í frumvarpinu verði lagt til að settar verði takmarkanir á sölu nikótínvara sem innihalda bragðefni sem höfða til barna. Ekki er tekið fram hvers konar bragðefni eru talin höfða til barna. Með lögum árið 2023 hafi verið lagt bann við tóbaksvörum með einkennandi bragði en bannið taki gildi 11. júní 2028. Lagt sé til að sömu reglur gildi um notkun sígarettna og rafrettna. Ljótasti litur í heimi á dollum og rafrettum Enn fremur segir að umbúðir nikótínvara verði einsleitar líkt og gildir um umbúðir tóbaksvara. Willum Þór Þórsson, þáverandi heilbrigðisráðherra setti reglugerð í október í fyrra um að allar tóbakspakkningar skyldu vera einsleitar og í litnum Pantone 448 C, sem hefur verið sagður ljótasti litur í heiminum. Þó er enn heimilt að flytja inn hefðbundnar tóbakspakkningar og svo verður til október þessa árs. Eftir það mun enn mega selja litríka sígarettupakka í átján mánuði. Engin netsala með vindla Loks segir að lagt sé til að óheimilt verði að selja tóbaks- og nikótínvörur í netsölu, framleiðsla tóbaks- og nikótínvara verði leyfisskyld og söluaðilum verði gert skylt að spyrja kaupendur um skilríki. Í frumvarpinu verði einnig skerpt á reglum um viðurlög. Til að auka skilvirkni og til samræmis við tillögur starfshóps um hagræðingu í ríkisrekstri séu lagðar til breytingar á eftirliti með tóbaks- og nikótínvörum en meðal annars sé lagt til að eftirlit með smásölu nikótínvara verði hjá heilbrigðisnefndum sveitarfélaga eða sambærilegri eftirlitsstofnun, tilkynningar á nýjum vörum verði mótteknar af ÁTVR og að eftirlit með auglýsingum á bæði tóbaks- og nikótínvörum verði hjá Neytendastofu. Heilbrigðismál Nikótínpúðar Rafrettur Tóbak Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Í samráðsgátt stjórnvalda kynnir Alma Möller heilbrigðisráðherra til umsagnar áform um frumvarp til laga um varnir gegn tóbaki og nikótíni. Áformin geri ráð fyrir frumvarpi til heildarlaga um varnir gegn tóbaki og nikótíni. Með frumvarpinu sé lagt til að sameina ákvæði laga um tóbaksvarnir og ákvæði laga um nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur í eina heildarlöggjöf um varnir gegn tóbaks- og nikótínvörum. Núgildandi reglur hafi dugað skammt „Tóbaks- og nikótínvörur eru unnar úr tóbaksplöntunni þó að nikótínvörur innihaldi ekki tóbak en sitthvor löggjöfin gildir annars vegar um tóbaksvörur og hins vegar nikótínvörur, eins og nikótínpúða og rafrettur.“ Þörf sé á að setja tóbaks- og nikótínvörur undir sömu löggjöf þar sem sömu eða sambærilegar reglur gilda. Í ljósi þess hversu notkunin sé útbreidd og að um sé að ræða vörur sem séu ávanabindandi og skaðlegar heilsu sé brýn þörf á frekari aðgerðum og ljóst miðað við notkun ungmenna að ákvæði laga um aldurstakmörk, sýnileikabann, auglýsingabann og fleira hafi dugað skammt. Bragðlaust nikótín Með frumvarpinu sé stefnt að því markmiði að draga úr notkun tóbaks- og nikótínvara, sérstaklega meðal ungmenna. Auk þess að sameina núgildandi ákvæði laga um tóbaksvarnir og nikótínvörur sé í frumvarpinu lagt til að efla verulega varnir gegn tóbaks- og nikótínvörum. Í frumvarpinu verði lagt til að settar verði takmarkanir á sölu nikótínvara sem innihalda bragðefni sem höfða til barna. Ekki er tekið fram hvers konar bragðefni eru talin höfða til barna. Með lögum árið 2023 hafi verið lagt bann við tóbaksvörum með einkennandi bragði en bannið taki gildi 11. júní 2028. Lagt sé til að sömu reglur gildi um notkun sígarettna og rafrettna. Ljótasti litur í heimi á dollum og rafrettum Enn fremur segir að umbúðir nikótínvara verði einsleitar líkt og gildir um umbúðir tóbaksvara. Willum Þór Þórsson, þáverandi heilbrigðisráðherra setti reglugerð í október í fyrra um að allar tóbakspakkningar skyldu vera einsleitar og í litnum Pantone 448 C, sem hefur verið sagður ljótasti litur í heiminum. Þó er enn heimilt að flytja inn hefðbundnar tóbakspakkningar og svo verður til október þessa árs. Eftir það mun enn mega selja litríka sígarettupakka í átján mánuði. Engin netsala með vindla Loks segir að lagt sé til að óheimilt verði að selja tóbaks- og nikótínvörur í netsölu, framleiðsla tóbaks- og nikótínvara verði leyfisskyld og söluaðilum verði gert skylt að spyrja kaupendur um skilríki. Í frumvarpinu verði einnig skerpt á reglum um viðurlög. Til að auka skilvirkni og til samræmis við tillögur starfshóps um hagræðingu í ríkisrekstri séu lagðar til breytingar á eftirliti með tóbaks- og nikótínvörum en meðal annars sé lagt til að eftirlit með smásölu nikótínvara verði hjá heilbrigðisnefndum sveitarfélaga eða sambærilegri eftirlitsstofnun, tilkynningar á nýjum vörum verði mótteknar af ÁTVR og að eftirlit með auglýsingum á bæði tóbaks- og nikótínvörum verði hjá Neytendastofu.
Heilbrigðismál Nikótínpúðar Rafrettur Tóbak Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira