Falin tækifæri til náms Heiða Ingimarsdóttir skrifar 22. júní 2025 08:03 Í hverjum landshluta skiptir máli að halda úti öflugu skólastarfi. Sveitarfélögin sjá um að reka faglega leik- og grunnskóla þar sem ungviðið tekur gjarnan sín fyrstu skref í félagsþroska og almennu námi. Þá taka við framhaldsskólarnir en þeir eru alls konar og flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það er bók- eða verknám, stað- eða fjarnám, byggt að mestu upp á kennslu með raunhæfum verkefnum, verkefnatímum eða kennslustundum. Á Austurlandi leynast ýmiskonar tækifæri fyrir fólk að loknum grunnskóla og eða framhaldsskóla en skólana þar mætti bæði kynna betur, styrkja frekar og byggja undir þá. Það kann að sæta undrun, þegar skilaboð um yfirfulla verknámsskóla glymja í eyrum landsmanna, að í Neskaupsstað sé frábær verkmenntaskóli. Þar er boðið upp á fyrsta flokks nám í helstu bóknámsbrautum, sjúkraliðanám, uppeldisnám, öflugt verknám sem og nýsköpunar og tæknibraut. Það merkilega er samt aðþar eru laus pláss. Sem foreldri ungmenna hef ég verið að kanna framboð náms í skólum á norðausturhluta landsins og í þessum ágæta skóla var til dæmis ekki hægt að staðfesta framan af hvort kennt yrði í háriðn. Það færi nefnilega eftir skráningu. Ég spurði hissa hvort það vantaði virkilega nemendur í verknám og hvernig það væri, ef nemendur af höfuðborgarsvæðinu fengju ekki inn í verknám þar hvort þeir fengju sömu styrki á heimavist og börn utan af landi. Jú það var svo. Ég spurði þá hvernig það væri, nú væri tekið fram að vistin lokaði um helgar, það væri auðvitað of dýrt fyrir foreldra barna á höfuðborgarsvæðinu að fljúga börnum sínum heim allar helgar. Þá var mér tjáð að við slíkar aðstæður væru gerðar undanþágur. Ég fór einnig í heimsókn í verkmenntaskólann á Akureyri fyrir ári síðan. Þar var mér tjáð að það væri ekki mikið mál að fá einstaklingsherbergi, vistin væri ekki svo þétt setin. Sonur minn kíkti svo þangað með grunnskólanum sínum núna í vor og voru níundu bekkingar hvattir til að athuga hvort þeir gætu mögulega hafið nám á undanþágu um haustið. Það var nefnilega pláss og rými í að taka við fleirum. Þurfum við kannski að hugsa hlutina aðeins öðruvísi, ættu foreldrar á suðvesturhorninu kannski að fá upplýsingar um þá kosti sem eru úti á landi svo börn sem ekki fá skólavist á höfuðborgarsvæðinu geti mögulega stundað sitt draumanám, þó þau þurfi að búa á heimavist á meðan? Á Austurlandi, nánar tiltekið á Seyðisfirði, má svo finna hinn einstaka LungA skóla. Skólinn er lýðskóli og bíður upp á brautir sem kallast list, land og radio. LungA skólinn hefur mikið vægi í samfélagi sínu þar sem hann dregur til sín fólk sem sest að í firðinum á meðan það leggur stund á námið. Nemendur auðga svo bæjarlífið með ýmiskonar list og gjörningum. Námið hefur alið af sér ýmiskonar viðburði og erlendir nemendur hafa margir ýmist sest að eða koma reglulega í heimsókn. Skólinn gefur landshlutanum og bæjarkjarnanum skemmtilegan blæ og sérstöðu þegar kemur að list- og náttúrunámi. Á Hallormsstað er svo fyrsta staðbunda háskólanámið á Austurlandi. Þar geta nemendur tileinkað sér sjálfbærni og nýsköpun. Staðsetningin og tengslin við náttúruna gerir námið sérstakara fyrir vikið. Í skólanum er heimavist svo hann geta nemendur hvaðanæva að sótt. Að fá skólann viðurkenndan á háskólastig var mikilvægt skref í að efla háskólanám í landshlutanum og er vonandi fyrsta skrefið af mörgum í þá átt. Að lokum er mikilvægt að minnast á Austurbrú þegar kemur að upptalningu náms og námsmöguleika á Austurlandi. Stofnuninn heldur ýmiskonar námskeið en er einnig mikilvægur hlekkur í því að fólk geti stundað fjarnám í landshlutanum. Þar eru hægt að taka próf, fá leiðsögn og aðgang að námsveri og tengingu við aðra nemendur á svæðinu. Þrátt fyrir þetta öfluga starf má gera enn betur. Það þarf að hlúa að þessum stofnunum og nemendum þeirra. Þannig höldum við uppi fjölbreyttu mannlífi og styðjum við búsetu úti á landi. Háskólarnir eru misduglegir við að bjóða upp á vandað fjarnám og er það eitthvað sem þyrfti að efla enn frekar. Landsmenn ættu að hafa val um að stunda það nám sem þeir vilja, þar sem þeir vilja. Búseta ætti ekki að vera fyrirstaða. Til þess þarf að efla skóla úti á landi enn frekar svo þeir geti haldið áfram að bjóða upp á það frábæra og fjölbreytta nám sem nú þegar er til staðar og ekki síst svo þeir megi stækka og þroskast enn frekar. Með slíkum skrefum er ekki bara verið að opna á þann möguleika að unga fólkið okkar úti á landi þurfi ekki að sækja nám annað, og mögulega ekki koma til baka aftur, heldur líka gera landshlutann áhugaverðan í augum fólks sem annars myndi mögulega ekki íhuga að setjast þar að. Höfundur er sitjandi varaþingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Heiða Ingimarsdóttir Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Í hverjum landshluta skiptir máli að halda úti öflugu skólastarfi. Sveitarfélögin sjá um að reka faglega leik- og grunnskóla þar sem ungviðið tekur gjarnan sín fyrstu skref í félagsþroska og almennu námi. Þá taka við framhaldsskólarnir en þeir eru alls konar og flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það er bók- eða verknám, stað- eða fjarnám, byggt að mestu upp á kennslu með raunhæfum verkefnum, verkefnatímum eða kennslustundum. Á Austurlandi leynast ýmiskonar tækifæri fyrir fólk að loknum grunnskóla og eða framhaldsskóla en skólana þar mætti bæði kynna betur, styrkja frekar og byggja undir þá. Það kann að sæta undrun, þegar skilaboð um yfirfulla verknámsskóla glymja í eyrum landsmanna, að í Neskaupsstað sé frábær verkmenntaskóli. Þar er boðið upp á fyrsta flokks nám í helstu bóknámsbrautum, sjúkraliðanám, uppeldisnám, öflugt verknám sem og nýsköpunar og tæknibraut. Það merkilega er samt aðþar eru laus pláss. Sem foreldri ungmenna hef ég verið að kanna framboð náms í skólum á norðausturhluta landsins og í þessum ágæta skóla var til dæmis ekki hægt að staðfesta framan af hvort kennt yrði í háriðn. Það færi nefnilega eftir skráningu. Ég spurði hissa hvort það vantaði virkilega nemendur í verknám og hvernig það væri, ef nemendur af höfuðborgarsvæðinu fengju ekki inn í verknám þar hvort þeir fengju sömu styrki á heimavist og börn utan af landi. Jú það var svo. Ég spurði þá hvernig það væri, nú væri tekið fram að vistin lokaði um helgar, það væri auðvitað of dýrt fyrir foreldra barna á höfuðborgarsvæðinu að fljúga börnum sínum heim allar helgar. Þá var mér tjáð að við slíkar aðstæður væru gerðar undanþágur. Ég fór einnig í heimsókn í verkmenntaskólann á Akureyri fyrir ári síðan. Þar var mér tjáð að það væri ekki mikið mál að fá einstaklingsherbergi, vistin væri ekki svo þétt setin. Sonur minn kíkti svo þangað með grunnskólanum sínum núna í vor og voru níundu bekkingar hvattir til að athuga hvort þeir gætu mögulega hafið nám á undanþágu um haustið. Það var nefnilega pláss og rými í að taka við fleirum. Þurfum við kannski að hugsa hlutina aðeins öðruvísi, ættu foreldrar á suðvesturhorninu kannski að fá upplýsingar um þá kosti sem eru úti á landi svo börn sem ekki fá skólavist á höfuðborgarsvæðinu geti mögulega stundað sitt draumanám, þó þau þurfi að búa á heimavist á meðan? Á Austurlandi, nánar tiltekið á Seyðisfirði, má svo finna hinn einstaka LungA skóla. Skólinn er lýðskóli og bíður upp á brautir sem kallast list, land og radio. LungA skólinn hefur mikið vægi í samfélagi sínu þar sem hann dregur til sín fólk sem sest að í firðinum á meðan það leggur stund á námið. Nemendur auðga svo bæjarlífið með ýmiskonar list og gjörningum. Námið hefur alið af sér ýmiskonar viðburði og erlendir nemendur hafa margir ýmist sest að eða koma reglulega í heimsókn. Skólinn gefur landshlutanum og bæjarkjarnanum skemmtilegan blæ og sérstöðu þegar kemur að list- og náttúrunámi. Á Hallormsstað er svo fyrsta staðbunda háskólanámið á Austurlandi. Þar geta nemendur tileinkað sér sjálfbærni og nýsköpun. Staðsetningin og tengslin við náttúruna gerir námið sérstakara fyrir vikið. Í skólanum er heimavist svo hann geta nemendur hvaðanæva að sótt. Að fá skólann viðurkenndan á háskólastig var mikilvægt skref í að efla háskólanám í landshlutanum og er vonandi fyrsta skrefið af mörgum í þá átt. Að lokum er mikilvægt að minnast á Austurbrú þegar kemur að upptalningu náms og námsmöguleika á Austurlandi. Stofnuninn heldur ýmiskonar námskeið en er einnig mikilvægur hlekkur í því að fólk geti stundað fjarnám í landshlutanum. Þar eru hægt að taka próf, fá leiðsögn og aðgang að námsveri og tengingu við aðra nemendur á svæðinu. Þrátt fyrir þetta öfluga starf má gera enn betur. Það þarf að hlúa að þessum stofnunum og nemendum þeirra. Þannig höldum við uppi fjölbreyttu mannlífi og styðjum við búsetu úti á landi. Háskólarnir eru misduglegir við að bjóða upp á vandað fjarnám og er það eitthvað sem þyrfti að efla enn frekar. Landsmenn ættu að hafa val um að stunda það nám sem þeir vilja, þar sem þeir vilja. Búseta ætti ekki að vera fyrirstaða. Til þess þarf að efla skóla úti á landi enn frekar svo þeir geti haldið áfram að bjóða upp á það frábæra og fjölbreytta nám sem nú þegar er til staðar og ekki síst svo þeir megi stækka og þroskast enn frekar. Með slíkum skrefum er ekki bara verið að opna á þann möguleika að unga fólkið okkar úti á landi þurfi ekki að sækja nám annað, og mögulega ekki koma til baka aftur, heldur líka gera landshlutann áhugaverðan í augum fólks sem annars myndi mögulega ekki íhuga að setjast þar að. Höfundur er sitjandi varaþingmaður Viðreisnar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun