Grein til stuðnings Söngskóla Sigurðar Demetz Sveinn Dúa Hjörleifsson, Eyrún Unnarsdóttir, Elmar GIlbertsson, Álfheiður Guðmundsdóttir og Kristján Jóhannesson skrifa 21. júní 2025 14:01 Bréf þetta er skrifað til stuðnings söngmenntunar á Íslandi, sem um áraraðir hefur barist í bökkum fjárhagslega. Við, fyrrverandi nemendur Söngskóla Sigurðar Demetz, horfum áhyggjufullum augum á þá þróun sem er að eiga sér stað því allt stefnir í að skólanum verið lokað, sé ekki brugðist við strax. Grundvöllur, mikilvægi og tilveruréttur skólans er óumdeildur og það mikilvæga starf sem þar er unnið er vandfundið annarstaðar í sama formi. Skólinn hefur mikilvægu hlutverki að gegna sem uppeldisstofnun söngvara sem langar að leggja sönginn fyrir sig að ævistarfi. Þó svo að tónlistartengd framhalds-menntun hafi batnað til muna á undanförnum árum má ekki gleyma þeim mikilvægu kjarnastofnunum sem undirbúa nemendur og leiða jafnvel nemendur inn á braut klassískrar tónlistarmenntunar. Auk þess er skólinn mikilvægur söngvurum sem snúa aftur heim og leggja kennslu fyrir sig. Við skólann starfar einvala lið reynslumikilla söngvara sem hafa snúið heim eftir margra ára nám og söngferil erlendis og miðlar þar sinni reynslu og menntun til yngri kynslóða söngvara. Hér hafa aðeins verið nefnd dæmi sem tengjast reynslu okkar undirritaðra en metnaður skólans snýst ekki eingöngu um að búa unga söngnemendur undir framhaldsnám og starfsframa heima og/eða erlendis. Fáir tónlistaskólar bjóða upp á viðlíka starfsemi og fjölbreytni deildna eins og Söngskóli Sigurðar Demetz, sem er ekki síður mikilvægur fólki á öllum aldri sem nýtir sér söngmenntun og félagsskap þann sem náminu fylgir sem andlegt haldreipi í tilverunni. Þá verður barna og unglingadeild skólans seint endurreyst með sama hætti, verði henni lokað, en þar hefur ungdómurinn möguleika á að rækta hæfileika sína í söng og sviðsframkomu. Við erum ekki öll steypt í sama form og mikilvægi þeirrar deildar er mikið, því ekki allir finna sig í íþróttum eða þeim fjölmörgu góðu afþreyingar möguleikum sem í boði eru. Skólanum eigum við undirrituð margt að þakka. Við hófum söngnám okkar við Söngskóla Sigurðar Demetz, höfum sterka tengingu við skólann og við vitum að þar standa dyrnar alltaf opnar til stuðnings og góðra ráða. Það er ekki sjálfgefið að finna sína réttu braut í lífinu og aukinheldur ekki sjálfgefið að byggja upp þann mikilvæga grunn sem til þarf, vilji maður halda áfram námi og/eða starfa sem söngvari í löndum sem hafa gengið með og hlúð að söngnámi og sönglist í aldaraðir. Það er og í andstöðu við stefnu stjórnvalda að loka söngskólum, þau, sem blessunarlega vilja auka veg óperulistformsins og stofna Þjóðaróperu meiga ekki gleyma því að listamenn verða ekki til úr engu. Þjóðaróperan verður ómetanleg framtak sem gerir starfsgrundvöll okkar undirritaðra mun blómlegri og stöðugri en stjórnvöld mega ekki horfa framhjá því að listformið þarfnast flytjenda og flytjendur þurfa jú einhverstaðar að læra sönglistina. Söngskóli Sigurðar Demetz hefur margsannað mikilvægi sitt og ef skólanum yrði lokað væri sá skaði stórt sár á íslensku menningarlífi sem erfitt væri að græða. Komum í veg fyrir það, við viljum öll blómlegt menningarlíf. Við viljum öll aðgengilega, metnaðarfulla möguleika til menntunar og fyrst og fremst viljum við öll og þurfum tónlist og söng í tilverunni. Höfundar eru fyrrverandi nemendur Söngskóla Sigurðar Demetz og starfandi óperusöngvarar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Sjá meira
Bréf þetta er skrifað til stuðnings söngmenntunar á Íslandi, sem um áraraðir hefur barist í bökkum fjárhagslega. Við, fyrrverandi nemendur Söngskóla Sigurðar Demetz, horfum áhyggjufullum augum á þá þróun sem er að eiga sér stað því allt stefnir í að skólanum verið lokað, sé ekki brugðist við strax. Grundvöllur, mikilvægi og tilveruréttur skólans er óumdeildur og það mikilvæga starf sem þar er unnið er vandfundið annarstaðar í sama formi. Skólinn hefur mikilvægu hlutverki að gegna sem uppeldisstofnun söngvara sem langar að leggja sönginn fyrir sig að ævistarfi. Þó svo að tónlistartengd framhalds-menntun hafi batnað til muna á undanförnum árum má ekki gleyma þeim mikilvægu kjarnastofnunum sem undirbúa nemendur og leiða jafnvel nemendur inn á braut klassískrar tónlistarmenntunar. Auk þess er skólinn mikilvægur söngvurum sem snúa aftur heim og leggja kennslu fyrir sig. Við skólann starfar einvala lið reynslumikilla söngvara sem hafa snúið heim eftir margra ára nám og söngferil erlendis og miðlar þar sinni reynslu og menntun til yngri kynslóða söngvara. Hér hafa aðeins verið nefnd dæmi sem tengjast reynslu okkar undirritaðra en metnaður skólans snýst ekki eingöngu um að búa unga söngnemendur undir framhaldsnám og starfsframa heima og/eða erlendis. Fáir tónlistaskólar bjóða upp á viðlíka starfsemi og fjölbreytni deildna eins og Söngskóli Sigurðar Demetz, sem er ekki síður mikilvægur fólki á öllum aldri sem nýtir sér söngmenntun og félagsskap þann sem náminu fylgir sem andlegt haldreipi í tilverunni. Þá verður barna og unglingadeild skólans seint endurreyst með sama hætti, verði henni lokað, en þar hefur ungdómurinn möguleika á að rækta hæfileika sína í söng og sviðsframkomu. Við erum ekki öll steypt í sama form og mikilvægi þeirrar deildar er mikið, því ekki allir finna sig í íþróttum eða þeim fjölmörgu góðu afþreyingar möguleikum sem í boði eru. Skólanum eigum við undirrituð margt að þakka. Við hófum söngnám okkar við Söngskóla Sigurðar Demetz, höfum sterka tengingu við skólann og við vitum að þar standa dyrnar alltaf opnar til stuðnings og góðra ráða. Það er ekki sjálfgefið að finna sína réttu braut í lífinu og aukinheldur ekki sjálfgefið að byggja upp þann mikilvæga grunn sem til þarf, vilji maður halda áfram námi og/eða starfa sem söngvari í löndum sem hafa gengið með og hlúð að söngnámi og sönglist í aldaraðir. Það er og í andstöðu við stefnu stjórnvalda að loka söngskólum, þau, sem blessunarlega vilja auka veg óperulistformsins og stofna Þjóðaróperu meiga ekki gleyma því að listamenn verða ekki til úr engu. Þjóðaróperan verður ómetanleg framtak sem gerir starfsgrundvöll okkar undirritaðra mun blómlegri og stöðugri en stjórnvöld mega ekki horfa framhjá því að listformið þarfnast flytjenda og flytjendur þurfa jú einhverstaðar að læra sönglistina. Söngskóli Sigurðar Demetz hefur margsannað mikilvægi sitt og ef skólanum yrði lokað væri sá skaði stórt sár á íslensku menningarlífi sem erfitt væri að græða. Komum í veg fyrir það, við viljum öll blómlegt menningarlíf. Við viljum öll aðgengilega, metnaðarfulla möguleika til menntunar og fyrst og fremst viljum við öll og þurfum tónlist og söng í tilverunni. Höfundar eru fyrrverandi nemendur Söngskóla Sigurðar Demetz og starfandi óperusöngvarar.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun