Tökum samtalið Gunnþór Ingvason skrifar 23. júní 2025 09:01 Það var mikilvægt að fá staðfestingu frá Skattinum á dögunum á að í frumvarpi atvinnuvegaráðherra um hækkun á veiðigjaldi hafi boðuð hækkun verið verulega vanmetin. Viðbrögð atvinnuvegaráðherra og forsætisráðherra við þessu mikla ósamræmi var að það skipti engu máli. Það er áhyggjuefni og endurspeglar ásetning um að frumvarpið verði keyrt í gegn, án nokkurs vilja til að huga að afleiðingum. Samkvæmt Skattinum hefði veiðigjald árið 2023 numið 22,1 milljarði króna miðað við forsendur frumvarpsins. Á sama tíma var hagnaður fiskveiða fyrir skatt 31,7 milljarðar króna samkvæmt Hagstofu Íslands. Veiðigjaldið hefði því numið tæplega 70% af hagnaði fiskveiða. Að teknu tilliti til annarra skatta yrði virkur tekjuskattur af fiskveiðum yfir 80%. Þetta hefur nú verið staðfest af tveimur ríkisstofnunum. Atvinnuvegaráðherra hefur iðulega borið fyrir sig skoðanakannanir sem sýna yfirgnæfandi stuðning landsmanna við málið. Í því samhengi er áhugavert að benda á nýlega skoðanakönnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Viðskiptablaðið og sýnir að stór meirihluti landsmanna telur sig ekki vita hve hátt veiðigjaldið er. Þegar landsmenn eru spurðir hvað þeir telji að sé eðlilegt veiðigjald, sem hlutfall af hagnaði fiskveiða, segja einungis 10% þeirra að það eigi að vera yfir 60% af hagnaði. Í raun telur meirihluti aðspurðra, eða yfir 57%, eðlilegt að veiðigjald sem hlutfall af hagnaði eigi að vera undir 39%. Ég mun aldrei, ólíkt atvinnuvegaráðherra, tala fyrir því að skoðanakannanir eigi að vera grundvöllur lagasetningar. Þetta gefur aftur á móti skýra vísbendingu um að þjóðmálaumræðan hafi stórlega ofmetið hvað sé til skiptanna í íslenskum sjávarútvegi og vanmetið hve mikið af afkomu útgerðir greiði í veiðigjald. Bæði forsætisráðherra og atvinnuvegaráðherra hafa sagt að frumvarpið muni ekki hafa áhrif á ákvarðanatöku fyrirtækja því hér sé einungis verið að skattleggja auðlindarentu, „arðbærar fjárfestingar verði áfram arðbærar“. Ég tæki heilshugar undir með þeim ef staðan væri sú að arðsemi í sjávarútvegi væri hærri en sem nemur því sem gengur og gerist í hagkerfinu og væri umfram eðlilega ávöxtunarkröfu á fjármagn. Gögn sýna að svo sé ekki og arðsemi í sjávarútvegi er að jafnaði í meðallagi í samanburði við aðrar atvinnugreinar. Frumvarpið mun ýta arðsemi í sjávarútvegi langt undir þá vexti sem sjávarútvegsfyrirtækjum standa til boða til að fjármagna fjárfestingar. Fjárfesting sem stendur ekki undir vaxtakostnaði getur aldrei orðið arðbær. Um það þarf ekki að hafa fleiri orð. Ríkisstjórnin hefur boðað að hún hyggist leggja fram heildstæða auðlindastefnu fyrir Ísland á haustmánuðum. Það er vel en ég skora á Alþingi að setja núverandi frumvarp á bið og láta gjaldtöku á sjávarútveg vera hluta af vinnu við gerð þeirrar stefnu. Það er engin skömm að því að málið klárist ekki á núverandi þingi. Frestun myndi frekar sýna styrk hjá ríkisstjórninni; að hún sýni það í verki að hún taki umsagnir hagsmunaaðila alvarlega. Í efnislegum athugasemdum við frumvarpið er nær undantekningalaust að finna áhyggjur af áhrifum þess. Að því sögðu er mikilvægt að það komi skýrt fram að sjávarútvegurinn mun með einhverju móti aðlaga sig að þeim leikreglum sem stjórnvöld setja á hverjum tíma. Jafnvel þótt þær reglur séu til þess fallnar að valda skaða. Við ættum hins vegar ekki að vera að vinna við að lágmarka skaða, heldur að sækja fram og auka lífsgæði og samkeppnishæfni okkar Íslendinga. Eftir að hafa greint gögnin og forsendurnar, er það okkar eindregna niðurstaða að breytingarnar munu hafa skaðleg efnahagsleg og félagsleg áhrif og leiða til minni verðmætasköpunar. Það verður allra tap. Það er ljóst að málið hefur verið sett fram með miklum hraði og ekki hefur náðst að fullvinna og yfirfara útreikninga eða meta afleiðingar. Það er okkur öllum hollt núna að setjast niður, gaumgæfa stöðu sjávarútvegs og kortleggja tækifæri og ógnanir til lengri framtíðar en eins kjörtímabils. Fólkið í landinu á það skilið að við tökum samtalið og snúum bökum saman um aukna verðmætasköpun, þannig að auka megi enn frekar hagsæld og lífskjör okkar allra. Höfundur er formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Gunnþór Ingvason Mest lesið Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Sjá meira
Það var mikilvægt að fá staðfestingu frá Skattinum á dögunum á að í frumvarpi atvinnuvegaráðherra um hækkun á veiðigjaldi hafi boðuð hækkun verið verulega vanmetin. Viðbrögð atvinnuvegaráðherra og forsætisráðherra við þessu mikla ósamræmi var að það skipti engu máli. Það er áhyggjuefni og endurspeglar ásetning um að frumvarpið verði keyrt í gegn, án nokkurs vilja til að huga að afleiðingum. Samkvæmt Skattinum hefði veiðigjald árið 2023 numið 22,1 milljarði króna miðað við forsendur frumvarpsins. Á sama tíma var hagnaður fiskveiða fyrir skatt 31,7 milljarðar króna samkvæmt Hagstofu Íslands. Veiðigjaldið hefði því numið tæplega 70% af hagnaði fiskveiða. Að teknu tilliti til annarra skatta yrði virkur tekjuskattur af fiskveiðum yfir 80%. Þetta hefur nú verið staðfest af tveimur ríkisstofnunum. Atvinnuvegaráðherra hefur iðulega borið fyrir sig skoðanakannanir sem sýna yfirgnæfandi stuðning landsmanna við málið. Í því samhengi er áhugavert að benda á nýlega skoðanakönnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Viðskiptablaðið og sýnir að stór meirihluti landsmanna telur sig ekki vita hve hátt veiðigjaldið er. Þegar landsmenn eru spurðir hvað þeir telji að sé eðlilegt veiðigjald, sem hlutfall af hagnaði fiskveiða, segja einungis 10% þeirra að það eigi að vera yfir 60% af hagnaði. Í raun telur meirihluti aðspurðra, eða yfir 57%, eðlilegt að veiðigjald sem hlutfall af hagnaði eigi að vera undir 39%. Ég mun aldrei, ólíkt atvinnuvegaráðherra, tala fyrir því að skoðanakannanir eigi að vera grundvöllur lagasetningar. Þetta gefur aftur á móti skýra vísbendingu um að þjóðmálaumræðan hafi stórlega ofmetið hvað sé til skiptanna í íslenskum sjávarútvegi og vanmetið hve mikið af afkomu útgerðir greiði í veiðigjald. Bæði forsætisráðherra og atvinnuvegaráðherra hafa sagt að frumvarpið muni ekki hafa áhrif á ákvarðanatöku fyrirtækja því hér sé einungis verið að skattleggja auðlindarentu, „arðbærar fjárfestingar verði áfram arðbærar“. Ég tæki heilshugar undir með þeim ef staðan væri sú að arðsemi í sjávarútvegi væri hærri en sem nemur því sem gengur og gerist í hagkerfinu og væri umfram eðlilega ávöxtunarkröfu á fjármagn. Gögn sýna að svo sé ekki og arðsemi í sjávarútvegi er að jafnaði í meðallagi í samanburði við aðrar atvinnugreinar. Frumvarpið mun ýta arðsemi í sjávarútvegi langt undir þá vexti sem sjávarútvegsfyrirtækjum standa til boða til að fjármagna fjárfestingar. Fjárfesting sem stendur ekki undir vaxtakostnaði getur aldrei orðið arðbær. Um það þarf ekki að hafa fleiri orð. Ríkisstjórnin hefur boðað að hún hyggist leggja fram heildstæða auðlindastefnu fyrir Ísland á haustmánuðum. Það er vel en ég skora á Alþingi að setja núverandi frumvarp á bið og láta gjaldtöku á sjávarútveg vera hluta af vinnu við gerð þeirrar stefnu. Það er engin skömm að því að málið klárist ekki á núverandi þingi. Frestun myndi frekar sýna styrk hjá ríkisstjórninni; að hún sýni það í verki að hún taki umsagnir hagsmunaaðila alvarlega. Í efnislegum athugasemdum við frumvarpið er nær undantekningalaust að finna áhyggjur af áhrifum þess. Að því sögðu er mikilvægt að það komi skýrt fram að sjávarútvegurinn mun með einhverju móti aðlaga sig að þeim leikreglum sem stjórnvöld setja á hverjum tíma. Jafnvel þótt þær reglur séu til þess fallnar að valda skaða. Við ættum hins vegar ekki að vera að vinna við að lágmarka skaða, heldur að sækja fram og auka lífsgæði og samkeppnishæfni okkar Íslendinga. Eftir að hafa greint gögnin og forsendurnar, er það okkar eindregna niðurstaða að breytingarnar munu hafa skaðleg efnahagsleg og félagsleg áhrif og leiða til minni verðmætasköpunar. Það verður allra tap. Það er ljóst að málið hefur verið sett fram með miklum hraði og ekki hefur náðst að fullvinna og yfirfara útreikninga eða meta afleiðingar. Það er okkur öllum hollt núna að setjast niður, gaumgæfa stöðu sjávarútvegs og kortleggja tækifæri og ógnanir til lengri framtíðar en eins kjörtímabils. Fólkið í landinu á það skilið að við tökum samtalið og snúum bökum saman um aukna verðmætasköpun, þannig að auka megi enn frekar hagsæld og lífskjör okkar allra. Höfundur er formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun