Tökum samtalið Gunnþór Ingvason skrifar 23. júní 2025 09:01 Það var mikilvægt að fá staðfestingu frá Skattinum á dögunum á að í frumvarpi atvinnuvegaráðherra um hækkun á veiðigjaldi hafi boðuð hækkun verið verulega vanmetin. Viðbrögð atvinnuvegaráðherra og forsætisráðherra við þessu mikla ósamræmi var að það skipti engu máli. Það er áhyggjuefni og endurspeglar ásetning um að frumvarpið verði keyrt í gegn, án nokkurs vilja til að huga að afleiðingum. Samkvæmt Skattinum hefði veiðigjald árið 2023 numið 22,1 milljarði króna miðað við forsendur frumvarpsins. Á sama tíma var hagnaður fiskveiða fyrir skatt 31,7 milljarðar króna samkvæmt Hagstofu Íslands. Veiðigjaldið hefði því numið tæplega 70% af hagnaði fiskveiða. Að teknu tilliti til annarra skatta yrði virkur tekjuskattur af fiskveiðum yfir 80%. Þetta hefur nú verið staðfest af tveimur ríkisstofnunum. Atvinnuvegaráðherra hefur iðulega borið fyrir sig skoðanakannanir sem sýna yfirgnæfandi stuðning landsmanna við málið. Í því samhengi er áhugavert að benda á nýlega skoðanakönnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Viðskiptablaðið og sýnir að stór meirihluti landsmanna telur sig ekki vita hve hátt veiðigjaldið er. Þegar landsmenn eru spurðir hvað þeir telji að sé eðlilegt veiðigjald, sem hlutfall af hagnaði fiskveiða, segja einungis 10% þeirra að það eigi að vera yfir 60% af hagnaði. Í raun telur meirihluti aðspurðra, eða yfir 57%, eðlilegt að veiðigjald sem hlutfall af hagnaði eigi að vera undir 39%. Ég mun aldrei, ólíkt atvinnuvegaráðherra, tala fyrir því að skoðanakannanir eigi að vera grundvöllur lagasetningar. Þetta gefur aftur á móti skýra vísbendingu um að þjóðmálaumræðan hafi stórlega ofmetið hvað sé til skiptanna í íslenskum sjávarútvegi og vanmetið hve mikið af afkomu útgerðir greiði í veiðigjald. Bæði forsætisráðherra og atvinnuvegaráðherra hafa sagt að frumvarpið muni ekki hafa áhrif á ákvarðanatöku fyrirtækja því hér sé einungis verið að skattleggja auðlindarentu, „arðbærar fjárfestingar verði áfram arðbærar“. Ég tæki heilshugar undir með þeim ef staðan væri sú að arðsemi í sjávarútvegi væri hærri en sem nemur því sem gengur og gerist í hagkerfinu og væri umfram eðlilega ávöxtunarkröfu á fjármagn. Gögn sýna að svo sé ekki og arðsemi í sjávarútvegi er að jafnaði í meðallagi í samanburði við aðrar atvinnugreinar. Frumvarpið mun ýta arðsemi í sjávarútvegi langt undir þá vexti sem sjávarútvegsfyrirtækjum standa til boða til að fjármagna fjárfestingar. Fjárfesting sem stendur ekki undir vaxtakostnaði getur aldrei orðið arðbær. Um það þarf ekki að hafa fleiri orð. Ríkisstjórnin hefur boðað að hún hyggist leggja fram heildstæða auðlindastefnu fyrir Ísland á haustmánuðum. Það er vel en ég skora á Alþingi að setja núverandi frumvarp á bið og láta gjaldtöku á sjávarútveg vera hluta af vinnu við gerð þeirrar stefnu. Það er engin skömm að því að málið klárist ekki á núverandi þingi. Frestun myndi frekar sýna styrk hjá ríkisstjórninni; að hún sýni það í verki að hún taki umsagnir hagsmunaaðila alvarlega. Í efnislegum athugasemdum við frumvarpið er nær undantekningalaust að finna áhyggjur af áhrifum þess. Að því sögðu er mikilvægt að það komi skýrt fram að sjávarútvegurinn mun með einhverju móti aðlaga sig að þeim leikreglum sem stjórnvöld setja á hverjum tíma. Jafnvel þótt þær reglur séu til þess fallnar að valda skaða. Við ættum hins vegar ekki að vera að vinna við að lágmarka skaða, heldur að sækja fram og auka lífsgæði og samkeppnishæfni okkar Íslendinga. Eftir að hafa greint gögnin og forsendurnar, er það okkar eindregna niðurstaða að breytingarnar munu hafa skaðleg efnahagsleg og félagsleg áhrif og leiða til minni verðmætasköpunar. Það verður allra tap. Það er ljóst að málið hefur verið sett fram með miklum hraði og ekki hefur náðst að fullvinna og yfirfara útreikninga eða meta afleiðingar. Það er okkur öllum hollt núna að setjast niður, gaumgæfa stöðu sjávarútvegs og kortleggja tækifæri og ógnanir til lengri framtíðar en eins kjörtímabils. Fólkið í landinu á það skilið að við tökum samtalið og snúum bökum saman um aukna verðmætasköpun, þannig að auka megi enn frekar hagsæld og lífskjör okkar allra. Höfundur er formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Gunnþór Ingvason Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Sjá meira
Það var mikilvægt að fá staðfestingu frá Skattinum á dögunum á að í frumvarpi atvinnuvegaráðherra um hækkun á veiðigjaldi hafi boðuð hækkun verið verulega vanmetin. Viðbrögð atvinnuvegaráðherra og forsætisráðherra við þessu mikla ósamræmi var að það skipti engu máli. Það er áhyggjuefni og endurspeglar ásetning um að frumvarpið verði keyrt í gegn, án nokkurs vilja til að huga að afleiðingum. Samkvæmt Skattinum hefði veiðigjald árið 2023 numið 22,1 milljarði króna miðað við forsendur frumvarpsins. Á sama tíma var hagnaður fiskveiða fyrir skatt 31,7 milljarðar króna samkvæmt Hagstofu Íslands. Veiðigjaldið hefði því numið tæplega 70% af hagnaði fiskveiða. Að teknu tilliti til annarra skatta yrði virkur tekjuskattur af fiskveiðum yfir 80%. Þetta hefur nú verið staðfest af tveimur ríkisstofnunum. Atvinnuvegaráðherra hefur iðulega borið fyrir sig skoðanakannanir sem sýna yfirgnæfandi stuðning landsmanna við málið. Í því samhengi er áhugavert að benda á nýlega skoðanakönnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Viðskiptablaðið og sýnir að stór meirihluti landsmanna telur sig ekki vita hve hátt veiðigjaldið er. Þegar landsmenn eru spurðir hvað þeir telji að sé eðlilegt veiðigjald, sem hlutfall af hagnaði fiskveiða, segja einungis 10% þeirra að það eigi að vera yfir 60% af hagnaði. Í raun telur meirihluti aðspurðra, eða yfir 57%, eðlilegt að veiðigjald sem hlutfall af hagnaði eigi að vera undir 39%. Ég mun aldrei, ólíkt atvinnuvegaráðherra, tala fyrir því að skoðanakannanir eigi að vera grundvöllur lagasetningar. Þetta gefur aftur á móti skýra vísbendingu um að þjóðmálaumræðan hafi stórlega ofmetið hvað sé til skiptanna í íslenskum sjávarútvegi og vanmetið hve mikið af afkomu útgerðir greiði í veiðigjald. Bæði forsætisráðherra og atvinnuvegaráðherra hafa sagt að frumvarpið muni ekki hafa áhrif á ákvarðanatöku fyrirtækja því hér sé einungis verið að skattleggja auðlindarentu, „arðbærar fjárfestingar verði áfram arðbærar“. Ég tæki heilshugar undir með þeim ef staðan væri sú að arðsemi í sjávarútvegi væri hærri en sem nemur því sem gengur og gerist í hagkerfinu og væri umfram eðlilega ávöxtunarkröfu á fjármagn. Gögn sýna að svo sé ekki og arðsemi í sjávarútvegi er að jafnaði í meðallagi í samanburði við aðrar atvinnugreinar. Frumvarpið mun ýta arðsemi í sjávarútvegi langt undir þá vexti sem sjávarútvegsfyrirtækjum standa til boða til að fjármagna fjárfestingar. Fjárfesting sem stendur ekki undir vaxtakostnaði getur aldrei orðið arðbær. Um það þarf ekki að hafa fleiri orð. Ríkisstjórnin hefur boðað að hún hyggist leggja fram heildstæða auðlindastefnu fyrir Ísland á haustmánuðum. Það er vel en ég skora á Alþingi að setja núverandi frumvarp á bið og láta gjaldtöku á sjávarútveg vera hluta af vinnu við gerð þeirrar stefnu. Það er engin skömm að því að málið klárist ekki á núverandi þingi. Frestun myndi frekar sýna styrk hjá ríkisstjórninni; að hún sýni það í verki að hún taki umsagnir hagsmunaaðila alvarlega. Í efnislegum athugasemdum við frumvarpið er nær undantekningalaust að finna áhyggjur af áhrifum þess. Að því sögðu er mikilvægt að það komi skýrt fram að sjávarútvegurinn mun með einhverju móti aðlaga sig að þeim leikreglum sem stjórnvöld setja á hverjum tíma. Jafnvel þótt þær reglur séu til þess fallnar að valda skaða. Við ættum hins vegar ekki að vera að vinna við að lágmarka skaða, heldur að sækja fram og auka lífsgæði og samkeppnishæfni okkar Íslendinga. Eftir að hafa greint gögnin og forsendurnar, er það okkar eindregna niðurstaða að breytingarnar munu hafa skaðleg efnahagsleg og félagsleg áhrif og leiða til minni verðmætasköpunar. Það verður allra tap. Það er ljóst að málið hefur verið sett fram með miklum hraði og ekki hefur náðst að fullvinna og yfirfara útreikninga eða meta afleiðingar. Það er okkur öllum hollt núna að setjast niður, gaumgæfa stöðu sjávarútvegs og kortleggja tækifæri og ógnanir til lengri framtíðar en eins kjörtímabils. Fólkið í landinu á það skilið að við tökum samtalið og snúum bökum saman um aukna verðmætasköpun, þannig að auka megi enn frekar hagsæld og lífskjör okkar allra. Höfundur er formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun