Frumvarp til ólaga Jón Ásgeir Sigurvinsson skrifar 24. júní 2025 12:33 Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp Ingu Sæland til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994, nánar tiltekið á þeim hluta laganna sem kveður á um takmörkun á hunda- og kattahaldi. Mun félags- og húsnæðismálaráðherra hafa lagt svipað frumvarp fram fjórum sinnum áður en þá sem óbreyttur þingmaður. Af skiljanlegum ástæðum hafa þau frumvörp ekki fengið brautargengi og brýnt er að Alþingi beri gæfu til að hrinda þessari atlögu einnig. Samkvæmt frumvarpinu skal hunda- og kattahald í fjöleignarhús ekki vera háð samþykki annarra eigenda og í 1. efnisgrein greinargerðar með frumvarpinu segir: „Ein helsta hindrunin í vegi hunda- og kattaeigenda á Íslandi eru ákvæði laga um fjöleignarhús um hunda- og kattahald í fjölbýli.“ Hér er líkt og brugðið sé upp þeirri mynd af gildandi löggjöf að hún hafi verið sett til höfuðs hunda- og kattaeigendum á meðan nær sanni er að henni er ætlað að vernda heilsu þeirra sem hafa ofnæmi fyrir hundum og köttum. Af greinargerð með frumvarpinu má draga þá ályktun að megintilgangur þess sé að vera réttarbót til handa hunda- og kattaeigendum m.t.t. heimilda þeirra til þess að halda dýr sín í fjölbýlishúsum. Þyngstu rökin sem sett eru fram fyrir þessari meintu réttarbót eru — eins kaldhæðnislegt og það er — heilsufarslegs eðlis, þ.e. að „[u]ndanfarin misseri hafa þau jákvæðu áhrif sem gæludýr hafa á fólk og samfélag þess orðið sífellt ljósari. Gæludýrahald getur leitt til aukinnar hreyfingar, útiveru og samskipta við annað fólk. Þannig er gæludýraeign almennt talin draga úr félagslegri einangrun og einmanaleika ásamt því að geta átt þátt í að draga úr streitu, kvíða og þunglyndi.“ Þessari fullyrðingu verður varla mótmælt en hins vegar má setja spurningarmerki við það að hún leiði til þess að heilsu ofnæmissjúklinga sé ógnað og mannréttindi þeirra virt að vettugi af löggjafanum. Á grundvelli hinnar meintu staðreyndar komast höfundar frumvarpsins að þeirri niðurstöðu að það sé „því mikilvægt að stuðla að jákvæðri umgjörð um hunda- og kattahald í fjöleignarhúsum,“ með vísun til þeirra vandkvæða gæludýraeigenda að „[g]æludýraeigendur sem þurfa að flytja lenda oft í vandræðum þegar kemur að því að afla samþykkis nágranna fyrir dýrinu. Þá standa þeir frammi fyrir erfiðum valkostum. Annaðhvort þurfa þeir að finna sér annað húsnæði eða losa sig við gæludýrið sitt. Málið snýr þannig ekki aðeins að eignarrétti þeirra sem gæludýraeigenda heldur einnig að friðhelgi einkalífs þeirra og sjálfstæði.“ Í frumvarpinu er þannig gert mikið úr jákvæðum heilsufarslegum afleiðingum þess að eiga gæludýr en á sama tíma gert harla lítið úr neikvæðum heilsufarslegum afleiðingum þess fyrir ofnæmissjúklinga að búa í nágrenni við annarra manna gæludýr í fjölbýli. Það er mikið gert úr sjálfstæði gæludýraeiganda og eignarrétti þeirra yfir dýrunum (!) og nánast óheftum möguleikum þeirra til þess að velja sér húsnæði fyrir sig og sín gæludýr en ekki vikið að þeirri raunskerðingu á frelsi til búsetu sem myndi fylgja því fyrir ofnæmissjúklinga ef þeir gætu ekki treyst því að fjölbýli væru alla jafna hrein af ofnæmisvakasmiti. Og vel að merkja, ofnæmisvakar hverfa ekki við það að ryksuga stigaganginn einu sinni í viku eins og ofnæmislæknar hefðu getað sagt frumvarpshöfundum. Það var ekki að ástæðulausu að formaður félags ofnæmislækna viðraði þær áhyggjur sínar í kvöldfréttum Sýnar 21. júní sl. að yrði frumvarpið að veruleika yrðu ofnæmissjúklingum svo gott sem úthýst úr fjölbýlishúsum. Lesendur eru hvattir til þess að lesa umsagnir Astma- og ofnæmisfélags Íslands og Félags íslenskra ofnæmis- ónæmislækna (FÍOÓL) vegna frumvarpsins frá 21. apríl sl. en þar kemur m.a. fram að fjórðungur barna og fullorðinna séu með ofnæmi og því lýst hvernig ofnæmisvakar safnast fyrir í umhverfinu, oft með mjög alvarlegum afleiðingum á heilsu ofnæmissjúklinga (https://www.althingi.is/altext/erindi/156/156-793.pdf). Ofnæmissjúkir hafa ekki valið sér að hafa ofnæmi og engan langar til þess. Það er hins vegar undir löngun fólks komið hvort því hugnist að halda gæludýr eða ekki. Það geta varla talist mannréttindi að fá fullnægt löngun sinni til gæludýrahalds. Það ætti hins vegar að teljast til mannréttinda að fá búið við aðstæður sem ógna ekki heilsu manns. Þ.a.l. verður ljóst hve hláleg ummæli greinargerðarinnar með frumvarpinu um húsnæðisöryggi og jafnræði gæludýraeigenda varðandi húsnæðisvalkosti eru. Gæludýraeigendur hafa það val að koma dýrunum sínum í fóstur; ofnæmissjúklingar geta ekki afklæðst sjúkdómnum. Til að gæta sanngirni skal það nefnt að vissulega gera frumvarpsdrögin ráð fyrir að íbúi fjölbýlishúss sem er með ofnæmi geti leitað eftir auknum meirihluta (2/3) í húsfélaginu í þeim tilgangi að banna dýrahald í húsinu. Það liggur þó í augum uppi að þessi „smuga“ fyrir ofnæmissjúklinga, sem lætt hefur verið inn í frumvarpið, er einungis gerð til þess að slá ryki í augu fólks. Hér hefur hlutverkum verið snúið við miðað við núgildandi lög þar sem sá sem vill halda gæludýr í fjölbýlinu þarf að afla samþykkis 2/3 hluta eigenda í húsfélagi. Í fyrsta lagi yrði ofnæmissjúklingurinn í erfiðari stöðu en gæludýraeigandinn er miðað við gildandi lög vegna þess að það er erfiðara að setja fram kröfu um bann og um að svipta fólk gæludýrinu sínu en að setja fram jákvæða beiðni um að fá að halda gæludýr. Það gefur þannig auga leið að það gæti enginn, sem væri með ofnæmi, keypt sér íbúð í sex íbúða stigagangi, þar sem fyrir væru tveir kettir og einn hundur, með það í hyggju að flytja inn og krefjast þess að fólkið, sem þegar byggi fyrir í húsinu, losaði sig við gæludýrin sín. Sú staða gæti því vel komið upp að fólk með ofnæmi ætti í megnustu erfiðleikum með að finna húsnæði í fjölbýli þar sem engin gæludýr væru fyrir í fleti. Höfundar frumvarpsins myndu líklega svara þessu sem svo að eigendur gæludýra væru einmitt í svipaðri stöðu í dag, að geta ekki gengið að því sem vísu að geta flutt með dýrin sín hvert sem er og það væri einmitt tilgangur frumvarpsins að bæta úr því. Samþykkti maður þau rök þyrfti maður samt sem áður að svara eftirfarandi spurningu: Er líku saman að jafna, rétti fólks til halda gæludýr annars vegar og rétti fólks með ofnæmissjúkdóma til þess að búa við aðstæður sem ógna ekki heilsu þess — fyrst að því verður við komið? Vottar ekki fyrir firrtu verðmætamati í þessu reikningsdæmi? Er þá köttur eða hundur orðinn meira virði en manneskja, bæði að lögum og í huga almennings? Alþingi gerði vel í því að stöðva framgang þessa frumvarps til ólaga og hafa í huga orð Johns Stuarts Mills þess efnis að frelsi manns takmarkaðist við það að valda öðrum skaða. Nái frumvarpið fram að ganga yrði skaðinn beinn og ótvíræður fyrir þúsundir Íslendinga, sbr. umsagnir Astma- og ofnæmisfélagsins og FÍOÓL. Því skora ég á þingheim allan að hafna umræddu lagafrumvarpi. Höfundur er guðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Gæludýr Kettir Hundar Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp Ingu Sæland til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994, nánar tiltekið á þeim hluta laganna sem kveður á um takmörkun á hunda- og kattahaldi. Mun félags- og húsnæðismálaráðherra hafa lagt svipað frumvarp fram fjórum sinnum áður en þá sem óbreyttur þingmaður. Af skiljanlegum ástæðum hafa þau frumvörp ekki fengið brautargengi og brýnt er að Alþingi beri gæfu til að hrinda þessari atlögu einnig. Samkvæmt frumvarpinu skal hunda- og kattahald í fjöleignarhús ekki vera háð samþykki annarra eigenda og í 1. efnisgrein greinargerðar með frumvarpinu segir: „Ein helsta hindrunin í vegi hunda- og kattaeigenda á Íslandi eru ákvæði laga um fjöleignarhús um hunda- og kattahald í fjölbýli.“ Hér er líkt og brugðið sé upp þeirri mynd af gildandi löggjöf að hún hafi verið sett til höfuðs hunda- og kattaeigendum á meðan nær sanni er að henni er ætlað að vernda heilsu þeirra sem hafa ofnæmi fyrir hundum og köttum. Af greinargerð með frumvarpinu má draga þá ályktun að megintilgangur þess sé að vera réttarbót til handa hunda- og kattaeigendum m.t.t. heimilda þeirra til þess að halda dýr sín í fjölbýlishúsum. Þyngstu rökin sem sett eru fram fyrir þessari meintu réttarbót eru — eins kaldhæðnislegt og það er — heilsufarslegs eðlis, þ.e. að „[u]ndanfarin misseri hafa þau jákvæðu áhrif sem gæludýr hafa á fólk og samfélag þess orðið sífellt ljósari. Gæludýrahald getur leitt til aukinnar hreyfingar, útiveru og samskipta við annað fólk. Þannig er gæludýraeign almennt talin draga úr félagslegri einangrun og einmanaleika ásamt því að geta átt þátt í að draga úr streitu, kvíða og þunglyndi.“ Þessari fullyrðingu verður varla mótmælt en hins vegar má setja spurningarmerki við það að hún leiði til þess að heilsu ofnæmissjúklinga sé ógnað og mannréttindi þeirra virt að vettugi af löggjafanum. Á grundvelli hinnar meintu staðreyndar komast höfundar frumvarpsins að þeirri niðurstöðu að það sé „því mikilvægt að stuðla að jákvæðri umgjörð um hunda- og kattahald í fjöleignarhúsum,“ með vísun til þeirra vandkvæða gæludýraeigenda að „[g]æludýraeigendur sem þurfa að flytja lenda oft í vandræðum þegar kemur að því að afla samþykkis nágranna fyrir dýrinu. Þá standa þeir frammi fyrir erfiðum valkostum. Annaðhvort þurfa þeir að finna sér annað húsnæði eða losa sig við gæludýrið sitt. Málið snýr þannig ekki aðeins að eignarrétti þeirra sem gæludýraeigenda heldur einnig að friðhelgi einkalífs þeirra og sjálfstæði.“ Í frumvarpinu er þannig gert mikið úr jákvæðum heilsufarslegum afleiðingum þess að eiga gæludýr en á sama tíma gert harla lítið úr neikvæðum heilsufarslegum afleiðingum þess fyrir ofnæmissjúklinga að búa í nágrenni við annarra manna gæludýr í fjölbýli. Það er mikið gert úr sjálfstæði gæludýraeiganda og eignarrétti þeirra yfir dýrunum (!) og nánast óheftum möguleikum þeirra til þess að velja sér húsnæði fyrir sig og sín gæludýr en ekki vikið að þeirri raunskerðingu á frelsi til búsetu sem myndi fylgja því fyrir ofnæmissjúklinga ef þeir gætu ekki treyst því að fjölbýli væru alla jafna hrein af ofnæmisvakasmiti. Og vel að merkja, ofnæmisvakar hverfa ekki við það að ryksuga stigaganginn einu sinni í viku eins og ofnæmislæknar hefðu getað sagt frumvarpshöfundum. Það var ekki að ástæðulausu að formaður félags ofnæmislækna viðraði þær áhyggjur sínar í kvöldfréttum Sýnar 21. júní sl. að yrði frumvarpið að veruleika yrðu ofnæmissjúklingum svo gott sem úthýst úr fjölbýlishúsum. Lesendur eru hvattir til þess að lesa umsagnir Astma- og ofnæmisfélags Íslands og Félags íslenskra ofnæmis- ónæmislækna (FÍOÓL) vegna frumvarpsins frá 21. apríl sl. en þar kemur m.a. fram að fjórðungur barna og fullorðinna séu með ofnæmi og því lýst hvernig ofnæmisvakar safnast fyrir í umhverfinu, oft með mjög alvarlegum afleiðingum á heilsu ofnæmissjúklinga (https://www.althingi.is/altext/erindi/156/156-793.pdf). Ofnæmissjúkir hafa ekki valið sér að hafa ofnæmi og engan langar til þess. Það er hins vegar undir löngun fólks komið hvort því hugnist að halda gæludýr eða ekki. Það geta varla talist mannréttindi að fá fullnægt löngun sinni til gæludýrahalds. Það ætti hins vegar að teljast til mannréttinda að fá búið við aðstæður sem ógna ekki heilsu manns. Þ.a.l. verður ljóst hve hláleg ummæli greinargerðarinnar með frumvarpinu um húsnæðisöryggi og jafnræði gæludýraeigenda varðandi húsnæðisvalkosti eru. Gæludýraeigendur hafa það val að koma dýrunum sínum í fóstur; ofnæmissjúklingar geta ekki afklæðst sjúkdómnum. Til að gæta sanngirni skal það nefnt að vissulega gera frumvarpsdrögin ráð fyrir að íbúi fjölbýlishúss sem er með ofnæmi geti leitað eftir auknum meirihluta (2/3) í húsfélaginu í þeim tilgangi að banna dýrahald í húsinu. Það liggur þó í augum uppi að þessi „smuga“ fyrir ofnæmissjúklinga, sem lætt hefur verið inn í frumvarpið, er einungis gerð til þess að slá ryki í augu fólks. Hér hefur hlutverkum verið snúið við miðað við núgildandi lög þar sem sá sem vill halda gæludýr í fjölbýlinu þarf að afla samþykkis 2/3 hluta eigenda í húsfélagi. Í fyrsta lagi yrði ofnæmissjúklingurinn í erfiðari stöðu en gæludýraeigandinn er miðað við gildandi lög vegna þess að það er erfiðara að setja fram kröfu um bann og um að svipta fólk gæludýrinu sínu en að setja fram jákvæða beiðni um að fá að halda gæludýr. Það gefur þannig auga leið að það gæti enginn, sem væri með ofnæmi, keypt sér íbúð í sex íbúða stigagangi, þar sem fyrir væru tveir kettir og einn hundur, með það í hyggju að flytja inn og krefjast þess að fólkið, sem þegar byggi fyrir í húsinu, losaði sig við gæludýrin sín. Sú staða gæti því vel komið upp að fólk með ofnæmi ætti í megnustu erfiðleikum með að finna húsnæði í fjölbýli þar sem engin gæludýr væru fyrir í fleti. Höfundar frumvarpsins myndu líklega svara þessu sem svo að eigendur gæludýra væru einmitt í svipaðri stöðu í dag, að geta ekki gengið að því sem vísu að geta flutt með dýrin sín hvert sem er og það væri einmitt tilgangur frumvarpsins að bæta úr því. Samþykkti maður þau rök þyrfti maður samt sem áður að svara eftirfarandi spurningu: Er líku saman að jafna, rétti fólks til halda gæludýr annars vegar og rétti fólks með ofnæmissjúkdóma til þess að búa við aðstæður sem ógna ekki heilsu þess — fyrst að því verður við komið? Vottar ekki fyrir firrtu verðmætamati í þessu reikningsdæmi? Er þá köttur eða hundur orðinn meira virði en manneskja, bæði að lögum og í huga almennings? Alþingi gerði vel í því að stöðva framgang þessa frumvarps til ólaga og hafa í huga orð Johns Stuarts Mills þess efnis að frelsi manns takmarkaðist við það að valda öðrum skaða. Nái frumvarpið fram að ganga yrði skaðinn beinn og ótvíræður fyrir þúsundir Íslendinga, sbr. umsagnir Astma- og ofnæmisfélagsins og FÍOÓL. Því skora ég á þingheim allan að hafna umræddu lagafrumvarpi. Höfundur er guðfræðingur.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun