Búið að breyta reglunni um víti sem grætti Atlético-menn Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2025 19:48 Reglunni var breytt aðeins of seint fyrir Julian Alvárez. Getty/Alberto Gardin Knattspyrnusamband Íslands hefur nú þegar innleitt breytingu á reglum um vítaspyrnur, varðandi það þegar leikmenn sparka boltanum óvart í eigin fót við framkvæmd spyrnu. Þetta þýðir að ef að leikmenn renna til við framkvæmd vítaspyrnu í næstu umferð Bestu deildarinnar, og sparka boltanum óvart í stoðfótinn en skora samt úr spyrnunni, þá mega þeir núna endurtaka spyrnuna. Áður hefði óbein aukaspyrna verið dæmd fyrir mótherjana. Þessi breytta regla tekur gildi um allan heim þann 1. júlí en hefur þegar tekið gildi á Íslandi, samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ. Nýja reglan mun því til dæmis gilda þegar stelpurnar okkar spila á EM í Sviss en mótið hefst eftir rúma viku, 2. júlí. Ráðist var í breytingar á reglunni eftir afar sárt tap Atlético Madrid gegn Real Madrid í vítaspyrnukeppni, í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í vor. Julian Alvárez skoraði þar úr sínu víti en markið stóð ekki því hann snerti boltann með báðum fótum. Þjálfarinn Diego Simeone var æfur yfir þessari ákvörðun og spurði á blaðamannafundi eftir leik hvort að einhver hefði í raun og veru séð Alvárez snerta boltann tvisvar. Ef nýja reglan hefði verið í gildi þá hefði Alvárez fengið að endurtaka spyrnuna, því hann var augljóslega ekki að reyna að snerta boltann tvisvar. Reglan er núna svona: •Spyrnandinn sparkar boltanum óviljandi með báðum fótum samtímis, eða snertir boltann óviljandi með stöðufætinum strax eftir spyrnuna: ■ Ef mark er skorað, er vítaspyrnan endurtekin. ■ Ef mark er ekki skorað, er dæmd óbein aukaspyrna (nema dómarinn beiti hagnaðarreglunni ef það er augljóslega varnarliðinu í hag), en í tilfelli vítaspyrnukeppni er skráð að spyrnan hafi misfarist. • Spyrnandinn sparkar boltanum viljandi með báðum fótum, eða snertir boltann öðru sinni viljandi áður en hann hefur snert annan leikmann: ■ Óbein aukaspyrna er dæmd (nema dómarinn beiti hagnaðarreglunni ef það er augljóslega varnarliðinu í hag), en í tilfelli vítaspyrnukeppni er skráð að spyrnan hafi misfarist. Fótbolti Besta deild karla Besta deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Sjá meira
Þetta þýðir að ef að leikmenn renna til við framkvæmd vítaspyrnu í næstu umferð Bestu deildarinnar, og sparka boltanum óvart í stoðfótinn en skora samt úr spyrnunni, þá mega þeir núna endurtaka spyrnuna. Áður hefði óbein aukaspyrna verið dæmd fyrir mótherjana. Þessi breytta regla tekur gildi um allan heim þann 1. júlí en hefur þegar tekið gildi á Íslandi, samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ. Nýja reglan mun því til dæmis gilda þegar stelpurnar okkar spila á EM í Sviss en mótið hefst eftir rúma viku, 2. júlí. Ráðist var í breytingar á reglunni eftir afar sárt tap Atlético Madrid gegn Real Madrid í vítaspyrnukeppni, í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í vor. Julian Alvárez skoraði þar úr sínu víti en markið stóð ekki því hann snerti boltann með báðum fótum. Þjálfarinn Diego Simeone var æfur yfir þessari ákvörðun og spurði á blaðamannafundi eftir leik hvort að einhver hefði í raun og veru séð Alvárez snerta boltann tvisvar. Ef nýja reglan hefði verið í gildi þá hefði Alvárez fengið að endurtaka spyrnuna, því hann var augljóslega ekki að reyna að snerta boltann tvisvar. Reglan er núna svona: •Spyrnandinn sparkar boltanum óviljandi með báðum fótum samtímis, eða snertir boltann óviljandi með stöðufætinum strax eftir spyrnuna: ■ Ef mark er skorað, er vítaspyrnan endurtekin. ■ Ef mark er ekki skorað, er dæmd óbein aukaspyrna (nema dómarinn beiti hagnaðarreglunni ef það er augljóslega varnarliðinu í hag), en í tilfelli vítaspyrnukeppni er skráð að spyrnan hafi misfarist. • Spyrnandinn sparkar boltanum viljandi með báðum fótum, eða snertir boltann öðru sinni viljandi áður en hann hefur snert annan leikmann: ■ Óbein aukaspyrna er dæmd (nema dómarinn beiti hagnaðarreglunni ef það er augljóslega varnarliðinu í hag), en í tilfelli vítaspyrnukeppni er skráð að spyrnan hafi misfarist.
Fótbolti Besta deild karla Besta deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Sjá meira