Bulls veðja á fyrrum lærisvein Baldurs Sindri Sverrisson skrifar 26. júní 2025 14:15 Noa Essengue á rauða dreglinum við NBA-nýliðavalið í New York í gær. Getty/Sarah Stier Chicago Bulls átti tólfta valrétt í NBA-nýliðavalinu í gær og ákvað að nýta hann til að fá til sín 18 ára gamla Noa Essengue sem meðal annars hefur fengið íslenska tilsögn á sínum ferli. Essengue var næstyngsti leikmaðurinn í nýliðavalinu í ár, þremur dögum eldri en Cooper Flagg sem valinn var fyrstur, en forráðamenn Bulls treysta á að það muni borga sig til framtíðar að veðja á þennan limalanga Frakka. Essengue hóf meistaraflokksferil sinn í frönsku C-deildinni, með Pole France, áður en hann gekk til liðs við þýska félagið Ratiopharm Ulm. Þar hitti hann fyrir Baldur Þór Ragnarsson, núverandi þjálfara Íslandsmeistara Stjörnunnar, sem þjálfaði Essengue í akademíu þýska félagsins í fyrravetur áður en Baldur tók svo við Stjörnunni síðasta sumar. „Fáránlega mikill íþróttamaður“ Saman fögnuðu þeir til að mynda sigri á Adidas Next Generation móti í Dubai, á vegum EuroLeague, með U18-liði Ulm: „Þegar við unnum það mót þá var þessi gaur MVP. Hann er fáránlega mikill íþróttamaður. Nánast með eins konar geimverulíkama. Hann var yfirburðamaður. Hinir gaurarnir voru líka góðir en þetta var klárlega besti maðurinn,“ segir Baldur. Essengue lék svo með aðalliði Ulm í vetur í efstu deild Þýskalands og náði að heilla stjórnendur Chicago Bulls. Bandarískir miðlar benda á að Essengue hafi einnig minnt á sig með því að skora 20 stig, taka 8 fráköst, stela boltanum þrisvar og verja tvö skot, í sýningarleik gegn Portland Trail Blazers í október í fyrra. Þetta er annað árið í röð sem leikmaður sem Baldur þjálfaði í Þýskalandi er valinn í nýliðavali NBA, því New York Knicks völdu Pacome Dadiet í 25. valinu í fyrra. NBA Bónus-deild karla Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Essengue var næstyngsti leikmaðurinn í nýliðavalinu í ár, þremur dögum eldri en Cooper Flagg sem valinn var fyrstur, en forráðamenn Bulls treysta á að það muni borga sig til framtíðar að veðja á þennan limalanga Frakka. Essengue hóf meistaraflokksferil sinn í frönsku C-deildinni, með Pole France, áður en hann gekk til liðs við þýska félagið Ratiopharm Ulm. Þar hitti hann fyrir Baldur Þór Ragnarsson, núverandi þjálfara Íslandsmeistara Stjörnunnar, sem þjálfaði Essengue í akademíu þýska félagsins í fyrravetur áður en Baldur tók svo við Stjörnunni síðasta sumar. „Fáránlega mikill íþróttamaður“ Saman fögnuðu þeir til að mynda sigri á Adidas Next Generation móti í Dubai, á vegum EuroLeague, með U18-liði Ulm: „Þegar við unnum það mót þá var þessi gaur MVP. Hann er fáránlega mikill íþróttamaður. Nánast með eins konar geimverulíkama. Hann var yfirburðamaður. Hinir gaurarnir voru líka góðir en þetta var klárlega besti maðurinn,“ segir Baldur. Essengue lék svo með aðalliði Ulm í vetur í efstu deild Þýskalands og náði að heilla stjórnendur Chicago Bulls. Bandarískir miðlar benda á að Essengue hafi einnig minnt á sig með því að skora 20 stig, taka 8 fráköst, stela boltanum þrisvar og verja tvö skot, í sýningarleik gegn Portland Trail Blazers í október í fyrra. Þetta er annað árið í röð sem leikmaður sem Baldur þjálfaði í Þýskalandi er valinn í nýliðavali NBA, því New York Knicks völdu Pacome Dadiet í 25. valinu í fyrra.
NBA Bónus-deild karla Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira