Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar 27. júní 2025 12:32 Sl. 11 ár hef ég ítrekað bent Reykjavíkurborg á að grunnskólinn væri í kaldakoli. Að skeytingarleysi stjórnvalda gagnvart börnum væri svo gott sem algert með sífellt fleiri nemendur sem ekki eru með grunnfærni í lesskilningi eða um 40 prósent nemenda í dag eftir tíu ára skyldunám. Möguleikar þessara barna til lífsgæða eru verulega skertir, það er algerlega óásættanlegt. Núna þegar búið er að verðleggja þessa stöðu af OECD og kannski hreyfir það við fólki. 5% framleiðni lækkun til lengir tíma kostar samfélagi gróft reiknað 200.000.000.000kr, tvöhundruðþúsund milljónir árlega. Því miður hefur meira og minna allt ræst sem ég hef spáð sl. áratug þrátt fyrir að ég hafi verið sakaður ítrekað að tala niður skólakerfið, að ég væri á villigötum og að fjöldi fræðimanna, sérfræðinga og embættismanna væri ekki sammála mér. Þetta þarf ekki að vera svona. Ef yfirvöld hefðu litið niður úr fílabeinsturni sínum og skoðað skóla sem eru þannig að ef allir skóla væru sem þeir væri framleiðni aukning upp á 5 prósent árlega með tilheyrandi verðmætasköpun og innan við 10 prósent nemenda án grunnfærni í lesskilningi. Þessi saga námsárangurs í grunnskólanum er dæmi um það þegar fræðimenn, sérfræðingar og embættismenn hafa samofið sjálfsmynd sína stefnu og leiðum í menntamálum og eru það flæktir í eigin net að þeir geta með engu móti losað sig úr því á kostnað grunnskólabarna. Menntayfirvöld í sinni sjálfsmyndarpólítík vita ekki hvers vegna staðan er svona og eðli málsins samkvæmt hafa ekki hugmynd um leiðina í rétta átt. Staðan er gegnsýrð af Dunning-Kruger áhrifunum þar sem vitneskjan um eigin veikleika er svo gott sem engin. Hefur einhver þeirra sem hafa haft völd til að ákvarða og ákveða stefnu og leiðir í menntamálum gefið sig fram og axlað ábyrgð á þessari hörmungar stöðu? Svarið er NEI. Það eru svo sannarlega til leiðir út úr vandanum en þá þurfa töluvert margar silkihúfur og smákóngar að endurvinna sjálfsmynd sína ellegar halda á brott. Það er merki um sjálfstraust að viðurkenna að það sem þú hefur staðið fyrir árum saman hafi verið rangt en það er það eina rétta í stöðunni. Gerum þetta saman nemenda og ríkissjóðs vegna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Grunnskólar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sl. 11 ár hef ég ítrekað bent Reykjavíkurborg á að grunnskólinn væri í kaldakoli. Að skeytingarleysi stjórnvalda gagnvart börnum væri svo gott sem algert með sífellt fleiri nemendur sem ekki eru með grunnfærni í lesskilningi eða um 40 prósent nemenda í dag eftir tíu ára skyldunám. Möguleikar þessara barna til lífsgæða eru verulega skertir, það er algerlega óásættanlegt. Núna þegar búið er að verðleggja þessa stöðu af OECD og kannski hreyfir það við fólki. 5% framleiðni lækkun til lengir tíma kostar samfélagi gróft reiknað 200.000.000.000kr, tvöhundruðþúsund milljónir árlega. Því miður hefur meira og minna allt ræst sem ég hef spáð sl. áratug þrátt fyrir að ég hafi verið sakaður ítrekað að tala niður skólakerfið, að ég væri á villigötum og að fjöldi fræðimanna, sérfræðinga og embættismanna væri ekki sammála mér. Þetta þarf ekki að vera svona. Ef yfirvöld hefðu litið niður úr fílabeinsturni sínum og skoðað skóla sem eru þannig að ef allir skóla væru sem þeir væri framleiðni aukning upp á 5 prósent árlega með tilheyrandi verðmætasköpun og innan við 10 prósent nemenda án grunnfærni í lesskilningi. Þessi saga námsárangurs í grunnskólanum er dæmi um það þegar fræðimenn, sérfræðingar og embættismenn hafa samofið sjálfsmynd sína stefnu og leiðum í menntamálum og eru það flæktir í eigin net að þeir geta með engu móti losað sig úr því á kostnað grunnskólabarna. Menntayfirvöld í sinni sjálfsmyndarpólítík vita ekki hvers vegna staðan er svona og eðli málsins samkvæmt hafa ekki hugmynd um leiðina í rétta átt. Staðan er gegnsýrð af Dunning-Kruger áhrifunum þar sem vitneskjan um eigin veikleika er svo gott sem engin. Hefur einhver þeirra sem hafa haft völd til að ákvarða og ákveða stefnu og leiðir í menntamálum gefið sig fram og axlað ábyrgð á þessari hörmungar stöðu? Svarið er NEI. Það eru svo sannarlega til leiðir út úr vandanum en þá þurfa töluvert margar silkihúfur og smákóngar að endurvinna sjálfsmynd sína ellegar halda á brott. Það er merki um sjálfstraust að viðurkenna að það sem þú hefur staðið fyrir árum saman hafi verið rangt en það er það eina rétta í stöðunni. Gerum þetta saman nemenda og ríkissjóðs vegna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun