Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 28. júní 2025 08:15 Námsmat grunnskólanemenda hefur verið mjög í umræðunni á liðnum misserum. Það er mikilvægt að ræða menntun barnanna okkar. Við viljum öll að börnin njóti sín í skólastarfi og nái árangri. Framundan er algjör bylting í námsmati. Loksins verður í boði samræmt námsmat þannig að hægt er að fylgjast með námsárangri og námsframvindu nemenda milli skólaára. Slíkt samræmt námsmat hefur aldrei áður staðið íslenskum skólum til boða í þeim mæli sem hér um ræðir. Þetta er því grundvallarbreyting á því hvernig við styðjum við nám barna og kennslu kennara. Í lok þessa skólaárs voru lögð tilraunapróf í hverjum bekk frá 4. og upp í 10. bekk. 7 stærðfræðipróf og 7 próf í lesskilningi. Í úrtakinu voru um 7000 börn í 26 skólum. Þessi tilraunapróf tókust afar vel. Á næsta ári munu því ný samræmd próf í lesskilningi og stærðfræði verða lögð fyrir alla nemendur í 4. til 10. bekk. Þetta er gríðarlega stórt framfaraskref í námsmati íslenskra barna og markar, má segja, upphafs nýs tímabils í skólastarfi á Íslandi. Nú verður í fyrsta sinn hægt að fylgjast reglubundið með námsframvindu hvers barns með vönduðum matstækjum og kennarar geta því betur mætt námslegum þörfum nemanda. Þessi próf eru hluti af Matsferil sem er heildstætt námsmatskerfi með stöðu- og framvinduprófum auk skimunarprófa. Matsferillinn mun þannig styðja við daglegt starf kennara og veita þeim yfirsýn yfir námslega stöðu nemenda. Matsferill byggir á traustum og fræðilegum grunni og hefur verið unninn í víðtæku samráði við skólasamfélagið. Aldrei áður hefur verið unnið eins umfangsmikið samræmt og heildstætt kerfi sem gefur yfirsýn yfir námsframvindu barna og því eru þessi nýju verkfæri gríðarlega mikilvæg bæði fyrir kennara, nemendur og foreldra. Einnig veita niðurstöður Matsferils skólastjórnendum og skólayfirvöldum gríðarlega mikilvæga innsýn í þróun menntunar sem svo nýtist til umbóta og markvissrar stefnumótunar. Ég hlakka mikið til að fylgjast með því hvernig Matsferill muni styðja við framþróun og auka gæði menntunar enn frekar þannig að öll börn fái tækifæri til að vaxa og dafna í námi. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Námsmat grunnskólanemenda hefur verið mjög í umræðunni á liðnum misserum. Það er mikilvægt að ræða menntun barnanna okkar. Við viljum öll að börnin njóti sín í skólastarfi og nái árangri. Framundan er algjör bylting í námsmati. Loksins verður í boði samræmt námsmat þannig að hægt er að fylgjast með námsárangri og námsframvindu nemenda milli skólaára. Slíkt samræmt námsmat hefur aldrei áður staðið íslenskum skólum til boða í þeim mæli sem hér um ræðir. Þetta er því grundvallarbreyting á því hvernig við styðjum við nám barna og kennslu kennara. Í lok þessa skólaárs voru lögð tilraunapróf í hverjum bekk frá 4. og upp í 10. bekk. 7 stærðfræðipróf og 7 próf í lesskilningi. Í úrtakinu voru um 7000 börn í 26 skólum. Þessi tilraunapróf tókust afar vel. Á næsta ári munu því ný samræmd próf í lesskilningi og stærðfræði verða lögð fyrir alla nemendur í 4. til 10. bekk. Þetta er gríðarlega stórt framfaraskref í námsmati íslenskra barna og markar, má segja, upphafs nýs tímabils í skólastarfi á Íslandi. Nú verður í fyrsta sinn hægt að fylgjast reglubundið með námsframvindu hvers barns með vönduðum matstækjum og kennarar geta því betur mætt námslegum þörfum nemanda. Þessi próf eru hluti af Matsferil sem er heildstætt námsmatskerfi með stöðu- og framvinduprófum auk skimunarprófa. Matsferillinn mun þannig styðja við daglegt starf kennara og veita þeim yfirsýn yfir námslega stöðu nemenda. Matsferill byggir á traustum og fræðilegum grunni og hefur verið unninn í víðtæku samráði við skólasamfélagið. Aldrei áður hefur verið unnið eins umfangsmikið samræmt og heildstætt kerfi sem gefur yfirsýn yfir námsframvindu barna og því eru þessi nýju verkfæri gríðarlega mikilvæg bæði fyrir kennara, nemendur og foreldra. Einnig veita niðurstöður Matsferils skólastjórnendum og skólayfirvöldum gríðarlega mikilvæga innsýn í þróun menntunar sem svo nýtist til umbóta og markvissrar stefnumótunar. Ég hlakka mikið til að fylgjast með því hvernig Matsferill muni styðja við framþróun og auka gæði menntunar enn frekar þannig að öll börn fái tækifæri til að vaxa og dafna í námi. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun