Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar 28. júní 2025 11:01 Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Efni frumvarpsins varðar svokallaða víxlverkun. Verði frumvarpið að lögum verður lífeyrissjóðum óheimilt að taka tillit til greiðslna frá Tryggingastofnun ríkisins við útreikning örorkulífeyris. Í reynd þýðir það að tvö aðskilin kerfi, þ.e. almannatryggingar annars vegar og lífeyrissjóðir hins vegar, greiða út bætur án samræmis eða gagnkvæmrar aðlögunar. Markmiðið virðist í fyrstu bæði réttlátt og mannúðlegt: að bæta stöðu örorkulífeyrisþega. En undir yfirborðinu krauma alvarlegar afleiðingar sem varða réttindi annarra lífeyrisþega, sjálfbærni kerfisins og jafnvel stjórnarskrárvarin eignarréttindi. Frá eldri borgurum til örorkulífeyrisþega Eins og Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, hefur bent á felur frumvarpið í sér beina tilfærslu fjármuna frá ellilífeyrisþegum yfir til örorkulífeyrisþega. Í umsögn hans til Alþingis segir meðal annars: „Augljóst er að þyngri örorkubyrði hlýtur að skerða annan lífeyri. Þannig felur frumvarpið í sér tilfærslu frá ellilífeyrisþegum til örorkulífeyrisþega og í raun eignaupptöku. Þetta er þeim mun alvarlegra vegna þess að verið að færa stórum hluta örorkulífeyrisþega meiri greiðslur en þeir fengu áður en þeir urðu fyrir orkutapi.“ Þetta brýtur jafnframt gegn meginreglu skaðabótaréttar: að enginn skuli verða fjárhagslega betur settur eftir tjón en fyrir það. Frumvarpið býður hins vegar upp á að stór hluti örorkulífeyrisþega fái hærri greiðslur en fyrri laun þeirra voru. Ekki má svo gleyma því að Tryggingastofnun mun áfram taka tillit til tekna úr lífeyrissjóðum til skerðingar á bótum. Ólík áhrif milli sjóða Áhrifin verða einkum á sjóðum sem þegar bera þunga örorkubyrði, svo sem Festa, Gildi, Stapi, Lífeyrissjóður Rangæinga og Lífeyrissjóður Vestmannaeyja. Samkvæmt mati Benedikts Jóhannessonar (Talnakönnun) gæti tryggingafræðileg staða þessara sjóða versnað um 5–7%, sem leiddi til skerðingar á greiðslum til annarra sjóðfélaga og ekki síst eldri borgara. Það er hvorki sanngjarnt né sjálfbært að auka réttindi eins hóps með því að rýra réttindi annars. Lífeyriskerfið byggir á samtryggingu og forsendum um jafnræði. Ef sjóðir missa möguleikann á að samræma greiðslur við almannatryggingar brotnar sú grunnforsenda. Ellilífeyrir er stjórnarskrárvarin eign Ellilífeyrir telst stjórnarskrárvarin eign samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar. Verði réttindum ellilífeyrisþega raskað með þessum hætti, án nægilegrar jöfnunar eða lagastoðar, getur ríkið bakað sér skaðabótaskyldu. Þetta er lagalegt álitaefni sem vert er að taka alvarlega Veikt traust og veikari hvatar Frumvarpið hefur einnig áhrif á hegðun einstaklinga og kerfishvata. Ef greiðslur til örorkulífeyrisþega verða óháðar fyrri tekjum og öðrum stuðningi, dregur það úr hvatningu til endurhæfingar og þátttöku á vinnumarkaði. Samhliða því rýrnar traust almennings til kerfisins, sérstaklega þegar í ljós kemur að sambærileg iðgjöld leiða til ósambærilegra réttinda. Engin jöfnun og engin lausn Í fjármálaáætlun fyrir árin 2026–2030 kemur skýrt fram að ekki er gert ráð fyrir neinu framlagi til jöfnunar örorkubyrði árið 2026. Þó er rétt að nefna að nú stendur yfir vinna við endurskoðun jöfnunarframlaga, þótt ekkert liggi fyrir um niðurstöðu. Ekki er því ljóst hver áhrifin verða á afkomumarkmið ríkissjóðs (um milljarða króna er að ræða), sem þegar virðast vera í hættu. Það má vilja gott en framkvæma það vel Það er sjálfsagt og eðlilegt að bæta kjör örorkulífeyrisþega en það verður að gera með ábyrgum hætti, með sanngjarnri skiptingu byrða og í sátt við aðra þætti kerfisins. Annars verður góð hugsun að vondri niðurstöðu. Við getum ekki byggt upp traust lífeyriskerfi á ósamræmi og óskýrleika. Slíkt mun ekki aðeins grafa undan réttindum ellilífeyrisþega heldur veikja kerfið í heild sinni. Við hljótum að geta gert betur Til lengri tíma litið hefur þessi tilfærsla neikvæð áhrif á bæði almannatryggingar og lífeyrissjóði. Hún getur stuðlað að aukinni örorku, veikara trausti og lægri greiðslum til framtíðarlífeyrisþega. Enn fremur virðist frumvarpið hafa verið samið án fullnægjandi greininga eða vandaðs samráðsferlis. Slíkt verklag, sem virðist eiga sér stað ítrekað í frumvörpum vorþingsins 2025, vekur ugg. Verstu áhrif frumvarpsins eru þó þau að verið er að etja saman eldri borgurum og öryrkjum sem er í raun skammarlegt. Við hljótum að geta gert betur. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknarflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Efni frumvarpsins varðar svokallaða víxlverkun. Verði frumvarpið að lögum verður lífeyrissjóðum óheimilt að taka tillit til greiðslna frá Tryggingastofnun ríkisins við útreikning örorkulífeyris. Í reynd þýðir það að tvö aðskilin kerfi, þ.e. almannatryggingar annars vegar og lífeyrissjóðir hins vegar, greiða út bætur án samræmis eða gagnkvæmrar aðlögunar. Markmiðið virðist í fyrstu bæði réttlátt og mannúðlegt: að bæta stöðu örorkulífeyrisþega. En undir yfirborðinu krauma alvarlegar afleiðingar sem varða réttindi annarra lífeyrisþega, sjálfbærni kerfisins og jafnvel stjórnarskrárvarin eignarréttindi. Frá eldri borgurum til örorkulífeyrisþega Eins og Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, hefur bent á felur frumvarpið í sér beina tilfærslu fjármuna frá ellilífeyrisþegum yfir til örorkulífeyrisþega. Í umsögn hans til Alþingis segir meðal annars: „Augljóst er að þyngri örorkubyrði hlýtur að skerða annan lífeyri. Þannig felur frumvarpið í sér tilfærslu frá ellilífeyrisþegum til örorkulífeyrisþega og í raun eignaupptöku. Þetta er þeim mun alvarlegra vegna þess að verið að færa stórum hluta örorkulífeyrisþega meiri greiðslur en þeir fengu áður en þeir urðu fyrir orkutapi.“ Þetta brýtur jafnframt gegn meginreglu skaðabótaréttar: að enginn skuli verða fjárhagslega betur settur eftir tjón en fyrir það. Frumvarpið býður hins vegar upp á að stór hluti örorkulífeyrisþega fái hærri greiðslur en fyrri laun þeirra voru. Ekki má svo gleyma því að Tryggingastofnun mun áfram taka tillit til tekna úr lífeyrissjóðum til skerðingar á bótum. Ólík áhrif milli sjóða Áhrifin verða einkum á sjóðum sem þegar bera þunga örorkubyrði, svo sem Festa, Gildi, Stapi, Lífeyrissjóður Rangæinga og Lífeyrissjóður Vestmannaeyja. Samkvæmt mati Benedikts Jóhannessonar (Talnakönnun) gæti tryggingafræðileg staða þessara sjóða versnað um 5–7%, sem leiddi til skerðingar á greiðslum til annarra sjóðfélaga og ekki síst eldri borgara. Það er hvorki sanngjarnt né sjálfbært að auka réttindi eins hóps með því að rýra réttindi annars. Lífeyriskerfið byggir á samtryggingu og forsendum um jafnræði. Ef sjóðir missa möguleikann á að samræma greiðslur við almannatryggingar brotnar sú grunnforsenda. Ellilífeyrir er stjórnarskrárvarin eign Ellilífeyrir telst stjórnarskrárvarin eign samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar. Verði réttindum ellilífeyrisþega raskað með þessum hætti, án nægilegrar jöfnunar eða lagastoðar, getur ríkið bakað sér skaðabótaskyldu. Þetta er lagalegt álitaefni sem vert er að taka alvarlega Veikt traust og veikari hvatar Frumvarpið hefur einnig áhrif á hegðun einstaklinga og kerfishvata. Ef greiðslur til örorkulífeyrisþega verða óháðar fyrri tekjum og öðrum stuðningi, dregur það úr hvatningu til endurhæfingar og þátttöku á vinnumarkaði. Samhliða því rýrnar traust almennings til kerfisins, sérstaklega þegar í ljós kemur að sambærileg iðgjöld leiða til ósambærilegra réttinda. Engin jöfnun og engin lausn Í fjármálaáætlun fyrir árin 2026–2030 kemur skýrt fram að ekki er gert ráð fyrir neinu framlagi til jöfnunar örorkubyrði árið 2026. Þó er rétt að nefna að nú stendur yfir vinna við endurskoðun jöfnunarframlaga, þótt ekkert liggi fyrir um niðurstöðu. Ekki er því ljóst hver áhrifin verða á afkomumarkmið ríkissjóðs (um milljarða króna er að ræða), sem þegar virðast vera í hættu. Það má vilja gott en framkvæma það vel Það er sjálfsagt og eðlilegt að bæta kjör örorkulífeyrisþega en það verður að gera með ábyrgum hætti, með sanngjarnri skiptingu byrða og í sátt við aðra þætti kerfisins. Annars verður góð hugsun að vondri niðurstöðu. Við getum ekki byggt upp traust lífeyriskerfi á ósamræmi og óskýrleika. Slíkt mun ekki aðeins grafa undan réttindum ellilífeyrisþega heldur veikja kerfið í heild sinni. Við hljótum að geta gert betur Til lengri tíma litið hefur þessi tilfærsla neikvæð áhrif á bæði almannatryggingar og lífeyrissjóði. Hún getur stuðlað að aukinni örorku, veikara trausti og lægri greiðslum til framtíðarlífeyrisþega. Enn fremur virðist frumvarpið hafa verið samið án fullnægjandi greininga eða vandaðs samráðsferlis. Slíkt verklag, sem virðist eiga sér stað ítrekað í frumvörpum vorþingsins 2025, vekur ugg. Verstu áhrif frumvarpsins eru þó þau að verið er að etja saman eldri borgurum og öryrkjum sem er í raun skammarlegt. Við hljótum að geta gert betur. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknarflokksins
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun