Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Lovísa Arnardóttir og Smári Jökull Jónsson skrifa 3. júlí 2025 22:21 Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, segir koma til greina að flagga fánum fleiri stríðshrjáðra ríkja, en Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks er ekki hrifinn af því. Vísir/Sigurjón Palestínski fáninn var dreginn að húni við ráðhús Reykjavíkur í morgun eftir að borgarráð samþykkti að flagga fánanum til marks um samstöðu með palestínsku þjóðinni. „Samúð mín er með fórnarlömbum stríðsátaka hvar sem þau er að finna en þessi fáni er fáni ríkis sem er undir stjórn hryðjuverkasamtaka sem heita Hamas. Hamas hafa unnið margvísleg óhæfuverk, allt frá því að senda tugi þúsunda eldflauga yfir til Ísraels og stóðu líka fyrir árásinni 7. október,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og að öll þau óhæfuverk hafi verið framin undir stjórn ríkis sem eigi þennan fána. Rætt var við Kjartan í kvöldfréttum Sýnar. Sjá einnig: Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Líf Magneudóttir, formaður borgarráðs og oddviti Vinstri grænna í borginni, segir fánann eiga að senda þau skilaboð að Reykjavíkurborg standi með palestínsku þjóðinni. „Börnum, konum og almennum borgunum sem hafa þurft að þola óbærilega og hörmulegar þjáningar. Þetta er ekki þannig að við séum að standa gegn einhverju öðru og sannarlega ekki með hryðjuverkum því við fordæmum allt slíkt,“ segir Líf en einnig var rætt við hana í kvöldfréttum. Táknrænn stuðningur Hún segir stuðninginn táknrænan og þau séu stolt af því að geta sýnt hann með því að draga fánann að húni. „Mér finnst óábyrgt að vera afstöðulaus,“ segir Líf um bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi borgarstjórnar um málið. Að hennar mati eigi að taka afstöðu með mannréttindum og mannúð. „Við eigum alltaf að taka afstöðu með fólki þegar það er ofsótt og þjáð. Það er það sem við erum að gera í dag. Mér finnst það gunguskapur og mér finnst það getuleysi að geta ekki tekið afstöðu, eins og Sjálfstæðisflokkurinn kaus að gera ekki, með mannréttindum fólks, þó það búi ekki hér.“ Kjartan segist álíta svo að þessi táknræni stuðningur sé stuðningur við þá stjórn sem er við völd í Palestínu, hryðjuverkasamtakanna Hamas, og að það dragi fram hvað öfgaöfl eru við völd í meirihlutanum í ráðhúsinu. „Ég myndi vilja fá hann niður og auðvitað má deila um hvað eiga að flagga víða,“ segir hann og að ef borgin vilji taka afstöðu gegn stríðsátökum um allan heim verði að reisa fánaborg. Fáninn var dreginn að hún í dag við hlið þess úkraínska sem hefur verið dreginn að húni stuttu eftir að átök hófust þar 2022.Vísir/Sigurjón Komi til greina að flagga fánum fleiri ríkja „Ég vil minna á að það eru hræðilegir hlutir að gerast í Súdan, þar sem eru raunverulega þjóðernishreinsanir í gangi, og ég hef ekki heyrt neinn í meirihlutanum, allra síst Líf, tjá sig um það.“ Líf segir vel koma til greina að gera það en það eigi eftir að semja þær reglur. Borgarstjórn Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Reykjavík Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
„Samúð mín er með fórnarlömbum stríðsátaka hvar sem þau er að finna en þessi fáni er fáni ríkis sem er undir stjórn hryðjuverkasamtaka sem heita Hamas. Hamas hafa unnið margvísleg óhæfuverk, allt frá því að senda tugi þúsunda eldflauga yfir til Ísraels og stóðu líka fyrir árásinni 7. október,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og að öll þau óhæfuverk hafi verið framin undir stjórn ríkis sem eigi þennan fána. Rætt var við Kjartan í kvöldfréttum Sýnar. Sjá einnig: Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Líf Magneudóttir, formaður borgarráðs og oddviti Vinstri grænna í borginni, segir fánann eiga að senda þau skilaboð að Reykjavíkurborg standi með palestínsku þjóðinni. „Börnum, konum og almennum borgunum sem hafa þurft að þola óbærilega og hörmulegar þjáningar. Þetta er ekki þannig að við séum að standa gegn einhverju öðru og sannarlega ekki með hryðjuverkum því við fordæmum allt slíkt,“ segir Líf en einnig var rætt við hana í kvöldfréttum. Táknrænn stuðningur Hún segir stuðninginn táknrænan og þau séu stolt af því að geta sýnt hann með því að draga fánann að húni. „Mér finnst óábyrgt að vera afstöðulaus,“ segir Líf um bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi borgarstjórnar um málið. Að hennar mati eigi að taka afstöðu með mannréttindum og mannúð. „Við eigum alltaf að taka afstöðu með fólki þegar það er ofsótt og þjáð. Það er það sem við erum að gera í dag. Mér finnst það gunguskapur og mér finnst það getuleysi að geta ekki tekið afstöðu, eins og Sjálfstæðisflokkurinn kaus að gera ekki, með mannréttindum fólks, þó það búi ekki hér.“ Kjartan segist álíta svo að þessi táknræni stuðningur sé stuðningur við þá stjórn sem er við völd í Palestínu, hryðjuverkasamtakanna Hamas, og að það dragi fram hvað öfgaöfl eru við völd í meirihlutanum í ráðhúsinu. „Ég myndi vilja fá hann niður og auðvitað má deila um hvað eiga að flagga víða,“ segir hann og að ef borgin vilji taka afstöðu gegn stríðsátökum um allan heim verði að reisa fánaborg. Fáninn var dreginn að hún í dag við hlið þess úkraínska sem hefur verið dreginn að húni stuttu eftir að átök hófust þar 2022.Vísir/Sigurjón Komi til greina að flagga fánum fleiri ríkja „Ég vil minna á að það eru hræðilegir hlutir að gerast í Súdan, þar sem eru raunverulega þjóðernishreinsanir í gangi, og ég hef ekki heyrt neinn í meirihlutanum, allra síst Líf, tjá sig um það.“ Líf segir vel koma til greina að gera það en það eigi eftir að semja þær reglur.
Borgarstjórn Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Reykjavík Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira