Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Siggeir Ævarsson skrifar 5. júlí 2025 15:31 Fyrirliði Hollendinga, Vivianne Miedema fagnar fyrsta marki leiksins og sínu 100. landsliðsmarki Vísir/Getty Leikmenn Wales geta þó tekið eitt og annað jákvætt út úr þessum leik, þá sérstaklega frammistöðuna í fyrri hálfleik. Vörnin var vel skipulögð í 45 mínútur en þá greip markahrókurinn Vivianne Miedema til sinna ráða og sendi Hollendinga inn í hálfleik með 0-1 forystu. Þetta var 100. mark Miedema fyrir Holland í aðeins 100 leikjum og er hún í hópi yngstu leikmanna sem hafa náð að rjúfa 100 marka múrinn. Vivianne Miedema is the first ever player to score 100 goals for the Netherlands.It's taken her just 126 games to reach her century. 💯#WEURO2025 pic.twitter.com/TWy2uJBUvi— Squawka (@Squawka) July 5, 2025 Þær Victoria Pelova og Esmee Brugts bættu svo við sínu markinu hvor í seinni hálfleik og 0-3 tap staðreynd í þessum fyrsta leik Wales á stórmóti. Liðin leika í D-riðli á mótinu áamt England og Frakklandi, en leikur þeirra liða hefst núna klukkan 19:00. EM 2025 í Sviss Fótbolti
Leikmenn Wales geta þó tekið eitt og annað jákvætt út úr þessum leik, þá sérstaklega frammistöðuna í fyrri hálfleik. Vörnin var vel skipulögð í 45 mínútur en þá greip markahrókurinn Vivianne Miedema til sinna ráða og sendi Hollendinga inn í hálfleik með 0-1 forystu. Þetta var 100. mark Miedema fyrir Holland í aðeins 100 leikjum og er hún í hópi yngstu leikmanna sem hafa náð að rjúfa 100 marka múrinn. Vivianne Miedema is the first ever player to score 100 goals for the Netherlands.It's taken her just 126 games to reach her century. 💯#WEURO2025 pic.twitter.com/TWy2uJBUvi— Squawka (@Squawka) July 5, 2025 Þær Victoria Pelova og Esmee Brugts bættu svo við sínu markinu hvor í seinni hálfleik og 0-3 tap staðreynd í þessum fyrsta leik Wales á stórmóti. Liðin leika í D-riðli á mótinu áamt England og Frakklandi, en leikur þeirra liða hefst núna klukkan 19:00.