Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar 5. júlí 2025 20:30 Einn af okkar álitlegustu virkjanakostum, Kjalölduveita, er nú til umfjöllunar á Alþingi. Lagt er til að virkjanakosturinn verði áfram í biðflokki til að hægt sé að meta áhrif hans og bera saman við aðra kosti sem við höfum til að mæta vaxandi orkuþörf. Við verðum að horfa til áhrifa á náttúru, aðra landnotkun og þess að kostnaður við uppbyggingu virkjana er ráðandi þáttur í framtíðar raforkuverði. Allt bendir til að Kjalölduveitu megi hrinda í framkvæmd án þess að hún raski friðlandi í nágrenninu. Það er því fagnaðarefni ef Kjalalda verður áfram í biðflokki, svo hægt sé að halda þessum mikilvæga kosti opnum og veita honum efnismeðferð. Alfarið utan friðlands Þegar ákvarðanir eru teknar um jafn mikilvæga innviði og virkjanir er mikilvægt að vanda til verka. Skoða þarf fjölmarga þætti, meta áhrif á umhverfi, m.a. staðbundin áhrif á náttúru, samhliða því að meta ávinning fyrir íslenskt samfélag. Kjalölduveita er utan friðlands Þjórsárvera og þar með ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að skoða þar landnýtingarmöguleika. Þjórsárver voru fyrst friðlýst árið 1981. Friðlýsingin var endurskoðuð 1987 og aftur 2017. Markmið hennar er að tryggja víðtæka og markvissa verndun gróðurlendis Þjórsárvera í heild sinni, vistkerfi veranna, rústamýrarvist, varpstöðvar heiðagæsa, víðernis, sérstakrar landslagsheildar og menningarminja, auk fræðslu til almennings um verndargildi svæðisins. Friðlýsta svæðið er í dag alls 1.563 ferkílómetrar og nær yfir öll Þjórsárver, Hofsjökul í heild og nágrenni. Til að glöggva sig á stærð svæðisins er þetta rúmt prósent af Íslandi. Ramsarsvæðið sjálft er um 375 ferkílómetrar eða um fjórðungur friðlandsins, þannig að utan um Þjórsársverin hefur verið sett ríflegt svæði. Það sem er utan friðlands hlýtur þá að vera svæði sem ekki nýtur verndar og þar ætti því að mega skoða aðra landnýtingarmöguleika. Engin áhrif á Þjórsárver Nýting endurnýjanlegra auðlinda felur í sér inngrip í náttúruna sem óhjákvæmilega veldur raski á umhverfinu. Það er á ábyrgð okkar hjá Landsvirkjun að vinna að því lágmarka þetta rask eins og kostur er. Við tökum þessa ábyrgð alvarlega og leggjum áherslu á virðingu fyrir náttúru og ábyrga nýtingu auðlinda. Við vitum að Þjórsárver eru mikilvæg náttúruperla og styðjum eindregið að þeim verði ekki raskað. Hönnun Kjalölduveitu er skammt á veg komin enda virkjanahugmynd á frumstigi. Öll mannvirki hennar yrðu utan friðlands Þjórsárvera, og því myndi veitan ekki hafa áhrif á það. Lón veitunnar yrði innan við 3 km².Rennsli í Þjórsá neðan Kjalölduveitu mun vissulega breytast, en Kjalölduveita myndi þó hafa takmörkuð áhrif á sumarrennsli fossa í Þjórsá, til dæmis yrði rennsli í Dynk yfir sumarmánuðina áfram mikið, eða svipað og í Gullfossi. Skoðum hagkvæma kosti með opnum hug Það er mikilvægt að virkjanakostir sem vitað er að verði hagkvæmir, hafi jákvæð áhrif á samfélag, eru utan náttúruverndarsvæða og talið að muni ekki hafa veruleg áhrif á náttúrufar fái réttmæta málsmeðferð. Þá þarf að meta út frá þeim forsendum sem við eiga, fyrst í ferli rammaáætlunar og í framhaldinu í mati á umhverfisáhrifum, ef kosturinn fer í orkunýtingarflokk rammaáætlunar. Í þeim lögbundnu ferlum felst samráð við hagaðila þar sem hægt er að ræða áhrif og ávinning og finna leiðir til að draga úr þeim áhrifum sem kosturinn mun hafa. Þá vinnu á að byggja á faglegum greiningum með almannahagsmuni að leiðarljósi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Einn af okkar álitlegustu virkjanakostum, Kjalölduveita, er nú til umfjöllunar á Alþingi. Lagt er til að virkjanakosturinn verði áfram í biðflokki til að hægt sé að meta áhrif hans og bera saman við aðra kosti sem við höfum til að mæta vaxandi orkuþörf. Við verðum að horfa til áhrifa á náttúru, aðra landnotkun og þess að kostnaður við uppbyggingu virkjana er ráðandi þáttur í framtíðar raforkuverði. Allt bendir til að Kjalölduveitu megi hrinda í framkvæmd án þess að hún raski friðlandi í nágrenninu. Það er því fagnaðarefni ef Kjalalda verður áfram í biðflokki, svo hægt sé að halda þessum mikilvæga kosti opnum og veita honum efnismeðferð. Alfarið utan friðlands Þegar ákvarðanir eru teknar um jafn mikilvæga innviði og virkjanir er mikilvægt að vanda til verka. Skoða þarf fjölmarga þætti, meta áhrif á umhverfi, m.a. staðbundin áhrif á náttúru, samhliða því að meta ávinning fyrir íslenskt samfélag. Kjalölduveita er utan friðlands Þjórsárvera og þar með ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að skoða þar landnýtingarmöguleika. Þjórsárver voru fyrst friðlýst árið 1981. Friðlýsingin var endurskoðuð 1987 og aftur 2017. Markmið hennar er að tryggja víðtæka og markvissa verndun gróðurlendis Þjórsárvera í heild sinni, vistkerfi veranna, rústamýrarvist, varpstöðvar heiðagæsa, víðernis, sérstakrar landslagsheildar og menningarminja, auk fræðslu til almennings um verndargildi svæðisins. Friðlýsta svæðið er í dag alls 1.563 ferkílómetrar og nær yfir öll Þjórsárver, Hofsjökul í heild og nágrenni. Til að glöggva sig á stærð svæðisins er þetta rúmt prósent af Íslandi. Ramsarsvæðið sjálft er um 375 ferkílómetrar eða um fjórðungur friðlandsins, þannig að utan um Þjórsársverin hefur verið sett ríflegt svæði. Það sem er utan friðlands hlýtur þá að vera svæði sem ekki nýtur verndar og þar ætti því að mega skoða aðra landnýtingarmöguleika. Engin áhrif á Þjórsárver Nýting endurnýjanlegra auðlinda felur í sér inngrip í náttúruna sem óhjákvæmilega veldur raski á umhverfinu. Það er á ábyrgð okkar hjá Landsvirkjun að vinna að því lágmarka þetta rask eins og kostur er. Við tökum þessa ábyrgð alvarlega og leggjum áherslu á virðingu fyrir náttúru og ábyrga nýtingu auðlinda. Við vitum að Þjórsárver eru mikilvæg náttúruperla og styðjum eindregið að þeim verði ekki raskað. Hönnun Kjalölduveitu er skammt á veg komin enda virkjanahugmynd á frumstigi. Öll mannvirki hennar yrðu utan friðlands Þjórsárvera, og því myndi veitan ekki hafa áhrif á það. Lón veitunnar yrði innan við 3 km².Rennsli í Þjórsá neðan Kjalölduveitu mun vissulega breytast, en Kjalölduveita myndi þó hafa takmörkuð áhrif á sumarrennsli fossa í Þjórsá, til dæmis yrði rennsli í Dynk yfir sumarmánuðina áfram mikið, eða svipað og í Gullfossi. Skoðum hagkvæma kosti með opnum hug Það er mikilvægt að virkjanakostir sem vitað er að verði hagkvæmir, hafi jákvæð áhrif á samfélag, eru utan náttúruverndarsvæða og talið að muni ekki hafa veruleg áhrif á náttúrufar fái réttmæta málsmeðferð. Þá þarf að meta út frá þeim forsendum sem við eiga, fyrst í ferli rammaáætlunar og í framhaldinu í mati á umhverfisáhrifum, ef kosturinn fer í orkunýtingarflokk rammaáætlunar. Í þeim lögbundnu ferlum felst samráð við hagaðila þar sem hægt er að ræða áhrif og ávinning og finna leiðir til að draga úr þeim áhrifum sem kosturinn mun hafa. Þá vinnu á að byggja á faglegum greiningum með almannahagsmuni að leiðarljósi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun