Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Haraldur Örn Haraldsson skrifar 7. júlí 2025 08:00 Vernharður Ravnaas til hægri, með þriðja sætis verðlaunin sín. Camilla Smistad Toftera Vernharður Ravnaas, oftast kallaður Venni, er þrettán ára ungur Íslendingur í Noregi sem er að gera það mjög gott í gokart kappakstri. Hann endaði í þriðja sæti í Norðurlandakeppni í Gokart (IAME Nordic Cup 2025). Vernharður hóf keppni á fremstu röð.Camilla Smistad Toftera Visir ræddi við móður hans, Ragnheiði Vernharðsdóttir, til að fræðast aðeins meira um þennan gríðarlega efnilega ökumann. „Þetta er í raun stórt augnablik fyrir íslenskar akstursíþróttir – að sjá íslenskan fána á verðlaunapalli í svona stóru móti,“ sagði Ragnheiður. Venni var eini Íslendingurinn sem tók þátt í keppninni en hann náði öðru sæti í tímatöku, áður en að náði síðan þriðja sætinu í keppninni. Aldursflokkurinn sem hann keppir í er tólf til fimmtán ára. Það voru því nokkrir eldri ökumenn en hann sem voru að keppa þarna. Það er meira en að segja það, að vera 13 ára og keppa í svona kappakstri.Camilla Smistad Toftera „Venni byrjaði að æfa gokart í Noregi árið 2020, þá átta ára gamall,“ sagði Ragnheiður. Aðeins ári seinna var hann búinn að komast á verðlaunapall í keppni. Hann hefur haldið áfram að vera einn besti ökumaðurinn í sínum aldursflokki á Norðurlöndunum. „Á síðasta ári (2024) keppti hann fyrir Íslands hönd í ROK Superfinal á Ítalíu, sem er heimsmeistarakeppni ROK gokart flokksins og er mikilvægur áfangastaður á alþjóðlegum gokart ferli. Þá var hann einnig valinn í íslenska landsliðið í Formúlu 4 hermikappakstri árið 2024 – aðeins tólf ára gamall,“ sagði Ragnheiður. Á núverandi keppnistímabili hefur Venni einnig komist á þrjá verðlaunapalla í Noregi og verið í toppbaráttunni í öllum keppnum sem hann hefur tekið þátt í. Venni dreymir um að keppa einn daginn í Formúlu 1 eða GT kappakstursseríunni. Hann hefur hins vegar ekki sama aðgengi erlendum keppnum líkt og hinir sem hann er að keppa við. Hér kemur Venni í mark.Camilla Smistad Toftera „Venni stefnir á að keppa í fullri alþjóðlegri seríu í Suður-Evrópu í vetur - en það er mjög háð því hvort við náum að safna inn nægum styrktaraðilum. Því næst er það að komast í Formúlu 4 um leið og hann hefur aldur til, eftir tvö ár,“ sagði Ragnheiður. Venni horfir mikið á gamlar Formúlu 1 keppnir og heldur mikið upp á Michael Schumacher og Ayrton Senna, og segist horfa á þá til að reyna að læra af þeim. Einnig heldur hann mikið upp á Ástralann Oscar Piastri, vegna þess hvað hann er rólegur undir pressu. „Piastri er mjög nákvæmur og taktískur – eitthvað sem Venni reynir að tileinka sér sjálfur,“ sagði Ragnheiður. Vernharður og fjölskylda fagna saman þriðja sætinu.Camilla Smistad Toftera Fjölskyldan er að flytja til Íslands í lok júlí eftir sex ára veru í Noregi, en ætla að halda áfram með kappakstursævintýrið. Venni stefnir á að keppa í Noregi og Svíðþjóð áfram, ásamt því að reyna að keppa í Bretlandi eða Suður Evrópu. Kappakstur er dýr, og verður bara dýrari því eldri sem þú verður. Því er Venni að leita sér að öflugum styrktaraðilum, til þess að aðstoða þennan efnilega dreng þar sem fjölskyldan ræður ekki við kostnaðinn ef Venni á að fara mikið lengra. „Það er ómetanlegt fyrir íslenskt þjóðarstolt að eiga ökumann sem stendur á verðlaunapalli í stórri Norðurlandakeppni og við vonum að Ísland taki nú enn frekar utan um Venna og styðji hann áfram í þessari vegferð,“ sagði Ragnheiður. Fyrir neðan má sjá upptökur af tímatökunum og keppninni um helgina. Akstursíþróttir Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Sjá meira
Vernharður hóf keppni á fremstu röð.Camilla Smistad Toftera Visir ræddi við móður hans, Ragnheiði Vernharðsdóttir, til að fræðast aðeins meira um þennan gríðarlega efnilega ökumann. „Þetta er í raun stórt augnablik fyrir íslenskar akstursíþróttir – að sjá íslenskan fána á verðlaunapalli í svona stóru móti,“ sagði Ragnheiður. Venni var eini Íslendingurinn sem tók þátt í keppninni en hann náði öðru sæti í tímatöku, áður en að náði síðan þriðja sætinu í keppninni. Aldursflokkurinn sem hann keppir í er tólf til fimmtán ára. Það voru því nokkrir eldri ökumenn en hann sem voru að keppa þarna. Það er meira en að segja það, að vera 13 ára og keppa í svona kappakstri.Camilla Smistad Toftera „Venni byrjaði að æfa gokart í Noregi árið 2020, þá átta ára gamall,“ sagði Ragnheiður. Aðeins ári seinna var hann búinn að komast á verðlaunapall í keppni. Hann hefur haldið áfram að vera einn besti ökumaðurinn í sínum aldursflokki á Norðurlöndunum. „Á síðasta ári (2024) keppti hann fyrir Íslands hönd í ROK Superfinal á Ítalíu, sem er heimsmeistarakeppni ROK gokart flokksins og er mikilvægur áfangastaður á alþjóðlegum gokart ferli. Þá var hann einnig valinn í íslenska landsliðið í Formúlu 4 hermikappakstri árið 2024 – aðeins tólf ára gamall,“ sagði Ragnheiður. Á núverandi keppnistímabili hefur Venni einnig komist á þrjá verðlaunapalla í Noregi og verið í toppbaráttunni í öllum keppnum sem hann hefur tekið þátt í. Venni dreymir um að keppa einn daginn í Formúlu 1 eða GT kappakstursseríunni. Hann hefur hins vegar ekki sama aðgengi erlendum keppnum líkt og hinir sem hann er að keppa við. Hér kemur Venni í mark.Camilla Smistad Toftera „Venni stefnir á að keppa í fullri alþjóðlegri seríu í Suður-Evrópu í vetur - en það er mjög háð því hvort við náum að safna inn nægum styrktaraðilum. Því næst er það að komast í Formúlu 4 um leið og hann hefur aldur til, eftir tvö ár,“ sagði Ragnheiður. Venni horfir mikið á gamlar Formúlu 1 keppnir og heldur mikið upp á Michael Schumacher og Ayrton Senna, og segist horfa á þá til að reyna að læra af þeim. Einnig heldur hann mikið upp á Ástralann Oscar Piastri, vegna þess hvað hann er rólegur undir pressu. „Piastri er mjög nákvæmur og taktískur – eitthvað sem Venni reynir að tileinka sér sjálfur,“ sagði Ragnheiður. Vernharður og fjölskylda fagna saman þriðja sætinu.Camilla Smistad Toftera Fjölskyldan er að flytja til Íslands í lok júlí eftir sex ára veru í Noregi, en ætla að halda áfram með kappakstursævintýrið. Venni stefnir á að keppa í Noregi og Svíðþjóð áfram, ásamt því að reyna að keppa í Bretlandi eða Suður Evrópu. Kappakstur er dýr, og verður bara dýrari því eldri sem þú verður. Því er Venni að leita sér að öflugum styrktaraðilum, til þess að aðstoða þennan efnilega dreng þar sem fjölskyldan ræður ekki við kostnaðinn ef Venni á að fara mikið lengra. „Það er ómetanlegt fyrir íslenskt þjóðarstolt að eiga ökumann sem stendur á verðlaunapalli í stórri Norðurlandakeppni og við vonum að Ísland taki nú enn frekar utan um Venna og styðji hann áfram í þessari vegferð,“ sagði Ragnheiður. Fyrir neðan má sjá upptökur af tímatökunum og keppninni um helgina.
Akstursíþróttir Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Sjá meira