Innlent

Ekið á sjö ára barn í Borgar­túni

Jón Þór Stefánsson skrifar
Slysið varð í Borgartúni. Myndin er úr safni.
Slysið varð í Borgartúni. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Bíl var ekið á sjö ára barn í Borgartúninu í Reykjavík um fjögurleytið í dag. Bíllinn mun hafa verið á litlum hraða, en barnið var flutt á sjúkrahús til skoðunar. Ekki er talið að meiðsli þess séu alvarleg.

Jón Kristinn Valsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.

Mbl.is greindi fyrst frá. Í frétt miðilsins kemur fram að barnið hafi verið á hlaupahjóli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×