Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2025 12:02 Patrick Mahomes ætlar að leiða Kansas City Chiefs til sigurs í Super Bowl í fjórða sinn á komandi leiktíð. Hann er flottur í fullum klæðum en sumarmyndirnar af honum eru ekki að vekja lukku hjá sumum. Getty/Aaron M. Sprecher/@Sportbladet NFL súperstjarnan Patrick Mahomes er í sumarfríi og myndir af kappanum eru ekki að vekja mikla lukku hjá einni bandarískri útvarpsstjörnu. Það styttist í NFL tímabilið og Mahomes hefur verið í fríi síðan í febrúarbyrjun. Maðurinn sem fékk einu sinni gælunafnið Tengdasonur Mosfellsbæjar eftir að núverandi eiginkona hans spilaði á Íslandi er frábær leikstjórnandi og hefur margsannað sig sem sigurvegara. @Sportbladet Mahomes hefur unnið þrjá titla í NFL og er enn bara 29 ára gamall. Hann hefur burði til að ná meti Tom Brady (sjö) og verið í umræðunni sem besti leikstjórnandi allra tíma. Hörð viðbrögð Vaxtarlag hans, tveimur mánuðum fyrir fyrsta leik, vakti hins vegar upp hörð viðbrögð hjá útvarpsstjörnunni Kevin Kietzman. Kietzman hefur áhyggjur af því að Mahomes verði að fara að taka sig á ef hann ætli að endast í þessari hörðu og krefjandi íþrótt. „Hann er feitur. Ég ætla bara að segja það hreint út og ég er að segja sannleikann. Það er vandræðalegt að horfa upp á þetta,“ sagði Kietzman í hlaðvarpsþætti sínum „Uncanceled“. Mahomes hefur oft grínast með það sjálfur að hann sé með pabbalíkama en hann hefur aldrei verið skorinn eins og margir af þeim sem spila í NFL-deildinni. Kietzman segir að það sé óábyrgt af Mahomes að hugsa ekki betur um líkama sinn. Kansas City-based podcaster/radio host Kevin Kietzman had some harsh words to say today about Patrick Mahomes' offseason training regimen.-Kevin Kietzman Has Issues pic.twitter.com/dmSc2OLqLk— Starcade Media (@StarcadeMediaKC) July 7, 2025 Feitur í laug með sextugum körlum „Hann hefði verið kallaður feitur í lauginni minni þar sem væru bara sextugir karlar. Hættu að éta skyndibita og farðu að gera kviðæfingar. Ég skil þetta ekki. Þú getur ekki siglt svona í gegnum NFL feril þinn og borðað Taco Bell alla daga eða pantað grillaðan kjúkling heim“ sagði Kietzman. Orð Kietzman hafa vakið upp viðbrögð þar á meðal hjá einkaþjálfara Mahomes. Kietzman svaraði því með dæmisögu um Ben Roethlisberger sem byrjaði feril sinn frábærlega eins og Mahomes en svo varð ekkert úr honum á meðan hann glímdi við kílóin og meiðsli í kjölfar þeirra. Kietzman segist vera að hugsa um hagsmuni Mahomes og taldi það rétt að vara hann við áður en aukakílóin fara að ýta honum af leið. Here is a fair and accurate assessment of my commentary. I don’t want @PatrickMahomes to become Ben Roethlisberger who won big as young player and then just got big. I want him to lock in like @TomBrady in his 30’s and chase him down. https://t.co/Ut4leEGdpE— Kevin Kietzman (@kkhasissues) July 8, 2025 NFL Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira
Það styttist í NFL tímabilið og Mahomes hefur verið í fríi síðan í febrúarbyrjun. Maðurinn sem fékk einu sinni gælunafnið Tengdasonur Mosfellsbæjar eftir að núverandi eiginkona hans spilaði á Íslandi er frábær leikstjórnandi og hefur margsannað sig sem sigurvegara. @Sportbladet Mahomes hefur unnið þrjá titla í NFL og er enn bara 29 ára gamall. Hann hefur burði til að ná meti Tom Brady (sjö) og verið í umræðunni sem besti leikstjórnandi allra tíma. Hörð viðbrögð Vaxtarlag hans, tveimur mánuðum fyrir fyrsta leik, vakti hins vegar upp hörð viðbrögð hjá útvarpsstjörnunni Kevin Kietzman. Kietzman hefur áhyggjur af því að Mahomes verði að fara að taka sig á ef hann ætli að endast í þessari hörðu og krefjandi íþrótt. „Hann er feitur. Ég ætla bara að segja það hreint út og ég er að segja sannleikann. Það er vandræðalegt að horfa upp á þetta,“ sagði Kietzman í hlaðvarpsþætti sínum „Uncanceled“. Mahomes hefur oft grínast með það sjálfur að hann sé með pabbalíkama en hann hefur aldrei verið skorinn eins og margir af þeim sem spila í NFL-deildinni. Kietzman segir að það sé óábyrgt af Mahomes að hugsa ekki betur um líkama sinn. Kansas City-based podcaster/radio host Kevin Kietzman had some harsh words to say today about Patrick Mahomes' offseason training regimen.-Kevin Kietzman Has Issues pic.twitter.com/dmSc2OLqLk— Starcade Media (@StarcadeMediaKC) July 7, 2025 Feitur í laug með sextugum körlum „Hann hefði verið kallaður feitur í lauginni minni þar sem væru bara sextugir karlar. Hættu að éta skyndibita og farðu að gera kviðæfingar. Ég skil þetta ekki. Þú getur ekki siglt svona í gegnum NFL feril þinn og borðað Taco Bell alla daga eða pantað grillaðan kjúkling heim“ sagði Kietzman. Orð Kietzman hafa vakið upp viðbrögð þar á meðal hjá einkaþjálfara Mahomes. Kietzman svaraði því með dæmisögu um Ben Roethlisberger sem byrjaði feril sinn frábærlega eins og Mahomes en svo varð ekkert úr honum á meðan hann glímdi við kílóin og meiðsli í kjölfar þeirra. Kietzman segist vera að hugsa um hagsmuni Mahomes og taldi það rétt að vara hann við áður en aukakílóin fara að ýta honum af leið. Here is a fair and accurate assessment of my commentary. I don’t want @PatrickMahomes to become Ben Roethlisberger who won big as young player and then just got big. I want him to lock in like @TomBrady in his 30’s and chase him down. https://t.co/Ut4leEGdpE— Kevin Kietzman (@kkhasissues) July 8, 2025
NFL Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira