Óvenjuleg hömstrun vinnuafls ýtt undir spennu og launskrið á vinnumarkaði

Óvenjuleg staða hefur verið uppi á íslenskum vinnumarkaði að undanförnu, sem hefur meðal annars endurspeglast í fjölgun starfa og miklum launavexti samhliða því að samdráttur mælist í landsframleiðslu, en þróunin á um margt sameiginlegt með því sem sést hefur í mörgum öðrum Evrópuríkjum í kjölfar farsóttarinnar. Líklegasta skýringin, samkvæmt greiningu aðalhagfræðings Kviku banka, er hömstrun vinnuafls umfram það sem hagkvæmast getur talist þegar eftirspurn í hagkerfinu er að gefa eftir og kann meðal annars að hafa átt þátt í þrálátri verðbólgu hér á landi.
Tengdar fréttir

Forstjóri Haga segir ekki sömu rök og áður fyrir miklum hækkunum frá birgjum
Það eru vonbrigði hvað matarverðbólgan virðist ætla að vera þrautseig, að sögn forstjóra stærsta smásölufyrirtækis landsins, einkum núna þegar ekki eru sömu forsendur og áður fyrir miklum kostnaðarhækkunum og hann ætlist til þess að það „speglist í verðákvörðunum okkar birgja.“ Þá boðar hann tíðindi innan skamms í tengslum við frekari arðbæran vöxt félagsins, hálfu ári eftir að kaupin á færeyska verslunarfélaginu SMS voru kláruð, og að Hagar séu á þeim vettvangi „hvergi nærri hætt.“