Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Jón Þór Stefánsson skrifar 10. júlí 2025 09:01 Þessi meinti aðdragandi manndrápsins varð á Klambratúni daginn áður en greint var frá andlátinu. Vísir/Vilhelm Ásgeir Kári Linduson telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda manndráps sem varð í íbúðarhúsi í Breiðholti í október síðastliðunum. Sama dag og drápið var framið varð hann vitni að því þegar maður hótaði að myrða konu, sem Ásgeir taldi móður mannsins. Daginn eftir las hann um að maður væri í gæsluvarðhaldi grunaður um að verða móður sinni að bana. Í lok síðustu viku var hinn fertugi Ymur Art Runólfsson sakfelldur fyrir að ráða móður sinni bana í umræddu máli með því að stinga hana með hnífi að minnsta kosti 22 sinnum á heimili hennar í Breiðholti. Ymur var metinn sakhæfur, en ekki gerð refsing og þess í stað látinn sæta öryggisvistun. Sagði konuna hafa komið sér fyrir í fangelsi Atvik málsins áttu sér stað um miðnætti milli 23. og 24. október. Fyrri dagsetninguna hafði Ásgeir verið í göngutúr með fjölskyldu sinni um Klambratún í Reykjavík og orðið vitni að því sem hann telur vera aðdraganda andlátsins. „Ég var að labba með kærustunni minni og börnunum okkar á Klambratúni þegar við heyrðum í einhverjum ótrúlega reiðum manni. Við kíktum og sáum fullorðna konu sem sat á bekk og það stóð maður yfir henni og öskraði reiðilega á hana. Hann talaði um að hann væri nýsloppinn úr fangelsi og að hún hafi komið honum fyrir þar. Hann sagðist ætla að myrða hana,“ segir Ásgeir í samtali við fréttastofu. Þegar Ymur varð móður sinni að bana var hann nýbúinn að ljúka afplánun í fangelsi. Hann hafði tveimur árum áður hlotið tveggja ára fangelsisdóm fyrir ýmis brot, meðal annars vegna alvarlegrar árásar í garð móðurinnar. Hann afplánaði allan dóminn. Þess má einnig geta að árið 2006 var hann sýknaður af ákæru fyrir að stinga föður sinn í bakið vegna ósakhæfis. Las um andlátið daginn eftir Ásgeir segist hafa hringt á lögregluna þegar hann gekk fram á manninn og konuna í Klambratúni. „Við stoppuðum. Ég tók upp símann og hringdi á lögregluna og sagði þeim frá því að maður sem væri nýsloppinn úr fangelsi, væri að hóta að myrða konu, sem virtist vera móðir hans. Ég útskýrði það fyrir þeim og þeir sögðust ætla að senda bíl,“ segir Ásgeir. „Við stóðum þarna í korter. Svo kom konan sér í burtu, og hann hvarf líka. Þannig við ákváðum að fara líka, við vorum þarna með börnin okkar.“ Daginn eftir hafi þau svo lesið frétt um það í fjölmiðlum að andlát konu á sjötugsaldri væri til rannsóknar og að sonur hennar væri komin í gæsluvarðhald. Í kjölfarið bárust fréttir af því að sakborningurinn hefði verið nýsloppinn úr fangelsi vegna ofbeldis í garð móður sinnar, og svo var upplýst um nafn hans í fjölmiðlum: Ymur Art Runólfsson. Þá hafi Ásgeir flett þeim upp og séð að þarna væri um að ræða sama fólk og hann sá við Klambratúnið. „Ég er alveg viss um að þetta sé þetta sama mál. Og mér finnst svo súrt að lögreglan hafi ekki mætt,“ segir Ásgeir. „Þarna er maður í annarlegu ástandi og geðveilu sem er nýsloppinn úr fangelsi, og lögreglan er með tilkynningu um að hann segist ætla að myrða móður sína, og hann fer og myrðir móður sína. Mér finnst mjög skrýtin forgangsröðun að það sé ekki í forgangi.“ Banaði móður sinni í Breiðholti Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Í lok síðustu viku var hinn fertugi Ymur Art Runólfsson sakfelldur fyrir að ráða móður sinni bana í umræddu máli með því að stinga hana með hnífi að minnsta kosti 22 sinnum á heimili hennar í Breiðholti. Ymur var metinn sakhæfur, en ekki gerð refsing og þess í stað látinn sæta öryggisvistun. Sagði konuna hafa komið sér fyrir í fangelsi Atvik málsins áttu sér stað um miðnætti milli 23. og 24. október. Fyrri dagsetninguna hafði Ásgeir verið í göngutúr með fjölskyldu sinni um Klambratún í Reykjavík og orðið vitni að því sem hann telur vera aðdraganda andlátsins. „Ég var að labba með kærustunni minni og börnunum okkar á Klambratúni þegar við heyrðum í einhverjum ótrúlega reiðum manni. Við kíktum og sáum fullorðna konu sem sat á bekk og það stóð maður yfir henni og öskraði reiðilega á hana. Hann talaði um að hann væri nýsloppinn úr fangelsi og að hún hafi komið honum fyrir þar. Hann sagðist ætla að myrða hana,“ segir Ásgeir í samtali við fréttastofu. Þegar Ymur varð móður sinni að bana var hann nýbúinn að ljúka afplánun í fangelsi. Hann hafði tveimur árum áður hlotið tveggja ára fangelsisdóm fyrir ýmis brot, meðal annars vegna alvarlegrar árásar í garð móðurinnar. Hann afplánaði allan dóminn. Þess má einnig geta að árið 2006 var hann sýknaður af ákæru fyrir að stinga föður sinn í bakið vegna ósakhæfis. Las um andlátið daginn eftir Ásgeir segist hafa hringt á lögregluna þegar hann gekk fram á manninn og konuna í Klambratúni. „Við stoppuðum. Ég tók upp símann og hringdi á lögregluna og sagði þeim frá því að maður sem væri nýsloppinn úr fangelsi, væri að hóta að myrða konu, sem virtist vera móðir hans. Ég útskýrði það fyrir þeim og þeir sögðust ætla að senda bíl,“ segir Ásgeir. „Við stóðum þarna í korter. Svo kom konan sér í burtu, og hann hvarf líka. Þannig við ákváðum að fara líka, við vorum þarna með börnin okkar.“ Daginn eftir hafi þau svo lesið frétt um það í fjölmiðlum að andlát konu á sjötugsaldri væri til rannsóknar og að sonur hennar væri komin í gæsluvarðhald. Í kjölfarið bárust fréttir af því að sakborningurinn hefði verið nýsloppinn úr fangelsi vegna ofbeldis í garð móður sinnar, og svo var upplýst um nafn hans í fjölmiðlum: Ymur Art Runólfsson. Þá hafi Ásgeir flett þeim upp og séð að þarna væri um að ræða sama fólk og hann sá við Klambratúnið. „Ég er alveg viss um að þetta sé þetta sama mál. Og mér finnst svo súrt að lögreglan hafi ekki mætt,“ segir Ásgeir. „Þarna er maður í annarlegu ástandi og geðveilu sem er nýsloppinn úr fangelsi, og lögreglan er með tilkynningu um að hann segist ætla að myrða móður sína, og hann fer og myrðir móður sína. Mér finnst mjög skrýtin forgangsröðun að það sé ekki í forgangi.“
Banaði móður sinni í Breiðholti Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira