Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar 10. júlí 2025 09:01 Það eru örfá ár síðan að strandveiðarnar voru kynntar sem táknrænt loforð stjórnvalda um atvinnufrelsi fyrir smábátaeigendur, byggðafesta fyrir sjávarþorpin og sjálfbær nýting á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar, - fisknum í sjónum. Það er því ekki rétt að segja að ekkert sé gert. Þvert á móti. Hanna Katrín Friðriksson, núverandi atvinnuvegaráðherra, hefur sýnt skýran vilja til að standa með strandveiðunum og tryggja þeim varanlegan sess. Hún hefur brugðist við í verki, aukið aflaheimildir, leitað leiða innan reglugerða, og nú lagt fram frumvarp til að lögfesta 48 veiðidaga sumarið 2025. Og það er ekki lítið. Og nú, það sem átti að vera formsatriði í þjónustu við landsbyggðina hefur breyst í pólitíska þrætu. Málþóf minnihlutans heldur Alþingi í helgreipum og kemur í veg fyrir að strandveiðarnar fái þann lagalega grundvöll sem þær þurfa, í stað þess að vera ár eftir ár háðar bráðabirgðalausnum. Málþóf minnihlutans heldur þinginu í gíslingu og kemur í veg fyrir að strandveiðarnar fái þann lagalega grundvöll sem þarf til að þær séu ekki ár frá ári háðar geðþótta ráðamanna á hverjum tíma. Útspil minnihlutans óafsakanlegt Þegar löggjafinn stendur í stað neyðist framkvæmdavaldið til að reyna að redda málunum. Það hefur ráðherrann gert með því að bæta rúmlega 1.000 tonnum við strandveiðarnar nú í sumar. En þessi aðgerð, hversu vel meinandi sem hún er, hefur kostnað í för með sér. Hún gengur gegn ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar, skuldin í þorski hleðst upp og kerfið glatar trúverðugleika. Þetta veit minnihlutinn vissulega vel, sem með framgöngu sinni knýr framkvæmdavaldið til að finna lausn svo hægt sé að standa með strandveiðum. Og á meðan situr frumvarpið sem átti að festa veiðidagana í sessi, í biðsal Alþingis, þar sem minnihlutinn heldur byggðamálum í gíslingu. Strandveiðar eru ekki einungis bátar og fiskar. Þær eru líf í höfnum, vinna í fiskvinnslu, ferskt hráefni á markaði og heilar fjölskyldur sem halda samfélögum gangandi yfir sumartímann. Þær eru byggðafesta í verki, og að svelta þær með pólitísku útspili er óafsakanlegt. Afkoman veltur á stuði þingmanna Það má heldur ekki gleyma því að strandveiðar eru hluti af mannréttindum fólks til atvinnufrelsis og jafns aðgangs að auðlindinni, rétt eins og fram kemur í frumvarpinu og Sameinuðu þjóðirnar hafa áður bent á. Ef stjórnvöld ætla að standa með strandveiðunum, og ef við sem samfélag viljum þær áfram, þá þarf þetta að gerast: Setja strandveiðar í lög. Með lágmarksafla og skýrum veiðitíma. Tryggja sjálfstæða pottinn innan 5,3% skerðingar. Strandveiðar eiga ekki að vera undanþága. Úthluta með gagnsæi. Þjóðin á fiskinn og á að fá að vita hvernig honum er ráðstafað. Þótt ráðherra hafi sýnt vilja og unnið með þeim verkfærum sem til eru, dugar það ekki til lengdar. Það má ekki vera þannig að afkoma fólks við sjóinn velti á því hvort þingmenn séu í stuði til að ljúka dagskrá. Ef Alþingi getur ekki klárað þetta mál, þá er það ekki strandveiðikerfið sem hefur brugðist, heldur Alþingi. Höfundur er strandveiðimaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strandveiðar Alþingi Mest lesið Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Það eru örfá ár síðan að strandveiðarnar voru kynntar sem táknrænt loforð stjórnvalda um atvinnufrelsi fyrir smábátaeigendur, byggðafesta fyrir sjávarþorpin og sjálfbær nýting á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar, - fisknum í sjónum. Það er því ekki rétt að segja að ekkert sé gert. Þvert á móti. Hanna Katrín Friðriksson, núverandi atvinnuvegaráðherra, hefur sýnt skýran vilja til að standa með strandveiðunum og tryggja þeim varanlegan sess. Hún hefur brugðist við í verki, aukið aflaheimildir, leitað leiða innan reglugerða, og nú lagt fram frumvarp til að lögfesta 48 veiðidaga sumarið 2025. Og það er ekki lítið. Og nú, það sem átti að vera formsatriði í þjónustu við landsbyggðina hefur breyst í pólitíska þrætu. Málþóf minnihlutans heldur Alþingi í helgreipum og kemur í veg fyrir að strandveiðarnar fái þann lagalega grundvöll sem þær þurfa, í stað þess að vera ár eftir ár háðar bráðabirgðalausnum. Málþóf minnihlutans heldur þinginu í gíslingu og kemur í veg fyrir að strandveiðarnar fái þann lagalega grundvöll sem þarf til að þær séu ekki ár frá ári háðar geðþótta ráðamanna á hverjum tíma. Útspil minnihlutans óafsakanlegt Þegar löggjafinn stendur í stað neyðist framkvæmdavaldið til að reyna að redda málunum. Það hefur ráðherrann gert með því að bæta rúmlega 1.000 tonnum við strandveiðarnar nú í sumar. En þessi aðgerð, hversu vel meinandi sem hún er, hefur kostnað í för með sér. Hún gengur gegn ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar, skuldin í þorski hleðst upp og kerfið glatar trúverðugleika. Þetta veit minnihlutinn vissulega vel, sem með framgöngu sinni knýr framkvæmdavaldið til að finna lausn svo hægt sé að standa með strandveiðum. Og á meðan situr frumvarpið sem átti að festa veiðidagana í sessi, í biðsal Alþingis, þar sem minnihlutinn heldur byggðamálum í gíslingu. Strandveiðar eru ekki einungis bátar og fiskar. Þær eru líf í höfnum, vinna í fiskvinnslu, ferskt hráefni á markaði og heilar fjölskyldur sem halda samfélögum gangandi yfir sumartímann. Þær eru byggðafesta í verki, og að svelta þær með pólitísku útspili er óafsakanlegt. Afkoman veltur á stuði þingmanna Það má heldur ekki gleyma því að strandveiðar eru hluti af mannréttindum fólks til atvinnufrelsis og jafns aðgangs að auðlindinni, rétt eins og fram kemur í frumvarpinu og Sameinuðu þjóðirnar hafa áður bent á. Ef stjórnvöld ætla að standa með strandveiðunum, og ef við sem samfélag viljum þær áfram, þá þarf þetta að gerast: Setja strandveiðar í lög. Með lágmarksafla og skýrum veiðitíma. Tryggja sjálfstæða pottinn innan 5,3% skerðingar. Strandveiðar eiga ekki að vera undanþága. Úthluta með gagnsæi. Þjóðin á fiskinn og á að fá að vita hvernig honum er ráðstafað. Þótt ráðherra hafi sýnt vilja og unnið með þeim verkfærum sem til eru, dugar það ekki til lengdar. Það má ekki vera þannig að afkoma fólks við sjóinn velti á því hvort þingmenn séu í stuði til að ljúka dagskrá. Ef Alþingi getur ekki klárað þetta mál, þá er það ekki strandveiðikerfið sem hefur brugðist, heldur Alþingi. Höfundur er strandveiðimaður.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun