Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar 14. júlí 2025 09:00 Tvær leiðir eru í boði fyrir þá sem stefna í atvinnuflugnámið (ATPL - Airline Transport Pilot Licence) og eru þær báðar samþykktar og niðurnjörvaðar af EASA - European Union Aviation Safety Agency, Flugöryggisstofnun Evrópu. Samtvinnaða leiðin er þannig skipulögð að námið taki sem stystan tíma eða um 2 ár, og færri tímar í flugvél en í áfangaskiptu námi þar sem samvinnaða leiðin er þétt skipulögð með ákveðin markmið í huga í hverju skrefi. Áfangaskipta námið felur nákvæmlega sömu kröfur í sér, en neminn getur ráðið námshraðanum og þannig getur námið tekið örlítið lengri tíma þar sem neminn klárar námið í áföngum eftir efni og aðstæðum, eða um 2 ár og 4 mánuði, og svo er krafa er um fleiri tíma í flugvél. Allt annað í báðum námsleiðum er nákvæmlega það sama, námsgreinar, bókleg próf, lágmarkseinkunn og tíminn í kennslustofu er svipaður. Endatakmarkið, atvinnuflugmannsréttindin, eru þau sömu og skírteinið að loknu námi það sama. Vandinn við samtvinnað nám hins vegar er sá að veðurfar á Íslandi er ekki alltaf að henta vel í slíkt nám og illgerlegt að klára á þeim stutta tíma sem ætlast er til í upphaflegu skipulagi þess. Einhverra hluta vegna hefur slíkt nám líka verið mun dýrara en áfangaskipta námið, án þess að ástæður þess séu augljósar. Hvaða leið á að velja að markmiðinu?Matthías Arngrímsson Áfangaskipta námið hentar oft betur vegna veðurfars á Íslandi þar sem tímapressa er minni og nemendur geta unnið með því námi til að lækka kostnað við hvern áfanga og þannig skuldað mun lægri fjárhæð þegar skírteinið er í höfn. Þar getur munað nokkrum milljónum. Helsti kostur við þessa námsleið er að einkaflugmannshluti námsins (PPL) er metinn til eininga stúdentsprófs í flestum mennta- og fjölbrautaskólum, allt að 15 einingum og þannig mögulega hægt að ljúka námi í fjölbrautaskóla einni önn fyrr. Kostnaður við einkaflugmannsréttindin er 2-2,5 milljónir eftir því hvaða skóli verður fyrir valinu. Helsti galli við þessa leið er sá að aðrir nemendur í samtvinnuðu námi klára mögulega á undan og þú gætir misst af atvinnutækifæri. Miðað við stækkunaráform íslensku flugfélaganna og umfang þeirra, auk eldri flugmanna sem fara á eftirlaun, verða fjölmörg flugmannsstörf í boði næstu árin. Kostnaður og námslánamöguleikar ójafn leikur gagnvart öðru námi Á Facebook síðu Flugvarpsins (og heimasíða www.flugvarpid.is) sem eru hlaðvarpsþættir um flugmál, er rætt um námskostnað og Menntasjóð námsmanna sem mismunar flugnemum vegna skipulags námsins og vegna þess að áfangaskipta leiðin er ekki skipulögð með ECTS einingar í huga. Þegar þetta er skrifað kostar samtvinnað atvinnuflugmannsnám hjá einum skóla 15,5 milljónir króna á Íslandi og annar skóli býður upp á bóklegt á Íslandi og verklegt í Portúgal og kostar námið þá 16,9 milljónir og námstíminn er um tvö heil ár (bóklegt og 146 tímar í flugvél og 40 í flughermi). Áfangaskipta námið getur tekið jafnlangan tíma eða örlítið lengur þar sem krafa er um fleiri flugtíma (bóklegt og 200 tímar í flugvél). Nemandinn þarf að safna flugtímum að hluta til, og nýtir þá til að byggja upp meiri reynslu og þjálfun á flugvélar, efla dómgreind og ákvarðanatöku og fleiri góða kosti flugmanna. Ef hann gerir það á Íslandi lærir hann vel á landið og flugvellina, veðurfar og vinda og verður fær í flestan sjó að því loknu. Áfangaskipta leiðin kostar um 14,4 - 14,9 milljónir eftir skólum og eftir því hvar tímasöfnun fer fram. Höfundur er flugkennari, skólastjóri flugskóla og starfandi flugstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Fréttir af flugi Matthías Arngrímsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Tvær leiðir eru í boði fyrir þá sem stefna í atvinnuflugnámið (ATPL - Airline Transport Pilot Licence) og eru þær báðar samþykktar og niðurnjörvaðar af EASA - European Union Aviation Safety Agency, Flugöryggisstofnun Evrópu. Samtvinnaða leiðin er þannig skipulögð að námið taki sem stystan tíma eða um 2 ár, og færri tímar í flugvél en í áfangaskiptu námi þar sem samvinnaða leiðin er þétt skipulögð með ákveðin markmið í huga í hverju skrefi. Áfangaskipta námið felur nákvæmlega sömu kröfur í sér, en neminn getur ráðið námshraðanum og þannig getur námið tekið örlítið lengri tíma þar sem neminn klárar námið í áföngum eftir efni og aðstæðum, eða um 2 ár og 4 mánuði, og svo er krafa er um fleiri tíma í flugvél. Allt annað í báðum námsleiðum er nákvæmlega það sama, námsgreinar, bókleg próf, lágmarkseinkunn og tíminn í kennslustofu er svipaður. Endatakmarkið, atvinnuflugmannsréttindin, eru þau sömu og skírteinið að loknu námi það sama. Vandinn við samtvinnað nám hins vegar er sá að veðurfar á Íslandi er ekki alltaf að henta vel í slíkt nám og illgerlegt að klára á þeim stutta tíma sem ætlast er til í upphaflegu skipulagi þess. Einhverra hluta vegna hefur slíkt nám líka verið mun dýrara en áfangaskipta námið, án þess að ástæður þess séu augljósar. Hvaða leið á að velja að markmiðinu?Matthías Arngrímsson Áfangaskipta námið hentar oft betur vegna veðurfars á Íslandi þar sem tímapressa er minni og nemendur geta unnið með því námi til að lækka kostnað við hvern áfanga og þannig skuldað mun lægri fjárhæð þegar skírteinið er í höfn. Þar getur munað nokkrum milljónum. Helsti kostur við þessa námsleið er að einkaflugmannshluti námsins (PPL) er metinn til eininga stúdentsprófs í flestum mennta- og fjölbrautaskólum, allt að 15 einingum og þannig mögulega hægt að ljúka námi í fjölbrautaskóla einni önn fyrr. Kostnaður við einkaflugmannsréttindin er 2-2,5 milljónir eftir því hvaða skóli verður fyrir valinu. Helsti galli við þessa leið er sá að aðrir nemendur í samtvinnuðu námi klára mögulega á undan og þú gætir misst af atvinnutækifæri. Miðað við stækkunaráform íslensku flugfélaganna og umfang þeirra, auk eldri flugmanna sem fara á eftirlaun, verða fjölmörg flugmannsstörf í boði næstu árin. Kostnaður og námslánamöguleikar ójafn leikur gagnvart öðru námi Á Facebook síðu Flugvarpsins (og heimasíða www.flugvarpid.is) sem eru hlaðvarpsþættir um flugmál, er rætt um námskostnað og Menntasjóð námsmanna sem mismunar flugnemum vegna skipulags námsins og vegna þess að áfangaskipta leiðin er ekki skipulögð með ECTS einingar í huga. Þegar þetta er skrifað kostar samtvinnað atvinnuflugmannsnám hjá einum skóla 15,5 milljónir króna á Íslandi og annar skóli býður upp á bóklegt á Íslandi og verklegt í Portúgal og kostar námið þá 16,9 milljónir og námstíminn er um tvö heil ár (bóklegt og 146 tímar í flugvél og 40 í flughermi). Áfangaskipta námið getur tekið jafnlangan tíma eða örlítið lengur þar sem krafa er um fleiri flugtíma (bóklegt og 200 tímar í flugvél). Nemandinn þarf að safna flugtímum að hluta til, og nýtir þá til að byggja upp meiri reynslu og þjálfun á flugvélar, efla dómgreind og ákvarðanatöku og fleiri góða kosti flugmanna. Ef hann gerir það á Íslandi lærir hann vel á landið og flugvellina, veðurfar og vinda og verður fær í flestan sjó að því loknu. Áfangaskipta leiðin kostar um 14,4 - 14,9 milljónir eftir skólum og eftir því hvar tímasöfnun fer fram. Höfundur er flugkennari, skólastjóri flugskóla og starfandi flugstjóri.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun