„Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Smári Jökull Jónsson skrifar 13. júlí 2025 20:51 Aðstæður í tengslum við vegaframkvæmdir geta skapað hættu fyrir bifhjólafólk. Vísir/Vilhelm Bifhjólafólk er orðið langþreytt á að bíða eftir að meira tillit sé tekið til þeirra í vegakerfinu. Þau hafi áhyggjur af stöðunni og vilji að rödd þeirra heyrist. Bifhjólamaður lést í umferðarslysi í Reykjavík í vikunni. Málefni bifhjólafólks hafa verið í umræðunni síðustu vikur í tengslum við frumvarp um álagningu kílómetragjalds en öryggismál bifhjólafólks sömuleiðis. Í byrjun sumars vakti athygli myndband sem sýndi bifhjólamann renna á vegamerkingu í Reykjavík og í vikunni lést ökumaður bifhjóls í slysi á Miklubraut. Kristrún Tryggvadóttir bifhjólakona segir að svo virðist sem ekki sé tekið nægilega mikið tillit til bifhjólafólks í vegakerfinu og í umgengni við það, ýmislegt geti skapað hættu. „Vegrið, kantar, staurar og ef það verður fall af bifhjóli þá er það sem tekur við okkur eftir það. Hvort það eru aðrir í umferðinni eða vegakerfið,“ sagði Kristrún í kvöldfréttum Sýnar. „Við höfum áhyggjur af þessu“ Bifhjólafólk hefur unnið leiðbeiningar fyrir framkvæmdaaðila en Kristrún efast um hve mikið þær eru nýttar. „Við myndum vilja sjá mikla bót þar á og erum orðin langþreytt á það eru boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp og það á að gera eitthvað en svo bara líða árin og ekkert gerist.“ Kristrún segir of algengt að lausamöl berist á vegi, hún geri veginn flughálan. Vegamerkingar og nýtt malbik geti einnig skapað hættu. Hún segir bifhjólafólk vita að engum gangi illt til en segir að vegakerfið eigi að vera hægt að hanna með tilliti til bifhjólafólks. „Við viljum bara fá þessa rödd að hún heyrist, að við höfum áhyggjur af þessu og við viljum vinna með fólki til að bæta þetta.“ Bifhjól Umferð Umferðaröryggi Lögreglumál Vegagerð Tengdar fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Fimmtugur karlmaður lést í mótorhjólaslysinu á Miklubraut í Reykjavík í morgun. 9. júlí 2025 15:19 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Fleiri fréttir Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Sjá meira
Málefni bifhjólafólks hafa verið í umræðunni síðustu vikur í tengslum við frumvarp um álagningu kílómetragjalds en öryggismál bifhjólafólks sömuleiðis. Í byrjun sumars vakti athygli myndband sem sýndi bifhjólamann renna á vegamerkingu í Reykjavík og í vikunni lést ökumaður bifhjóls í slysi á Miklubraut. Kristrún Tryggvadóttir bifhjólakona segir að svo virðist sem ekki sé tekið nægilega mikið tillit til bifhjólafólks í vegakerfinu og í umgengni við það, ýmislegt geti skapað hættu. „Vegrið, kantar, staurar og ef það verður fall af bifhjóli þá er það sem tekur við okkur eftir það. Hvort það eru aðrir í umferðinni eða vegakerfið,“ sagði Kristrún í kvöldfréttum Sýnar. „Við höfum áhyggjur af þessu“ Bifhjólafólk hefur unnið leiðbeiningar fyrir framkvæmdaaðila en Kristrún efast um hve mikið þær eru nýttar. „Við myndum vilja sjá mikla bót þar á og erum orðin langþreytt á það eru boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp og það á að gera eitthvað en svo bara líða árin og ekkert gerist.“ Kristrún segir of algengt að lausamöl berist á vegi, hún geri veginn flughálan. Vegamerkingar og nýtt malbik geti einnig skapað hættu. Hún segir bifhjólafólk vita að engum gangi illt til en segir að vegakerfið eigi að vera hægt að hanna með tilliti til bifhjólafólks. „Við viljum bara fá þessa rödd að hún heyrist, að við höfum áhyggjur af þessu og við viljum vinna með fólki til að bæta þetta.“
Bifhjól Umferð Umferðaröryggi Lögreglumál Vegagerð Tengdar fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Fimmtugur karlmaður lést í mótorhjólaslysinu á Miklubraut í Reykjavík í morgun. 9. júlí 2025 15:19 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Fleiri fréttir Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Sjá meira
Ökumaður bifhjólsins látinn Fimmtugur karlmaður lést í mótorhjólaslysinu á Miklubraut í Reykjavík í morgun. 9. júlí 2025 15:19