Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar 12. júlí 2025 07:02 Það er öllum ljóst að nú er breytt ástand í stjórnmálum. Miðað við hegðun og orðræðu meirihlutans mætti halda að hér hefði verið skrifað leikrit og það sett á svið á Alþingi. Vandinn er sá að leikstjórinn virðist of upptekinn við að ljúga um það sem gerist baksviðs til þess að taka í taumana og leikstýra aðal- og auka leikurum. Til að mynda vonar maður að leikkonan í hlutverki félags- og húsnæðismálaráðherra hafi farið langt út fyrir handritið í þingsal. Í þeim leikþætti velti hún fyrir sér hvort minnihlutinn vildi að það þyrfti að „Draga þá undir húsvegg og skjóta þá“ fyrir þær sakir að þegja ekki og kjósa blint með tillögu meirihlutans. Þarna vitnar hún í aðferðafræði einræðisherra og uppreisnarseggja þegar að stjórnarskipti eiga sér stað. Hvað gengur fólki til þegar það lætur frá sér slík ummæli? Er þetta hennar hugmynd af lýðræði? Hvað er þemað? Það er algengt að bíómyndir, skáldsögur og leikrit séu með þemu. Þemað á þinginu virðist vera hégómi, hræsni og lygar. Það er talað um skatt sem gjald, reglufylgni sem valdarán og síðast en ekki síst er kjarnorkuákvæðið virkjað sem hefur ekki verið nýtt síðan 1959. Leikstjóri ársins ákvað að nú væri tími til kominn til að taka í gikkinn frekar en að miðla málum og ná samningum um þinglok líkt og forsætisráðherrar hafa gert undanfarin 66 ár. Þetta gerir hún þrátt fyrir að vera búinn að lýsa því yfir að það þyrfti að íhuga það vel og vandlega áður en ákvæðið væri nýtt, enda er það hugsað til þess að hægt sé að bregðast við neyðarástandi (ekki skattahækkunum). En hún virðist hafa fengið innblástur frá félags- og húsnæðismálaráðherra þegar að hún ákvað að verja lýðveldið með þessum einræðistilburðum. Slík árás á lýðræðið og vanvirðing fyrir venjum Alþingis ætti ekki að koma neinum á óvart, enda virðist hér vera um sovéska ska sápuóperu að ræða. Höfundur er stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Það er öllum ljóst að nú er breytt ástand í stjórnmálum. Miðað við hegðun og orðræðu meirihlutans mætti halda að hér hefði verið skrifað leikrit og það sett á svið á Alþingi. Vandinn er sá að leikstjórinn virðist of upptekinn við að ljúga um það sem gerist baksviðs til þess að taka í taumana og leikstýra aðal- og auka leikurum. Til að mynda vonar maður að leikkonan í hlutverki félags- og húsnæðismálaráðherra hafi farið langt út fyrir handritið í þingsal. Í þeim leikþætti velti hún fyrir sér hvort minnihlutinn vildi að það þyrfti að „Draga þá undir húsvegg og skjóta þá“ fyrir þær sakir að þegja ekki og kjósa blint með tillögu meirihlutans. Þarna vitnar hún í aðferðafræði einræðisherra og uppreisnarseggja þegar að stjórnarskipti eiga sér stað. Hvað gengur fólki til þegar það lætur frá sér slík ummæli? Er þetta hennar hugmynd af lýðræði? Hvað er þemað? Það er algengt að bíómyndir, skáldsögur og leikrit séu með þemu. Þemað á þinginu virðist vera hégómi, hræsni og lygar. Það er talað um skatt sem gjald, reglufylgni sem valdarán og síðast en ekki síst er kjarnorkuákvæðið virkjað sem hefur ekki verið nýtt síðan 1959. Leikstjóri ársins ákvað að nú væri tími til kominn til að taka í gikkinn frekar en að miðla málum og ná samningum um þinglok líkt og forsætisráðherrar hafa gert undanfarin 66 ár. Þetta gerir hún þrátt fyrir að vera búinn að lýsa því yfir að það þyrfti að íhuga það vel og vandlega áður en ákvæðið væri nýtt, enda er það hugsað til þess að hægt sé að bregðast við neyðarástandi (ekki skattahækkunum). En hún virðist hafa fengið innblástur frá félags- og húsnæðismálaráðherra þegar að hún ákvað að verja lýðveldið með þessum einræðistilburðum. Slík árás á lýðræðið og vanvirðing fyrir venjum Alþingis ætti ekki að koma neinum á óvart, enda virðist hér vera um sovéska ska sápuóperu að ræða. Höfundur er stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálstæðismanna.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun