„Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. júlí 2025 12:01 Silja Bára Ómarsdóttir er nýr rektor Háskóla Íslands. Vísir/Anton Brink Rektor Háskóla Íslands segir menntamorð eiga sér stað á stríðssvæðum en einnig í Bandaríkjunum. Mikilvægt sé að verða ekki að kröfum bandarískra fjármagnara sem vilja ekki að kynjajafnrétti og loftslagsáhrif séu rannsökuð. Margt sé á döfinni í háskólanum. Silja Bára Ómarsdóttir tók við embætti rektors 30. júní en meðal þess sem hún ræddi í ávarpi sínu var hugtakið menntamorð sem er meðvituð eyðilegging menntainnviða. „Við sáum þetta strax í árásum Rússlands á Úkraínu. Þar var verið að sprengja stofnanir. Háskóli Íslands er í evrópsku háskólaneti sem heitir Aurora og þar er samstarfsskóli frá Úkraínu og ég átti fund með rektornum þar í maí áður en ég tók við. Að heyra hvernig háskólinn hefur farið út úr stríðinu er sláandi, þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir,“ segir Silja Bára í viðtali í Bítinu á Bylgjunni. „Svo á Gasa, þar eru sjö háskólar og menntastigið á Gasa, þrátt fyrir að þar sé mikil fátækt og erfið lífskjör að mörgu leiti, hefur menntastigið verið hátt en nú eru allir þessir háskólar ónýtir. Þetta hefur áhrif á sjálfsmynd íbúa, á möguleika til starfsþróunar, á skilning fólks á sjálfu sér og þar fram eftir götunum.“ Silja Bára, sem er alþjóðastjórnmálafræðingur, segir menntamorð einnig vera eiga sér stað í Bandaríkjunum. „Þetta er auðvitað grófasta myndin eru þessi tvö dæmi í þessum stríðum sem eru yfirstandandi en svo hefur þetta vægari birtingarmyndir eins og er að gerast í Bandaríkjunum. Þar sem er verið að ógna háskólum með því að taka af þeim styrki, vísa alþjóðlegum nemendum úr skóla eða meina þeim að koma aftur inn í landið eftir að þeir fara í frí og til sinna heimalanda,“ segir Silja Bára. Það sé gríðarlega mikilvægt fyrir háskóla um allan heim að þjóna ekki hagsmunum ríkja eða viðskipta, heldur eiga rannsóknirnar að vera byggðar á forvitni og fagmennsku. Mikilvægt að taka ekki þátt í þöggun Bandaríkjanna Helsinki-háskólinn hafi meðal annars staðið gegn þessu með yfirlýsingu fyrr í vetur. „Í vetur gaf Helsinki-háskólinn út yfirlýsingu að þau myndu ekki taka þátt í því að hætta að rannsaka ákveðin hugtök og fræðasvið, þá voru bandarísk batterí sem fjármagna rannsóknir að gera kröfu um að það yrði ekkert sem að nefnir kynjajafnrétti, ekkert sem nefnir loftslagsbreytingar. Ef við erum að taka þátt í slíku erum við að hafa áhrif á hvaða hugmyndir komast í umferð og hvernig við getum rætt þær. Það er mikilvægt fyrir okkur sem stöndum utan, í þessu tilfelli Bandaríkjanna, að við taka ekki þátt í slíku,“ segir Silja Bára. Fjallað hefur verið um að ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hafi fjarlægt skýrslur um áhrif loftslagsbreytinga af opinberri vefsíðu. Höfundar næstu skýrslu, sem átti að koma út árið 2027, voru reknir og vinnan stöðvuð. Silja Bára segir gögn evrópska rannsakenda, sem líkt og Íslendingar reiða mikið á bandaríska tölvukerfið Microsoft, vera örugg þar sem öll gögnin eru vistuð innan Evrópu. „Þannig að við eigum að geta treyst því að þau séu örugg. En þetta er gríðarlega stórt viðfangsefni, hvernig tryggjum við öryggi gagna, réttmæti þeirra, að það sé ekki hægt að komast inn og spilla gögnum. Rannsóknaröryggi er líka eitthvað sem við þurfum að vera mjög vakandi fyrir,“ segir hún. Vill taka á vanlíðan stúdenta Silja Bára er nú í sumarfríi en snýr fljótt aftur enda styttist í að fyrsta skólaárið hennar sem rektor hefst. Mörg verkefni eru á döfinni. „Það sem að ég lagið áherslu á í mínu framboði var að styrkja samfélagið. Eftir Covid hefur losnað svolítið um. Stúdentar vilja kannski fá að vera meira heima og það er gríðarlega mikil vanlíðan,“ segir hún og bætir við að hún hafi bætt við fjórða sálfræðingnum í sálfræðiþjónustu nemenda. Framundan er einnig ný stefnumótun Háskóla Íslands auk úttektar erlends aðila á störfum starfsmanna skólans. „Þannig að það eru stóru verkefni fyrstu ársins.“ Hámenntað fólk fái nám sitt ekki metið „Eitt af því sem mig langar að sjá okkur gera, og á eftir að finna út hvernig við getum gert það, er að gera svona brú fyrir fólk sem er með menntun erlendis frá,“ segir Silja Bára. Of margir hámenntaðir einstaklingar sem flytja til Íslands fái ekki menntun sína metna. „Strákurinn sem er búinn að vera skúra skrifstofuna mína síðustu þrjú ár er með meistarapróf í öryggisfræðum,“ segir hún en hann er frá Póllandi en starfar við ræstingar hérlendis. Fyrstu skrefin voru tekin af læknadeild HÍ sem samþykkti að nemendur sem lokið hafa BS gráðu í læknisfræði erlendis geti haldið áfram með námið sitt hér á landi. Að sögn Silju Báru er það fyrsta skref í þessari vegferð og er vilji fyrir af hennar hálfu að samskonar skref verði stigin á öðrum sviðum skólans. Hér er stiklað á stóru en hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan: Háskólar Átök í Ísrael og Palestínu Innrás Rússa í Úkraínu Vísindi Bandaríkin Bítið Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Löreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Sjá meira
Silja Bára Ómarsdóttir tók við embætti rektors 30. júní en meðal þess sem hún ræddi í ávarpi sínu var hugtakið menntamorð sem er meðvituð eyðilegging menntainnviða. „Við sáum þetta strax í árásum Rússlands á Úkraínu. Þar var verið að sprengja stofnanir. Háskóli Íslands er í evrópsku háskólaneti sem heitir Aurora og þar er samstarfsskóli frá Úkraínu og ég átti fund með rektornum þar í maí áður en ég tók við. Að heyra hvernig háskólinn hefur farið út úr stríðinu er sláandi, þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir,“ segir Silja Bára í viðtali í Bítinu á Bylgjunni. „Svo á Gasa, þar eru sjö háskólar og menntastigið á Gasa, þrátt fyrir að þar sé mikil fátækt og erfið lífskjör að mörgu leiti, hefur menntastigið verið hátt en nú eru allir þessir háskólar ónýtir. Þetta hefur áhrif á sjálfsmynd íbúa, á möguleika til starfsþróunar, á skilning fólks á sjálfu sér og þar fram eftir götunum.“ Silja Bára, sem er alþjóðastjórnmálafræðingur, segir menntamorð einnig vera eiga sér stað í Bandaríkjunum. „Þetta er auðvitað grófasta myndin eru þessi tvö dæmi í þessum stríðum sem eru yfirstandandi en svo hefur þetta vægari birtingarmyndir eins og er að gerast í Bandaríkjunum. Þar sem er verið að ógna háskólum með því að taka af þeim styrki, vísa alþjóðlegum nemendum úr skóla eða meina þeim að koma aftur inn í landið eftir að þeir fara í frí og til sinna heimalanda,“ segir Silja Bára. Það sé gríðarlega mikilvægt fyrir háskóla um allan heim að þjóna ekki hagsmunum ríkja eða viðskipta, heldur eiga rannsóknirnar að vera byggðar á forvitni og fagmennsku. Mikilvægt að taka ekki þátt í þöggun Bandaríkjanna Helsinki-háskólinn hafi meðal annars staðið gegn þessu með yfirlýsingu fyrr í vetur. „Í vetur gaf Helsinki-háskólinn út yfirlýsingu að þau myndu ekki taka þátt í því að hætta að rannsaka ákveðin hugtök og fræðasvið, þá voru bandarísk batterí sem fjármagna rannsóknir að gera kröfu um að það yrði ekkert sem að nefnir kynjajafnrétti, ekkert sem nefnir loftslagsbreytingar. Ef við erum að taka þátt í slíku erum við að hafa áhrif á hvaða hugmyndir komast í umferð og hvernig við getum rætt þær. Það er mikilvægt fyrir okkur sem stöndum utan, í þessu tilfelli Bandaríkjanna, að við taka ekki þátt í slíku,“ segir Silja Bára. Fjallað hefur verið um að ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hafi fjarlægt skýrslur um áhrif loftslagsbreytinga af opinberri vefsíðu. Höfundar næstu skýrslu, sem átti að koma út árið 2027, voru reknir og vinnan stöðvuð. Silja Bára segir gögn evrópska rannsakenda, sem líkt og Íslendingar reiða mikið á bandaríska tölvukerfið Microsoft, vera örugg þar sem öll gögnin eru vistuð innan Evrópu. „Þannig að við eigum að geta treyst því að þau séu örugg. En þetta er gríðarlega stórt viðfangsefni, hvernig tryggjum við öryggi gagna, réttmæti þeirra, að það sé ekki hægt að komast inn og spilla gögnum. Rannsóknaröryggi er líka eitthvað sem við þurfum að vera mjög vakandi fyrir,“ segir hún. Vill taka á vanlíðan stúdenta Silja Bára er nú í sumarfríi en snýr fljótt aftur enda styttist í að fyrsta skólaárið hennar sem rektor hefst. Mörg verkefni eru á döfinni. „Það sem að ég lagið áherslu á í mínu framboði var að styrkja samfélagið. Eftir Covid hefur losnað svolítið um. Stúdentar vilja kannski fá að vera meira heima og það er gríðarlega mikil vanlíðan,“ segir hún og bætir við að hún hafi bætt við fjórða sálfræðingnum í sálfræðiþjónustu nemenda. Framundan er einnig ný stefnumótun Háskóla Íslands auk úttektar erlends aðila á störfum starfsmanna skólans. „Þannig að það eru stóru verkefni fyrstu ársins.“ Hámenntað fólk fái nám sitt ekki metið „Eitt af því sem mig langar að sjá okkur gera, og á eftir að finna út hvernig við getum gert það, er að gera svona brú fyrir fólk sem er með menntun erlendis frá,“ segir Silja Bára. Of margir hámenntaðir einstaklingar sem flytja til Íslands fái ekki menntun sína metna. „Strákurinn sem er búinn að vera skúra skrifstofuna mína síðustu þrjú ár er með meistarapróf í öryggisfræðum,“ segir hún en hann er frá Póllandi en starfar við ræstingar hérlendis. Fyrstu skrefin voru tekin af læknadeild HÍ sem samþykkti að nemendur sem lokið hafa BS gráðu í læknisfræði erlendis geti haldið áfram með námið sitt hér á landi. Að sögn Silju Báru er það fyrsta skref í þessari vegferð og er vilji fyrir af hennar hálfu að samskonar skref verði stigin á öðrum sviðum skólans. Hér er stiklað á stóru en hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:
Háskólar Átök í Ísrael og Palestínu Innrás Rússa í Úkraínu Vísindi Bandaríkin Bítið Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Löreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Sjá meira