Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. júlí 2025 19:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segist skynja taugaveiklun í minnihlutanum. Hann verði einfaldlega að treysta þjóðinni. Vísir/Ívar Fannar Utanríkisráðherra segir furðulegt að fylgjast með stjórnarandstöðuflokkunum keppast við að ala á heimóttarskap og mótmæla alþjóðasamstarfi. Allar ákvarðanir um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði undir þjóðinni komnar. Minnihlutinn þurfi einfaldlega að treysta þjóðinni. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra tóku í gær á móti og funduðu með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Keflavík. Að fundinum loknum var tilkynnt um að hefja eigi viðræður um endurskoðun á viðskiptakjörum Íslands hjá ESB, sem hefur ekki verið gert frá gerð EES samningsins 1993. „Það þarf einfaldlega að fara yfir það hvaða leiðir við getum farið til þess að auka markaðsaðgang fyrir íslenskar afurðir, til að mynda sjávarafurðir,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Skynjar taugaveiklun í stjórnarandstöðunni Á sama fundi var tilkynnt um að semja eigi um samstarf Íslands og ESB í öryggis- og varnarmálum á næstu vikum og hefur málið verið til umræðu í utanríkismálanefnd. Von der Leyen sagði á blaðamannafundi í gær að aðildarumsókn Íslands að ESB væri enn gild. Viðræður um aðild hófust í júlí 2010 en hlé var gert á þeim árið 2013. „Ég heyri alveg taugaveiklunina og skynja alveg taugaveiklunina hjá þessum flokkum í stjórnarandstöðunni sem virðast ætla að fylgja eftir þessari sérhagsmunagæslu sem þeir stóðu í stríði yfir á þingi. Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur. Tveir flokkar sem ég hefði haldið að myndu fagna þessari endurskoðun á viðskiptakjörkum okkar. Við erum að tryggja hagsmuni íslensks almennings, íslenskra fyrirtækja. Flokkar sem hafa undirstrikað að þeir séu fyrir frelsi, opna markaði, opin viðskipti,“ segir Þorgerður. „Það kemur mér satt best að segja mjög á óvart að þessir flokkar vilji lítið gera þegar kemur að vörnum og öryggi og frekar eru komnir í samkeppni um heimóttarskap og hver er í mestri andstöðu við markvisst alþjóðasamstarf.“ Þjóðin fái að ráða Enn standi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort hefja eigi aftur aðildarviðræður að ESBeigi síðar en árið 2027. „Þjóðin verður að koma að þessu en ákvörðunin felst í raun í því: Eigum við að halda áfram og klára aðildarviðræður við Evrópusambandið?“ segir Þorgerður. „Síðan ef þjóðin segir já þá fær hún að sjá samning og aftur að kjósa. Þetta er nú ekki hættulegra en það, bara treysta þjóðinni.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Viðreisn Utanríkismál Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra telur að meirihluti Íslendinga styðji áframhaldandi aðildaviðræður við Evrópusambandið. 17. júlí 2025 15:11 Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tilkynntu á blaðamannafundi í dag að viðræður um tvíhliða varnar- og öryggissamning á milli Íslands og Evrópusambandsins hæfust á næstu dögum. 17. júlí 2025 18:47 Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sé enn gild. Hún svaraði spurningum blaðamanna ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra á sérstökum blaðamannafundi í dag. 17. júlí 2025 17:40 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Sjá meira
Forsætisráðherra og utanríkisráðherra tóku í gær á móti og funduðu með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Keflavík. Að fundinum loknum var tilkynnt um að hefja eigi viðræður um endurskoðun á viðskiptakjörum Íslands hjá ESB, sem hefur ekki verið gert frá gerð EES samningsins 1993. „Það þarf einfaldlega að fara yfir það hvaða leiðir við getum farið til þess að auka markaðsaðgang fyrir íslenskar afurðir, til að mynda sjávarafurðir,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Skynjar taugaveiklun í stjórnarandstöðunni Á sama fundi var tilkynnt um að semja eigi um samstarf Íslands og ESB í öryggis- og varnarmálum á næstu vikum og hefur málið verið til umræðu í utanríkismálanefnd. Von der Leyen sagði á blaðamannafundi í gær að aðildarumsókn Íslands að ESB væri enn gild. Viðræður um aðild hófust í júlí 2010 en hlé var gert á þeim árið 2013. „Ég heyri alveg taugaveiklunina og skynja alveg taugaveiklunina hjá þessum flokkum í stjórnarandstöðunni sem virðast ætla að fylgja eftir þessari sérhagsmunagæslu sem þeir stóðu í stríði yfir á þingi. Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur. Tveir flokkar sem ég hefði haldið að myndu fagna þessari endurskoðun á viðskiptakjörkum okkar. Við erum að tryggja hagsmuni íslensks almennings, íslenskra fyrirtækja. Flokkar sem hafa undirstrikað að þeir séu fyrir frelsi, opna markaði, opin viðskipti,“ segir Þorgerður. „Það kemur mér satt best að segja mjög á óvart að þessir flokkar vilji lítið gera þegar kemur að vörnum og öryggi og frekar eru komnir í samkeppni um heimóttarskap og hver er í mestri andstöðu við markvisst alþjóðasamstarf.“ Þjóðin fái að ráða Enn standi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort hefja eigi aftur aðildarviðræður að ESBeigi síðar en árið 2027. „Þjóðin verður að koma að þessu en ákvörðunin felst í raun í því: Eigum við að halda áfram og klára aðildarviðræður við Evrópusambandið?“ segir Þorgerður. „Síðan ef þjóðin segir já þá fær hún að sjá samning og aftur að kjósa. Þetta er nú ekki hættulegra en það, bara treysta þjóðinni.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Viðreisn Utanríkismál Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra telur að meirihluti Íslendinga styðji áframhaldandi aðildaviðræður við Evrópusambandið. 17. júlí 2025 15:11 Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tilkynntu á blaðamannafundi í dag að viðræður um tvíhliða varnar- og öryggissamning á milli Íslands og Evrópusambandsins hæfust á næstu dögum. 17. júlí 2025 18:47 Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sé enn gild. Hún svaraði spurningum blaðamanna ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra á sérstökum blaðamannafundi í dag. 17. júlí 2025 17:40 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Sjá meira
Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra telur að meirihluti Íslendinga styðji áframhaldandi aðildaviðræður við Evrópusambandið. 17. júlí 2025 15:11
Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tilkynntu á blaðamannafundi í dag að viðræður um tvíhliða varnar- og öryggissamning á milli Íslands og Evrópusambandsins hæfust á næstu dögum. 17. júlí 2025 18:47
Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sé enn gild. Hún svaraði spurningum blaðamanna ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra á sérstökum blaðamannafundi í dag. 17. júlí 2025 17:40