Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. júlí 2025 16:51 Tekist er á um andgyðingslega hegðun og stjórnarskrárvarinn rétt. EPA Fulltrúar ríkisstjórnar Bandaríkjanna og Harvard háskólans fóru fyrir alríkisdómara í dag vegna ákvörðunar stjórnarinnar um að frysta fjárframlög til skólans. Rökstuðningurinn er að fulltrúar Harvard hafi leyft andgyðingslega hegðun á skólalóð sinni. Málið fór fyrir alríkisdómara í Boston í dag en báðar hliðar óska eftir því að málið verði fellt niður þeim í hag og sleppa þannig við réttarhöld vegna málsins. Það hófst í lok mars þegar ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sakaði fulltrúa Harvard um að leyfa andgyðingslega hegðun á skólalóð sinni eftir að nemendur mótmæltu árásum Ísraela á Gasaströndina. Ríkisstjórnin hótaði að endurskoða níu milljarða dollara framlag til skólans, sem samsvarar rúmri billjón íslenskra króna. Hún setti þá skólanum einnig skilyrði, líkt og að hætta að taka inn nemendur eftir aðferðum byggðum á jöfnu aðgengi nemenda af mismunandi kynþáttum. Auk þess áttu stjórnendur skólans að hætta öllum verkefnum sem tengjast fjölbreytni, jöfnuði og innlimun, sem eru sérstök verkefni í þágu minnihlutahópa, og tilkynna átti alla nemendur sem voru andsnúnir „bandarískum gildum.“ Harvard neitaði að fara að þessum skilyrðum og kærðu stjórnvöld vegna þess. Ríkisstjórnin frysti því framlag stjórnvalda sem nýtt er í rannsóknir og tóku úr gildi heimild hans til að taka við nemendum sem koma erlendis frá. Nemendurnir áttu að finna sér annan skóla eða eiga í hættu á að missa landvistarleyfi sitt. Alríkisdómari felldi ákvörðunina úr gildi með bráðabirgðaákvæði á meðan málið færi fyrir dómstóla. Samkvæmt umfjöllun New York Times getur úrskurður í málinu haft áhrif á hlutverk stjórnvalda Bandaríkjanna gagnvart háskólum landsins til frambúðar. Ekki liggur fyrir hvenær greint verði frá úrskurði dómarans en Harvard óskaði eftir niðurstöðu fyrir september þar sem að fylla þarf út ákveðin skjöl til að sækja um rannsóknarstyrki fyrir þann tíma. Stóra spurningin í málinu sé hvort að ríkisstjórnin hafi brotið einhverjar reglur með því að frysta framlagið til skólans eða hvort skólinn hafi í raun verið að leyfa andgyðingslega hegðun á skólalóðinni. Fyrir dómi sagði lögfræðingur háskólans að ríkisstjórnin væri að brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti þeirra, samkvæmt fyrstu grein stjórnarskrá Bandaríkjanna. Í henni segir meðal annars að bandaríska þingið megi ekki setja lög sem brjóti gegn málfrelsi einstaklingsins né rétt fólks til að koma friðsamlega saman og biðja stjórnvöld um úrbætur. Bandaríkin Háskólar Skóla- og menntamál Donald Trump Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Málið fór fyrir alríkisdómara í Boston í dag en báðar hliðar óska eftir því að málið verði fellt niður þeim í hag og sleppa þannig við réttarhöld vegna málsins. Það hófst í lok mars þegar ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sakaði fulltrúa Harvard um að leyfa andgyðingslega hegðun á skólalóð sinni eftir að nemendur mótmæltu árásum Ísraela á Gasaströndina. Ríkisstjórnin hótaði að endurskoða níu milljarða dollara framlag til skólans, sem samsvarar rúmri billjón íslenskra króna. Hún setti þá skólanum einnig skilyrði, líkt og að hætta að taka inn nemendur eftir aðferðum byggðum á jöfnu aðgengi nemenda af mismunandi kynþáttum. Auk þess áttu stjórnendur skólans að hætta öllum verkefnum sem tengjast fjölbreytni, jöfnuði og innlimun, sem eru sérstök verkefni í þágu minnihlutahópa, og tilkynna átti alla nemendur sem voru andsnúnir „bandarískum gildum.“ Harvard neitaði að fara að þessum skilyrðum og kærðu stjórnvöld vegna þess. Ríkisstjórnin frysti því framlag stjórnvalda sem nýtt er í rannsóknir og tóku úr gildi heimild hans til að taka við nemendum sem koma erlendis frá. Nemendurnir áttu að finna sér annan skóla eða eiga í hættu á að missa landvistarleyfi sitt. Alríkisdómari felldi ákvörðunina úr gildi með bráðabirgðaákvæði á meðan málið færi fyrir dómstóla. Samkvæmt umfjöllun New York Times getur úrskurður í málinu haft áhrif á hlutverk stjórnvalda Bandaríkjanna gagnvart háskólum landsins til frambúðar. Ekki liggur fyrir hvenær greint verði frá úrskurði dómarans en Harvard óskaði eftir niðurstöðu fyrir september þar sem að fylla þarf út ákveðin skjöl til að sækja um rannsóknarstyrki fyrir þann tíma. Stóra spurningin í málinu sé hvort að ríkisstjórnin hafi brotið einhverjar reglur með því að frysta framlagið til skólans eða hvort skólinn hafi í raun verið að leyfa andgyðingslega hegðun á skólalóðinni. Fyrir dómi sagði lögfræðingur háskólans að ríkisstjórnin væri að brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti þeirra, samkvæmt fyrstu grein stjórnarskrá Bandaríkjanna. Í henni segir meðal annars að bandaríska þingið megi ekki setja lög sem brjóti gegn málfrelsi einstaklingsins né rétt fólks til að koma friðsamlega saman og biðja stjórnvöld um úrbætur.
Bandaríkin Háskólar Skóla- og menntamál Donald Trump Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent