Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar 25. júlí 2025 14:33 Ég kalla sjálfa mig druslu, klæðist fötum sem stendur á „Ég er drusla,“ dreifi límmiðum með einmitt þeim orðum og labba árlega í Druslugöngunni. Þó að ég geri það fyrir góðan og mikilvægan málstað og útskýri mál mitt fyrir fólkinu í kringum mig er yfirleitt einhver sem hneykslast – einhver sem trúir ekki að ég myndi kalla sjálfa mig druslu! Svona ung, falleg og klár kona? Eins og það komi málinu við á einhvern hátt hvernig ég líti út eða hvernig ég beri mig. En hvað er það er vera drusla? Reykjavíkurdætur segja réttilega í lagi sínu D.R.U.S.L.A: „ein af fjórum í okkar heimsveldi verður fyrir kynferðislegu ofbeldi.“[1]Það skiptir ekki máli hvað konur gera; klæða sig til að fela líkama sinn eða sýna hann fyrir öllum heiminum, passa glasið á barnum, labba um með lyklana á milli puttanna, öskra þegar þær vantar hjálp – tölurnar um skráð kynferðisofbeldi hjá lögreglunni hækka stöðugt.[2] Svo eru auðvitað málin sem fá aldrei að líta dagsljósið, bæði vegna hræðslu þolenda í garð geranda sinna og kúgana samfélagsins. Ekki nóg með það, heldur fá flestir þolendur að heyra ummæli eins og „en hann er svo góður gæi,“ „varstu ekki bara aðeins of full,“ „sagðirðu nei?“ frá fólki sem þau héldu að þau gætu treyst, fólki sem þau kölluðu vini sína. Ef ég færi núna upp að manneskju og myndi berja hana í spað og sparka í, væri ég ekki gerandi? Ég fengi á mig kæru, ljót orð frá fólki og mögulegan fangelsisdóm – en ef nauðgun hefði átt sér stað? Þá er oftast litið í hina áttina. Meðvirkni samfélagsins í garð geranda er að gera út af við fórnarlömb kynferðisofbeldis. Það er þörf á breytingum. Það er ekki svo langt síðan ég átti gott samtal við 95 ára gömlu föðurömmu mína um Druslugönguna. Ég var sjálfboðaliði fyrir sjálfa gönguna og var að útskýra fyrir henni hvað gangan snýst um. Ég sagði henni að markmið Druslugöngunnar væri að uppræta fordóma varðandi klæðaburð og ástand þeirra sem verða fyrir kynferðisofbeldi og vekja athygli á því að það eru gerendurnir sem bera ábyrgð á kynferðisofbeldinu en ekki þolendurnir. Amma hefur alltaf verið mesta hvatning mín sem og fyrirmynd í lífinu. Í gegnum árin hefur hún ekki alltaf verið sammála öllu sem ég geri, en þrátt fyrir það sýnir hún mér alltaf virðingu og stuðning. Í samtali okkar um Druslugönguna deildi amma með mér sögu; hún var sex ára gömul og varð fyrir kynferðisofbeldi af hendi fjölskyldumeðlims sem var undir áhrifum áfengis. Síðan þá hefur hún haldið að þetta væri henni að kenna – þangað til núna. Ég var önnur manneskjan sem hún sagði frá þessu. Í áttatíu og níu ár hélt amma þessu leyndu, fyrir öllum nema einni manneskju, sem afsakaði einungis hegðun gerandans; hann var svo góður kall og var aðeins að sýna henni væntumþykju og var bara aðeins í glasi. Samtal okkar veitti henni rými til þess að skila skömminni. Eins hræðilegt og það var að heyra sögu hennar, urðu tengsl okkar enn sterkari en áður. Ég berst fyrir þolendum kynferðisofbeldis til þess að koma því til hvers og eins þolanda að ofbeldið sem þau verða fyrir er ALDREI þeim að kenna. Ég trúi þér. Þó áttatíu og níu ár séu liðin síðan brotið var á ömmu minni, hefur ekki mikið breyst. Kvennabaráttan tekur stór skref með reglulegu millibili en þó er enn langt í land. Ef ekki væri fyrir sjálfboðaliða og ýmis samtök sem styrkja og styðja við Druslugönguna á hverju ári til að dreifa boðskapnum og sýna styrk með þolendum væru sum okkar ekki hér í dag. Göngum með, hópumst í Druslugönguna, styðjum þolendur kynferðisofbeldis, sýnum þeim þolinmæði og væntumþykju því þau eru ekki að ljúga. Höfundur er í skipulagsteymi Druslugöngunnar. Öll sem vilja leita sér hjálpar geta leitað til Bjarkarhlíðar og Stígamóta. Allur ágóði af göngunni í ár fer í Minningarsjóð Ólafar Töru sem styður bæði við þolendur og þau sem eru í framlínu baráttunnar. Öll sem vilja leggja Druslugöngunnni lið geta greitt frjáls framlög á reikning göngunnar 0101-26-100839 kt. 580711-0730 eða verslað varning á göngunni. [1] D.R.U.S.L.A, 2016. [2] Hér er linkur að vefsíðu Lögreglunnar á Íslandi sem sýnir tölfræði kynferðisofbeldis seinustu ára: https://www.logreglan.is/tilkynntum-kynferdisbrotum-fjolgar-milli-ara/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Druslugangan Jafnréttismál Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Ég kalla sjálfa mig druslu, klæðist fötum sem stendur á „Ég er drusla,“ dreifi límmiðum með einmitt þeim orðum og labba árlega í Druslugöngunni. Þó að ég geri það fyrir góðan og mikilvægan málstað og útskýri mál mitt fyrir fólkinu í kringum mig er yfirleitt einhver sem hneykslast – einhver sem trúir ekki að ég myndi kalla sjálfa mig druslu! Svona ung, falleg og klár kona? Eins og það komi málinu við á einhvern hátt hvernig ég líti út eða hvernig ég beri mig. En hvað er það er vera drusla? Reykjavíkurdætur segja réttilega í lagi sínu D.R.U.S.L.A: „ein af fjórum í okkar heimsveldi verður fyrir kynferðislegu ofbeldi.“[1]Það skiptir ekki máli hvað konur gera; klæða sig til að fela líkama sinn eða sýna hann fyrir öllum heiminum, passa glasið á barnum, labba um með lyklana á milli puttanna, öskra þegar þær vantar hjálp – tölurnar um skráð kynferðisofbeldi hjá lögreglunni hækka stöðugt.[2] Svo eru auðvitað málin sem fá aldrei að líta dagsljósið, bæði vegna hræðslu þolenda í garð geranda sinna og kúgana samfélagsins. Ekki nóg með það, heldur fá flestir þolendur að heyra ummæli eins og „en hann er svo góður gæi,“ „varstu ekki bara aðeins of full,“ „sagðirðu nei?“ frá fólki sem þau héldu að þau gætu treyst, fólki sem þau kölluðu vini sína. Ef ég færi núna upp að manneskju og myndi berja hana í spað og sparka í, væri ég ekki gerandi? Ég fengi á mig kæru, ljót orð frá fólki og mögulegan fangelsisdóm – en ef nauðgun hefði átt sér stað? Þá er oftast litið í hina áttina. Meðvirkni samfélagsins í garð geranda er að gera út af við fórnarlömb kynferðisofbeldis. Það er þörf á breytingum. Það er ekki svo langt síðan ég átti gott samtal við 95 ára gömlu föðurömmu mína um Druslugönguna. Ég var sjálfboðaliði fyrir sjálfa gönguna og var að útskýra fyrir henni hvað gangan snýst um. Ég sagði henni að markmið Druslugöngunnar væri að uppræta fordóma varðandi klæðaburð og ástand þeirra sem verða fyrir kynferðisofbeldi og vekja athygli á því að það eru gerendurnir sem bera ábyrgð á kynferðisofbeldinu en ekki þolendurnir. Amma hefur alltaf verið mesta hvatning mín sem og fyrirmynd í lífinu. Í gegnum árin hefur hún ekki alltaf verið sammála öllu sem ég geri, en þrátt fyrir það sýnir hún mér alltaf virðingu og stuðning. Í samtali okkar um Druslugönguna deildi amma með mér sögu; hún var sex ára gömul og varð fyrir kynferðisofbeldi af hendi fjölskyldumeðlims sem var undir áhrifum áfengis. Síðan þá hefur hún haldið að þetta væri henni að kenna – þangað til núna. Ég var önnur manneskjan sem hún sagði frá þessu. Í áttatíu og níu ár hélt amma þessu leyndu, fyrir öllum nema einni manneskju, sem afsakaði einungis hegðun gerandans; hann var svo góður kall og var aðeins að sýna henni væntumþykju og var bara aðeins í glasi. Samtal okkar veitti henni rými til þess að skila skömminni. Eins hræðilegt og það var að heyra sögu hennar, urðu tengsl okkar enn sterkari en áður. Ég berst fyrir þolendum kynferðisofbeldis til þess að koma því til hvers og eins þolanda að ofbeldið sem þau verða fyrir er ALDREI þeim að kenna. Ég trúi þér. Þó áttatíu og níu ár séu liðin síðan brotið var á ömmu minni, hefur ekki mikið breyst. Kvennabaráttan tekur stór skref með reglulegu millibili en þó er enn langt í land. Ef ekki væri fyrir sjálfboðaliða og ýmis samtök sem styrkja og styðja við Druslugönguna á hverju ári til að dreifa boðskapnum og sýna styrk með þolendum væru sum okkar ekki hér í dag. Göngum með, hópumst í Druslugönguna, styðjum þolendur kynferðisofbeldis, sýnum þeim þolinmæði og væntumþykju því þau eru ekki að ljúga. Höfundur er í skipulagsteymi Druslugöngunnar. Öll sem vilja leita sér hjálpar geta leitað til Bjarkarhlíðar og Stígamóta. Allur ágóði af göngunni í ár fer í Minningarsjóð Ólafar Töru sem styður bæði við þolendur og þau sem eru í framlínu baráttunnar. Öll sem vilja leggja Druslugöngunnni lið geta greitt frjáls framlög á reikning göngunnar 0101-26-100839 kt. 580711-0730 eða verslað varning á göngunni. [1] D.R.U.S.L.A, 2016. [2] Hér er linkur að vefsíðu Lögreglunnar á Íslandi sem sýnir tölfræði kynferðisofbeldis seinustu ára: https://www.logreglan.is/tilkynntum-kynferdisbrotum-fjolgar-milli-ara/
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun